Goðasteinn - 01.09.2023, Qupperneq 126
124
Goðasteinn 2023
b), sé nægilega traust. Varla getur þó annað verið en Jón og Þorlákur biskup
hafi tekist á um staðamál. Magnús Stefánsson ritaði í tímaritið Sögu 2002, m.a.
um samskipti Jóns og Þorláks, eins og þeim er lýst í Höfðabrekkukaflanum í
Oddaverjaþætti, og telur að þetta fái stuðning frá máldaga kirkjunnar á Höfða-
brekku.19 Guðrún Ása Grímsdóttir benti líka á það 1998, í útgáfu Árnasögu, að
bréf erkibiskups, talið frá 1179, kæmi alveg heim við röksemdafærslur Þorláks
gegn röksemdafærslum höfðingjanna, Sigurðar Ormssonar og Jóns, eins og
þessu er lýst í Oddaverjaþætti.20 Í útgáfu sinni 2002 tók Ásdís Egilsdóttir upp
sjónarmið Orra Vésteinssonar um skilning í Oddaverjaþætti á „staður“, það
væri skilningur frá 13. öld, ekki 12. öld, en Magnús Stefánsson andæfði þessu
í Sögugreininni 2002.21
Þegar ég segi að Jón Loftsson hafi viljað vera til fyrirmyndar sem klerkur
má minnast á að Árni biskup Þorláksson tók sér Jón til fyrirmyndar um að gera
óvini að vinum með sæmdum og fégjöfum, eftir því sem segir í Árnasögu.22
Jón var ekki verri en svo í augum Árna.
Að lokum langar mig að minnast á Þorlák sem dýrling, mér finnst hlut-
ur hans sem dýrlings nokkuð fyrir borð borinn. Enginn Íslendingur var eins
mikilvægur innan íslensku kirkjunnar á bilinu 1200 til 1550 og hinn vinsæli
dýrlingur, Þorlákur helgi. En sannast sagna líkaði þeim sem fylgdu söguskoð-
un sjálfstæðisbaráttunnar ekki vel við dýrlingatrú. Enn eimir eftir af þessu,
almennur áhugi á sögu Þorláks sem biskups er ekki mikill og áhugi á honum
sem dýrlingi er enn minni. Minning Þorláks sem manns kirkju og trúar mætti
lifa og minningu hins mikilvæga dýrlings ætti að gefa meiri gaum. Núna sjást
merki um að þetta sé að breytast, t.d. var auglýst að á Þorláksmessu hér í Skál-
holti í ár, skyldi farin pílagrímsganga um Þorláksleið, frá Þorlákssæti niður að
Þorlákshver. Ég fagna þessu.
Flutt á „Málþingi um 12. aldar siðbótina, kirkjuvaldsstefnuna og Þorlák
helga“ sem haldið var í Skálholti á Skálholtshátíð 2023.
19 Magnús Stefánsson, „Um staði og staðamál“, 154.
20 Guðrún Ása Grímsdóttir, „Formáli“, xlix- l.
21 Ásdís Egilsdóttir, „Formáli“, xxxix, Magnús Stefánsson, „Um staði og staðamál“, 146.
22 Árna saga biskups, 23.