Goðasteinn - 01.09.2023, Page 142
140
Goðasteinn 2023
svara kostnaði, svaraði Steingrímur Steinþórsson, þáverandi búnaðarmálastjóri:
,,Því er erfitt að svara að svo stöddu. Mýrin er slétt en sé hægt að koma vatni yfir
mýrina, þá eykst sprettan vafalaust.“5 Áratug fyrr hafði fólk staðið í vatni upp að
höku við að bjarga jörðum frá vatnságangi, nú stóð sama fólk í skurðgreftri til
að veita vatni inn á sömu mýrina og aftur var engin vissa um hvort verkið myndi
skila árangri. Það var ekki annað að gera en að vinna og vona. Árið 1943 óskaði
Steingrímur Steinþórsson eftir því að ríkið greiddi bændum í Djúpárhreppi fyrir
hleðslu flóðgarða sem hlaðnir höfðu verið fjórum árum fyrr.6 Það var því ekki
nóg með að fólk yrði að vona að verkið skilaði árangri, þau þurftu jafnframt að
vona að þau fengju einhvern tímann greitt fyrir allt erfiðið.
Það er auðvelt að hugsa til þessa fólks með aðdáun á framtakssemi og
dugnaði. Í áratugi var rætt og þrætt á meðan þau horfðu á lífsviðurværið sökkva.
Þau neituðu að bíða lengur og riðu á vaðið, þótt tæpt væri teflt. Þau köstuðu
síðustu voninni með akkerum út strauminn þegar hann var hvað sterkastur. Svo,
þegar ósinn var unninn og áin runnin, vörðu þau áratugum í að hlaða garða í
grjótlausri sveit. Þau voru ekki dugleg og framtakssöm. Þau voru áræðin þegar
aðrir vildu fresta og þau voru þrautseig þegar það eina sem þau höfðu var
vonin.
5 (Gísli Guðmundsson og Sigfús Halldórsson (ritstj.), 1935).
6 (Steingrímur Steinþórsson, 1943).
Heimildir
Án höf. (12. janúar 1935). Landbúnaðurinn 1934. Framsókn: Bændablað - Samvinnublað,
bls. 2.
Árni Óla. (1962). Þúsund ára sveitaþorp. Reykjavík: Bókaútgáfa menningarsjóðs.
Ásgeir L. Jónsson. (1. janúar 1932). Skýrsla vatnsvirkjafræðingsins árið 1931. Búnaðarrit,
bls. 173-174.
Gísli Guðmundsson og Sigfús Halldórsson (ritstj.). (31. júlí 1935).
Landbúnaðarframkvæmdir á Suðurlandsláglendinu. Nýja dagblaðið, bls. 8.
Ingibjörg Ólafsdóttir. (2020). Hella þorp í þjóðbraut - II hluti. Hella: Rangárþing Ytra.
Sigurður Guðmundsson. (29. október 1898). Hvers vegna er Safamýri ekki endurbætt?
Ísafold, bls. 1.
Steingrímur Steinþórsson. (10. nóvember 1943). Bréf til Samgöngumálaráðuneytis
varðandi flóðgarðahleðslu í Djúpárhreppi. Búnaðarfélag Íslands.