Goðasteinn - 01.09.2023, Blaðsíða 238
236
Goðasteinn 2023
Ræktunarstörfin tóku við af listinni hjá Göggu, sköpunargáttin hennar sem
hún hafði haldið aftur af blómstraði í skógrækt og garðyrkju.
Gagga var mikill umhverfis og náttúruverndarsinni. Hún barðist oft á
tíðum gegn straumnum og var óhrædd við að feta ótroðnar brautir. Hún var
herstöðvarandstæðingur og fór í Keflavíkurgöngur. Hún var á móti virkjunum
þegar slík andstaða þótti ekkert sérstaklega móðins. Hún vildi halda landinu
hreinu og tíndi upp rusl löngu áður en fólk fór að „plokka“. Hún bar hag
alþýðunnar fyrir brjósti og fannst rétt að berjast fyrir þá sem minna máttu sín.
Hún var kommúnisti, Alþýðubandalagskona og studdi sinn mann, Steingrím í
Vinstri grænum. Hún var góðhjörtuð og vildi öllum vel, bæði fólki og náttúru.
Hún var sannkallaður frumkvöðull á sviði skógræktar sem átti hug hennar
allan ásamt náttúruvernd í sinni víðustu mynd. Hún var í stjórn Skógræktarfélags
Rangæinga og starfaði í fjölmörg ár sem sjálfboðaliði fyrir félagið. Skógurinn í
Bolholti var henni kær og sinnti hún gróðursetningu þar allt til ársins 2016.
Það var í gegnum skógræktarstörfin sem Klara kynnist Friðgeiri Jónssyni
og saman flytja þau til Húsavíkur 1992. Skógrækt var þeirra sameiginlega
áhuga mál, en þess utan nýttu þau tímann til að ferðast, jafnt innan sem
utan lands. Á Húsavík starfaði Klara með unglingunum í vinnuskólanum og
þau hændust að henni. Mörg þeirra urðu heimagangar á heimili hennar enda
tók hún öllum vel. Eftir að Friðgeir lést árið 1996 flutti hún svo aftur heim að
Kaldbak.
Ömmuhlutverkið var Göggu kært og hún fór vel með það. Barnabörnin voru
henni náin, þær Klara, Tinna og Ösp, og eiga þær margar góðar minningar um
ömmu sína sem gaf þeim góðan tíma með sér. Nú hafði hún allan heimsins tíma
til að dedúa við barnabörnin og svo langömmubörnin meðal heilsan leyfði.
Já, langömmubörnin sem eru orðin hvorki meira né minna en sjö talsins, þau
Óðinn, Freyja, Frosti, Viðar Freyr, Helga Björk, Úlfur og Kári. Hún hafði unun
af því að lesa og las mikið fyrir barnabörnin og gaf börnunum gjarnan bækur
svo allir ættu nú nóg til að glugga í. Enda er svolítið dólegt að lesa.
Það var svo fyrir 11 árum sem Klara greinist með Alzheimer-sjúkdóm.
Síðustu fimm árin dvaldi hún á Lundi og veit ég að fjölskyldan kann því fólki
sem annaðist hana þar miklar þakkir. En það er ekki endaspretturinn sem máli
skiptir heldur hlaupið sjálft. Og Klara átti magnað lífshlaup. Yljið ykkur við
minningarnar. Skrúfið upp í viðtækjunum þegar þið heyrið í Álftagerðisbræðrum
eða Páli Rósinkrans þenja raddböndin og dillið ykkur og syngið með. Og
munið.
Bæring Jón Breiðfjörð Guðmundsson