Goðasteinn - 01.09.2023, Page 213
211
Goðasteinn 2023
Karl Héðinsson, sem búsettur er á Akranesi ásamt konu sinni, Auði Andreu
Ingibjargardóttur.
Eftir að Ásta og Sigurður fluttu á Selfoss starfaði hún fyrir félagsmálaþjón-
ustu Árborgar í nokkur ár og tók börn og unglinga inn á heimilið til dvalar um
lengri eða skemmri tíma allt til ársins 2016. Þegar hún var húsfreyja á Skúfslæk
sá hún að hún gæti drýgt tekjur búsins með því að taka í fóstur börn og unglinga
sem þurftu á hjálp að halda. Hún átti því þátt í að mörg börn gátu búið við ör-
yggi og aðhald á heimili, einmitt þegar þau þurftu mest á því að halda. Ásta var
stofnandi og lengi formaður félags Vistforeldra í sveitum og sat á Búnaðarþingi
nokkrum sinnum, sem fulltrúi félagsins.
Ásta var að upplagi afar félagslynd kona og mikill dugnaðarforkur hvar sem
hún kom að málum. Hún var lengi meðhjálpari við Villingaholtskirkju og í
sóknarnefnd til fjölda ára. Á kveðjustundu skulu henni fluttar innilegar þakkir
safnaðarins og presta hans fyrir hennar óeigingjörnu störf fyrir kirkjuna frá
upphafi.
Hún var einnig formaður og gjaldkeri kvenfélags Villingaholtshrepps til
margra ára, formaður húsnefndar Þjórsárvers og einnig tók hún af krafti þátt
í starfi hestamannafélagsins Sleipnis. Var varaformaður félagsins um árabil og
sat í fjölmörgum nefndum á vegum þess í gegnum árin.
Í nóvember 1982, þegar Ásta hafði misst fyrri eiginmann sinn, var hún að-
eins 43ja ára gömul sem þykir ekki hár aldur í dag. Hún vissi að sú ákvörð-
un hennar að halda áfram búskap á Skúfslæk myndi vissulega reyna á krafta
hennar. Ásta var samt þannig gerð að uppgjöf var aldrei kostur í stöðunni. Með
áræðni og þrautseigju hélt hún búskapnum áfram þrátt fyrir úrtöluraddir. Þegar
börnin rifjuðu þessa tíma upp á dögunum er engum blöðum um það að fletta
að þetta hefði ekki gengið eins vel hefðu sveitungar, vinir og frændfólk ekki
hjálpað henni jafn mikið og raunin varð.
Svo varð það auðvitað til hjálpar að Ásta var fylgin sér og framsýn. Dreif sig
með hinum bændunum á fjall og eignaðist fjallkónginn sjálfan að góðum vini.
Ekki leið á löngu þar til hann tók að venja komur sínar að Skúfslæk og vinskap-
ur þeirra síðar innsiglaður í hjónabandi, eins og áður hefur komið fram.
Það lýsir Ástu vel að þegar hún tók bílpróf ók hún sjálf á Willys-jeppanum
í SyðstuMörk að Markarfljótsbrú og yfir hana í átt að prófdómaranum sem
þar beið. Hún þurfti ekki að fara í reynsluakstur í prófinu heldur fékk prófið
þarna á staðnum, enda fyrir löngu búin að læra að stjórna bifreið. Þegar kom
að matseld og húsmóðurstörfum var Ásta sérstök dugnaðarkona. Hún var ann-
áluð fyrir góðan mat og leið þá best við pottana þegar flestir voru í fæði og
hávaðinn mestur á heimilinu, sannkallaður „hamfarakokkur,“ sögðu börnin.