Goðasteinn - 01.09.2023, Page 235
233
Goðasteinn 2023
Karin Jónsdóttir
f. 24.7. 1933 – d. 24.11. 2022
Útför frá Oddakirkju 07.12.2022
Karin var fædd 24. júlí árið 1933 í Laugatungu við
Engjaveg í Reykjavík, þar sem nú er Grasagarðurinn
í Reykjavík. Foreldrar hennar voru þau Jón Björnsson
málarameistari og Greta Björnsson, sem var fædd Agnes Margareta Erdmann,
en hún var fædd í Svíþjóð og þar lágu leiðir þeirra Jóns og Gretu saman þegar
hann stundaði nám þar í landi. Það var gæfa okkar Íslendinga að Jón skyldi
kynnast henni Gretu, sem málaði ásamt honum margar kirkjur á Íslandi, þar á
meðal Oddakirkju. Sat Karin ófáar stundir með foreldrum sínum á kirkjubekkj-
unum þegar þau kölluðu fram listaverkin á veggi þeirra.
Karin ólst upp í 5 systkina hópi í Reykjavík þar sem hún stundaði nám í
menntaskóla ásamt tónlistarnámi og söng í kór. Tónlistin var henni hugleikin
enda var hún alin upp við tónlist og söng frá unga aldri, mikil tónlist var alltaf á
hennar æskuheimili. Hún ferðaðist með foreldrum sínum út um allt land þegar
þau voru að mála kirkjur og það var ekki eingöngu á kirkjubekkjunum sem hún
sat og sá listaverkin verða til heldur sat hún og oft hjá móður sinni þegar hún
var að mála málverk hér og þar.
Á Hallormsstað undi hún sér vel í skógrækt innan um tré og plöntur, en þar
var hún tvö sumur enda ekki undarlegt að henni sem alin var upp við gróðurinn
í Laugardalnum liði vel úti í náttúrunni innan um tré og plöntur.
Hún var ung að árum þegar hún fór í sveit að Vindási á Rangárvöllum,
og kynntist hún þar manninum sínum, honum Jóni Þorvarðarsyni bónda sem
bjó þar með móður sinni, Sólveigu Jónsdóttur. Karin og Jón gengu í heilagt
hjónaband í nóvember árið 1951 og börnin þeirra eru fjögur, þau Margrét, Jón,
Sólveig og Þorvarður. Ömmubörnin hennar urðu 11 og langömmubörnin eru
orðin 7.
Það var nóg að gera á Vindási og þar var oft þröngt á þingi, enda mikið um
vinnufólk eins og algengt var hér áður og fyrr í sveitum landsins. Karin sinnti
jafnt úti- sem inniverkum og á yngri árum brá hún sér stundum á hestbak með
manni sínum. Hún starfaði lengi í kvenfélaginu Unni og hún hafði einstaklega
fallega rithönd, og var um nokkurra ára skeið ritari kvenfélagsins.
Eftir að Jón maður hennar lést í janúar árið 2004 bjó Karin áfram á Vind-
ási en það var svo í byrjun desember árið 2005 sem hún flutti á Dvalarheimilið