Goðasteinn - 01.09.2023, Síða 231
229
Goðasteinn 2023
Jóna Lilja Marteinsdóttir
f. 20.9. 1931 – d. 27.4. 2022
Jóna Lilja fæddist að Herríðarhóli í Ásahreppi 20. sept-
ember 1931 en ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hennar
voru hjónin Halldóra Sæunn Salóme Jónsdóttir og Mar-
teinn Stefánsson.
Hún var elst fimm barna þeirra sem auk hennar eru
Steinar, Salgerður Sveina, Stefanía Sigríður og andvana fæddur drengur. Hálf-
systur samfeðra eru Jónína og Sigríður.
Hún fór ung í Húsmæðraskólann að Laugarvatni sem reyndist henni hollur
skóli. Þar lærði hún margt sem að góðum notum kom síðar í lífinu.
Leiðir hennar og eiginmanns hennar, Ásgeirs Ósmanns Valdemarssonar,
kenndur við Ægisíðu á Vatnsnesi, lágu saman og gengu þau í hjónaband árið
1955. Hann var fæddur 28. júní 1926 og lést 20. maí 1989. Þau eignuðust börnin
sín fjögur, elst er :
1) Halldóra f. 1954, gift Roari Aagestad, og börnin hennar eru Atli, Helena
og Aníta.
2) Hjördís Björk f. 1957, fyrri maður hennar er Pétur Þorvaldsson, þau skildu.
Seinni maður hennar var Ingólfur H. Þorláksson sem lést 2019. Börn Hjördísar
eru: Ásgeir Bergmann, Baldur Már og Lilja Salóme.
3) Erna Hrönn f. 1962. Maður hennar er Víglundur Kristjánsson og börnin
þeirra eru Esra Ósmann og Írena.
4) Valdemar f. 1965. Kona hans er Hallfríður Ósk Óladóttir og börn þeirra
eru Ásgeir Ósmann, Óli Jónas og Sandra Ósk. Langömmubörnin eru 22.
Jóna og Ásgeir bjuggu í Hvammi í Landsveit á árunum 19551963 en fluttu
þá í Holtsmúla og bjuggu þar til 1989 þegar Ásgeir andaðist. Þá keypti Jóna sér
hús á Hólavangi á Hellu og bjó þar uns hún flutti að Ási í Hveragerði.
Þau hjón tókust saman á við það sem lífið bauð þeim upp á og stóðu hlið við
hlið og lifðu fyrir hvort annað og börnin sín og síðar barnabörnin og tengda-
börnin þegar þau bættust við fjölskylduna. Já, hún hlúði að öllu sínu og var
húsmóðir fram í fingurgóma og fagurkeri.
Það var ekki bara mannfólkinu sem hún hlúði að, heldur fengu skepnurnar
hennar líka að njóta umhyggju hennar, hvort sem það voru blaut og köld lömb
á sauðburði eða kýr með júgurbólgu. Og þá má líka nefna rjúpuna og maríuerl-
una sem vöppuðu um fyrir framan eldhúsgluggann hennar.
Hún var listhneigð og mikil hannyrðakona, sneið, saumaði og prjónaði á