Goðasteinn - 01.09.2023, Side 129
127
Goðasteinn 2023
Viðtalið birtist fyrst í bókinni Á akri minninganna
sem kom út árið 1992
Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, rifjar upp eitt og
annað um blómaskeið í félags- og íþróttamálum í sinni sveit í stuttu spjalli
sumarið 1992.
Þegar ég man fyrst eftir var sundíþróttin lítt stunduð í Eyjafjallasveit. Það
hefði þó ekki veitt af að menn kynnu eitthvað fyrir sér í þeirri grein, þar sem
þá var enn fengist við sjósókn hér á brimströndinni og óbrúuð vatnsföll voru
hvarvetna og sum þeirra hinir verstu farartálmar. Á þessum árum var þá víða
fjölmennt á bæjum og mikill sægur af ungu og tápmiklu fólki að vaxa úr grasi.
Nýir tímar voru líka að renna upp. Bjartsýni og trú á framtíðina mótuðu viðhorf
þessa fólks og ólu með því vonir um að það gæti lagt eitthvað af mörkum til að
efla framfarir og að bæta og fegra mannlífið.
Afkoma fólks var sjálfsagt hvorki betri né verri en algengt var víða um land á
þeim árum. En sakir mikils fjölmennis í byggðarlaginu, þá hefði hér víða orðið
sultur og seyra, ef ekki hefði komið til dálítið útræði heima fyrir og vertíðarvinna
á fjarlægari slóðum og þá oftast í Vestmannaeyjum. Það var segin saga að
fljótlega upp úr hátíðum á hverju ári lagði hópur fólks, karlar og konur, land undir
fót áleiðis suður og þaðan með skipi til Eyja. Þannig fóru iðulega upp undir 30
viðtölin til prentunar og gaf út eftirfarandi tólf viðtalsbækur: Svipast um á
Suðurlandi, 1978, Séð og heyrt á Suðurlandi, 1979, Í sjónmáli fyrir sunnan,
1980, Séð af sjónarhóli, 1981, Sögur úr byggðum Suðurlands, 1982, Leiftur frá
landi og sögu, 1985, Á meðal fólksins, 1987, Atburðir á ævileið, 1989, Mann-
lífsmyndir, 1991, Á akri minninganna, 1992, Styrkir stofnar, 1994, og Sunnan
jökla, 1997. Þarna er kominn saman mikill fróðleikur um verklag og lífshætti
fyrri tíma.
Menn lærðu að synda
að Seljavöllum