Goðasteinn - 01.09.2023, Side 223
221
Goðasteinn 2023
vini, enda var hún ræktarsöm og trygglynd í eðli sínu. Hún mat mikils samband
sitt við kæra bernsku- og æskuvini, bæði austan úr Landeyjum og vestan úr
Grundarfirði, samstarfskonur af vinnustöðum og skólasystur frá Varmalandi,
og lagði sitt af mörkum til að viðhalda og efla þau góðu tengsl. Síðustu tíu
árin var Helga í dagdvöl á Hrafnistu í Hafnarfirði og átti þar gefandi stundir
við ýmsa nýta iðju, svo sem sundleikfimi, líkamsrækt og handavinnu, og var
þakklát fyrir umönnun starfsfólksins þar, alúð þess og hjartahlýju.
Helga lést á Vífilsstaðaspítala 13. október 2022, níræð að aldri. Hún var
jarðsungin frá Fossvogskirkju 28. október og hvílir í Fossvogskirkjugarði.
Sigurður Jónsson
prestur í Áskirkju, Reykjavík
Inga Magnúsdóttir
f. 15.5.1942 – d. 3.12.2022
Inga hét fullu nafni Guðrún Ingunn Magnúsdóttir og
var fædd 15. maí 1942. Hún var elst 11 systkina sinna
en þau eru: Gísli, Bjarney Guðrún (Eyja), Erla, Eybjörg
Ásta, Magnús Hafliði, Eyrún, Einar Steindór, drengur
er lést í frumbernsku, Guðni Örvar og Ingi.
Hún var á fyrsta ári þegar hún kom til kjörforeldra sinna, hjónanna Magn-
úsar Andréssonar og Hafliðínu Hafliðadóttur sem þá bjuggu og stýrðu búi í
Gunnarshólma við Suðurlandsveg, en fluttu að Króktúni í Landsveit árið 1948
og þar ólst hún upp ásamt Eyju hálfsystur sinni sem bættist í fjölskylduna þegar
hún var fjögurra ára.
Inga átti góð æskuár. Það var mikill samgangur milli nágrannabæjanna og
samheldni milli bæði fullorðinna og barna. Hún hlaut fræðslu og menntun sem
þá tíðaðist og veturinn 1964-5 fór hún í húsmæðraskólann að Laugarvatni og
þar mynduðust kynni við aðrar námsmeyjar sem entust ævilangt og hún naut
samverunnar þegar þær hittust æ síðan. Hún hleypti ung heimdraganum til að
sjá fyrir sér, og vann við ýmis störf í gegnum tíðina. Hún fór m.a. á vertíð