Goðasteinn - 01.09.2023, Síða 247
245
Goðasteinn 2023
Signý Halldórsdóttir
f. 15.9. 1932 – d. 28.5. 2022
Signý Halldórsdóttir fæddist 15. september 1932 á
Reyni í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar
hennar voru hjónin Katrín Sigurðardóttir húsfreyja frá
Ey í Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu, og Hall-
dór Jóhannes Sölvason kennari og skólastjóri frá Gafli
í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu. Þau hjón voru búsett á Reyni á árunum
1930 til 1934 er þau fluttu úr Mýrdalnum út í Fljótshlíð þegar Signý var á öðru
ári, og ólst hún upp í skólahúsinu þar í sveit. Signý var í miðið í hópi fimm dætra
þeirra. Systur hennar voru Ingiríður, Þórhildur, Sigrún, og Oddný Dóra, og lifir
Sigrún ein eftir. Þær voru allar kennarar að mennt.
Signý var mjög hænd að föður sínum sem barn og fór snemma að fylgja
honum í fjárhúsin. Þar átti hún hópi vina að mæta sem voru blessaðar kind-
urnar sem henni þótti afar vænt um, ekki síst hrútinn sem nefndur var í höfuðið
á henni og hét Signýjus. Nöfn kindanna og ættartölu þeirra hafði hún á hreinu
strax sem barn, og kom þar fram sem víðar frábær athyglisgáfa hennar og gott
minni.
Skyldunámið stundaði Signý undir handarjaðri föður síns í Fljótshlíðarskóla,
og hlíðin fagra átti alltaf sérstakan sess í huga hennar. Í fyllingu tímans fór hún
til náms í Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík, skömmu áður en foreldrar
hennar fluttust einnig suður, en Halldór faðir hennar gerðist þá kennari við
Laugarnesskóla. Hann lést 1971, 73ja ára að aldri, og Katrín, móðir Signýjar,
féll frá 91 árs árið 1998.
Signýju veittist skólanám auðveld iðja. Hún stóð sig með ágætum í námi, og í
íslensku stóð hún sérlega vel að vígi. Tækifæri til skólagöngu og menntunar var
henni hjartans mál, og hún mat mikils að eiga þess sjálf kost. Signý lauk kenn-
araprófi frá Kennaraskóla Íslands tvítug að aldri árið 1952, í hópi 30 nemenda
sem héldu vináttu og tryggð æ síðan.
Sigrún hóf kennslu við Barnaskóla Kópavogs strax að námi loknu 1952 og
kenndi svo alla sína starfsævi til 67 ára aldurs, lengst við Langholtsskóla og
síðar við Árbæjarskóla. Starfssystur hennar þar bundust vináttuböndum til ævi-
loka og kölluðu sig Árynjurnar. Signý var umhyggjusamur kennari, þolinmóð
og natin við nemendur sína, sem hún kom öllum til nokkurs þroska.
Signý giftist Hrafni Einarssyni 15. janúar 1955. Foreldrar hans voru hjónin
Jóhanna Hallgrímsdóttir, húsfreyja, og Einar Guðmundsson, stórkaupmaður.