Goðasteinn - 01.09.2023, Síða 239
237
Goðasteinn 2023
Kristín Sigurjónsdóttir
f. 31.12. 1934 – d. 23.6. 2022
Kristín Sigurjónsdóttir fæddist á Búðarhóli í Austur-
Landeyjum klukkan 5 – eins og hún sagði sjálf, þann
31. desember 1934. Foreldrar hennar voru hjónin Mar-
grét Fríða Jósefsdóttir frá Sveðjustöðum í Miðfirði og
Sigurjón Einarsson frá Krossi í Austur-Landeyjum.
Stína, eins og hún var alltaf kölluð, var fimmta í röð sjö systkina. Látnir eru
Aðalsteinn, sem var hálfbróðir hennar samfeðra, og þeir Friðrik, þá óskírður
drengur, og Eiríkur Ingvi Sigurjónssynir. Í dag kveðja systur sína þau Einar
Birgir og Heiðrún Gréta.
Á Búðarhóli ólst Stína upp og hafði systir hennar á orði að hún hafi öll verið
í skepnunum og tekið þátt í bústörfum frá unga aldri. Aldrei lék hún sér með
dúkkur, hennar leikföng voru leggir og skeljar. Hún var afar feimin sem barn en
í henni bjó engu að síður grallari sem fékk meira vægi eftir því sem árin liðu.
Hún gekk í skóla í Miðey og fékk einnig heimakennslu. Er hún var á 18. ald-
ursári tók fjölskyldan skipið frá Stokkseyri og fluttist til Vestmannaeyja. Bjó
hún þá með foreldrum sínum á Sólheimum, en þau höfðu tekið með sér eitthvað
af skepnum og voru með kindur í litlum skúr sem var áfastur Sólheimum – en
alltaf saknaði Stína sveitarinnar.
Eftir komuna til Eyja fór hún að vinna í fiski og notaði hún reiðhjólið sitt til
þess að fara í og úr vinnu. Ekki voru margir sem áttu slíkan kostagrip og bauð
hún krökkunum að prófa hjólið gegn vægri greiðslu, eða 25 aurum.
Á þessum árum fór ungur maður úr Landeyjum að venja komur sínar á Sól-
heima. Þar var á ferðinni Jón Einarsson frá Tjörnum, sem var á vertíð í Eyjum.
Jón var fæddur 1. mars 1930, sonur Kristbjargar Guðmundsdóttur frá Stokks-
eyri og Einars Jónssonar frá Seljalandsseli. Jón lést 10. apríl 2016, blessuð sé
minning hans.
Þau Jón og Stína felldu hugi saman og ekki leið á löngu uns frumburðurinn
leit dagsins ljós og þau fluttu í leiguíbúð í Steinholti, í eigu Einars Birgis bróður
Stínu.
Þau gengu í hjónaband 16. júlí 1961 og börn þeirra hjóna urðu 6. Sigmar,
Einar, Harpa, Grettir, Jón Valur og Eiríkur Ingvi.
Afkomendur eru hinn myndarlegasti hópur og fylgdist Stína af áhuga með
þeim öllum og var stolt af þeim.
Þau Stína og Jón bjuggu í Steinholti í Vestmannaeyjum fram til ársins 1962