Goðasteinn - 01.09.2023, Qupperneq 212
210
Goðasteinn 2023
Ásta Ólafsdóttir
f. 8.1. 1939 – d. 30.3. 2022
Ásta Ólafsdóttir fæddist í Syðstu-Mörk undir Vestur-
Eyjafjöllum, 8. janúar 1939, dóttir hjónanna Höllu Guð-
jónsdóttur frá Hamragörðum og Ólafs Ólafssonar frá
Eyvindarholti. Hún var yngst átta barna þeirra hjóna
og sú næstsíðasta sem kveður. Áður eru látin systkini
hennar sem í fæðingarröð voru þessi: Sigríður, Guðjón, Sigurveig, Sigurjón,
Jóhanna og Árni. Eftir lifir Ólafur, búsettur á Hvolsvelli.
Ásta ólst upp hjá foreldrum sínum í SyðstuMörk og lauk barnaprófi frá far-
skóla sveitarinnar. Í stórbrotnu landslagi Vestur-Eyjafjalla á fjölmennu heimili,
lærði hún til þeirra verka sem nýttust henni svo alla tíð. Hún stundaði nám
við Skógaskóla einn vetur og fór um tvítugt í húsmæðraskólann á Staðarfelli
í Dölum. Í uppvexti sínum stundaði hún vinnu í fiski í Vestmannaeyjum, var
ráðskona hjá vinnuflokkum sem lögðu rafmagnslínur í sveitir Suðurlands og
var einnig um tíma ráðskona fyrir bátaútgerð í Þorlákshöfn.
Þar kynntist hún fyrri eiginmanni sínum, Eiríki Magnússyni frá Skúfslæk í
Villingaholtshreppi, og byrjuðu þau búskap á Skúfslæk með foreldrum Eiríks
árið 1962. Ásta og Eiríkur gengu í hjónaband 24. júlí 1963 og varð þeim fjög-
urra barna auðið: Elstur er Magnús, búsettur í Svíþjóð ásamt konu sinni, Mag-
dalenu Lindén. Þau eiga börnin Eirík, Elviru, Elsu og Emanuel. Unnusti Elviru
er Fredrik Johansson. Næstur er Árni, búsettur á Skúfslæk II ásamt konu sinni,
Sólveigu Þórðardóttur og eiga þau börnin Eirík og Laufeyju. Fyrir átti Sólveig
börnin Erling Snæ og Ásrúnu Höllu Loftsbörn. Erlingur Snær er kvæntur Hlín
Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn, Ásrún Halla býr með Magnúsi Þór Ing-
ólfssyni og eiga þau einn son. Næstyngstur barna Ástu og Eiríks er Ólafur, bú-
settur á Selfossi og yngst er Halla, búsett á Selfossi ásamt manni sínum Erlingi
Val Friðrikssyni og eiga þau dótturina Valdísi Ástu.
Ásta og Eiríkur bjuggu allan sinn búskap á Skúfslæk, en hann lést langt
fyrir aldur fram, árið 1982. Eftir það hélt hún þar áfram búskap með börnum
sínum.
Á gamlársdag 1986 gekk hún svo að eiga Sigurð Einarsson frá Austurkoti
í Hraungerðishreppi. Sigurður hafði, ásamt bróður sínum, tekið við búskap í
Austurkoti af foreldrum sínum, en flutti að Skúfslæk til Ástu og hóf þar búskap
með henni. Saman ráku þau búið til ársins 2000 er þau fluttu í Miðengi 15 á
Selfossi. Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp frá níu ára aldri Einar