Goðasteinn - 01.09.2023, Page 217
215
Goðasteinn 2023
Árið 1963 kom ung kona sem vinnukona til frænda síns að Bala. Þar var á
ferðinni Magnea Ingibjörg Gestsdóttir. Þau felldu hugi saman og ári síðar hóf
Guðjón búskap ásamt verðandi eiginkonu sinni. Fyrst í félagsbúi með foreldr-
um hans og bróður, með kýr, kindur, hesta og í kartöflurækt. Þegar látið var af
kúabúskap sneri hann sér alfarið að kartöfluræktinni, sem varð hans ævistarf. Í
ár (2022) hefði verið 70. haustið hans í kartöfluupptekt en eins og gefur að skilja
þá hefur mikið breyst á þessum árum. Vinnan farið frá því að taka allt upp með
höndum til þeirrar tækni og véla sem nútíminn býður upp á.
Þau Guðjón og Magnea hófu ung sambúð og gengu í hjónaband á gaml-
ársdag árið 1978. Magnea var fædd 3. maí 1947, hún lést á liðnu ári, þann 12.
febrúar 2021. Hún var dóttir Gests Jónssonar og Esterar Árnadóttur. Blessuð sé
minning hennar.
Búskapurinn var þungamiðjan í lífi ungu hjónanna og þá tóku börnin fljót-
lega að líta dagsins ljós en þau urðu fjögur að tölu. Gestur, Pálína Kristín,
Berglind Ester og Guðni Þór.
Guðjón var einkar handlaginn bæði á járn og tré og í öllum viðgerðum á
vélum; það lék allt í höndum hans. Hann kom að smíði margra húsa í sveitinni,
hann var greiðvikinn og hjálpsamur við sveitunga og sagði oft ef eitthvað bját-
aði á: „Ef aðrir geta þetta hlýt ég að geta það líka.“ Hann var útsjónarsamur
og lausnamiðaður, iðinn og duglegur. Góður bóndi og í minningu barnanna
sívinnandi. Hann vann ötullega að framgangi sveitarinnar og lagði mikið á sig
við að koma kartöfluverksmiðjunni á laggirnar og sat þar í stjórn í mörg ár. Þá
sat hann einnig í hreppsnefnd í mörg ár og beitti sér m.a. fyrir því að láta setja
minnisvarða um stíflun Djúpóss sem var ákaflega merkilegt framtak. Það dylst
engum sem kynnir sér framtakið og lýsir vel samvinnu og stórhug sveitung-
anna.
Guðjón var einstaklega félagslyndur og mannblendinn. Hann átti gott með
að spjalla við fólk, var vinmargur og mikið leitað til hans. Hann var einn af
stofnendum Lionsklúbbsins Skyggnis og hlaut æðstu viðurkenningu Lions-
hreyfingarinnar. Hann hafði gaman af því að ferðast og var víðlesinn, kunni
mikið af ljóðum og vísum. Hann var fróður um sína sveit og stundum var leitað
til hans um leiðsögn um sveitina. Hann naut þess að vera í traktornum og yrkja
sitt land, þá sérstaklega við upptekt, að sjá ávexti erfiðisins koma upp úr mold-
inni. Sjálfur var hann nægjusamur og nýtinn, vildi helst ekki henda neinu, þá
vildi hann hafa allt sitt á hreinu og skulda ekki neinum neitt.
Guðjón var barngóður og stríðinn, þótti ákaflega gaman að gantast við
barnabörnin og leggja fyrir þau þrautir og gátur. Það var honum og Magneu
mikil gæfa og gleði þegar Guðni og Lilja ákváðu að setjast að í Þykkvabænum