Goðasteinn - 01.09.2023, Síða 245
243
Goðasteinn 2023
Runólfur Haraldsson
f. 26.10. 1941 – d. 28.5. 2022
Runólfur, ævinlega kallaður Rúnar, fæddist þann 26.
október 1941. Foreldrar hans voru hjónin Haraldur Hall-
dórsson bóndi á Efri-Rauðalæk og kona hans, Ólafía
Sigurþórsdóttir. Hann var næstelstur fimm barna þeirra
hjóna, eldri var Sigrún, yngri þau Valur, Halldór og
Helgi. Og á Efri-Rauðalæk ólst hann upp við ástríki og holla heimilishætti.
Hann naut menntunar og uppfræðslu síns tíma, farskóli sveitarinnar var þá á
Skammbeinsstöðum, síðan lá leiðin einn vetur að Hólmi sem er rétt við Kirkju-
bæjarklaustur þar sem ætlunin var að læra trésmíði, en fór þannig að hann varð
í staðinn vetrarmaður þar. Hann vann að búinu með foreldrum sínum þar til
hún varð á vegi hans, lífsförunautur þaðan í frá og eiginkona, Elsie Júníusdóttir
f. 5. ágúst 1945, og í hjónaband gengu þau 2. nóvember 1964.
Dætur þeirra eru þrjár: 1) Sigríður f. 1966, maður hennar er Valgeir Harð-
arson, börn þeirra tvö eru Brynja og Kári. 2) Valgerður Lára f. 1969. Dætur
hennar og Kristins Sigurmundssonar eru Elsie og Rúna, stjúpsynir hennar tveir
eru Gunnþór og Jóhannes.
3) Ólafía Ósk f. 1975, maður hennar er Þórir Bjartmar Harðarson. Börn Ólaf-
íu eru Runólfur Georg, Ragna og Júníus.
Rúnar og Elsie bjuggu fyrstu árin í Reykjavík og síðan á Hellu, þar til að
þau keyptu jörðina Syðri-Rauðalæk árið 1967 og bjuggu þar til árins 2000 með
blandaðan búskap, kýr og fé og hross þar til þau létu kýrnar 1973. Aldamótaár-
ið létu þau af búskap og fluttu að Birkivöllum 28 á Selfossi þar sem heimili
þeirra stóð æ síðan.
Hann var bóndi af lífi og sál og byggði upp bæði jörð og húsakost á Syðri
Rauðalæk. Mikill eljumaður og um leið og hann sinnti býli sínu vann hann
jafnframt hjá Jóa Bjarna, aðallega á vinnuvélum í fjölbreyttum verkum og síðar
á vélaverkstæðinu hjá Suðurverki, jafnhagur á timbur og járn og vélar allar. Í
ofanálag bættust einnig við alls kyns viðgerðir fyrir bændur. Og um tíma var
hann líka sæðingamaður.
Hann var verkhagur hið besta, lagni hans við brugðið, lipurð og vinnusemi.
Sem starfsmaður bæði N1 og Húsasmiðjunnar, eftir að þau hjón fluttu á Selfoss,
var hann réttur maður á réttum stað.
Hann var hlýr og lífsglaður maður og margt til lista lagt. Hann var músík-
alskur, var í hljómsveit með þeim systkinum Jóa Bjarna og Sigrúnu og spilaði