Goðasteinn - 01.09.2023, Side 248
246
Goðasteinn 2023
Signý og Hrafn áttu lengst af heima í Álfheimum 14, í raðhúsi sem þau reistu í
félagi við fleiri kennara úr Langholtsskóla. Þau fluttust síðar að Vesturbrún 12
og áttu þar heima til æviloka. Börn þeirra eru fjögur. Elst er Katrín, kennari,
f. 1957, gift Einari Malmberg. Synir hennar og stjúpsynir Einars eru Snorri
og Einar Hrafn Jónssynir. Snorri býr með Huldu Katrínu Stefánsdóttur og eru
börn þeirra Jón Ingvar og Nanna Katrín. Í miðið eru tvíburasysturnar Sigrún og
Sólveig, fæddar 1964. Sigrún er lífefnafræðingur, gift Sigtryggi Baldurssyni.
Dætur þeirra eru Una, gift Andra Leo Lemarquis, og börn þeirra eru Tristan
Emil og Elea Mía, – og Eyrún. Sólveig er aðstoðarskólastjóri. Synir hennar
eru Konráð og Hákon Bragasynir. Kona Konráðs er Ásgerður Heimisdóttir, og
dóttir þeirra er Móa. Kona Hákonar er Alexandra Mjöll Young. Yngstur barna
Signýjar og Hrafns er Halldór Sölvi, f. 1969. Börn hans eru Signý Hlín, Sölvi
og Arnór. Signý Hlín er gift Ólafi Þór Árnasyni og eru börn þeirra Elís Hrafn,
Malen Lóa og Bjartey Kría.
Signý var kærleiksrík móðir barna sinna og umvafði þau því besta sem hún
átti og kunni, lagði þeim á hjarta bænir og aðrar perlur kristindómsins og hvatti
þau til mennta og manndóms í lífinu. Hún var umhyggjusöm ættmóðir fjöl-
skyldu sinnar og lagði mikið upp úr samstöðu síns fólks, lagði sitt af mörkum
til að treysta fjölskylduböndin, og kallaði hópinn sinn oft saman þar sem vel
var hugsað um að hver og einn fengi sitt. Signý var áhugasöm um afkomendur
sína alla, fylgdist vel með viðfangsefnum þeirra í lífi og starfi og var stolt af sínu
fólki. Hún var örlát á sjálfa sig, skemmtileg í samræðum, afar fróð um flesta
hluti, vel lesin, jafnt á skáldsögur eldri og yngri höfunda sem þjóðlegan fróð-
leik, og víða heima. Hún var myndarleg í öllum verkum sínum og hafði mikla
ánægju af hannyrðum, einkum prjónaskap sem hún stundaði alla tíð.
Signý var bráðgreind kona, stálminnug á stórt og smátt og mátti fletta upp
í henni ef rifja þurfti upp afmælisdaga eða glöggva sig á öðrum mikilvægum
dagsetningum. Hún hafði góða yfirsýn yfir viðburðina í fjölskyldunni og vissi
upp á hár hvaða barn hafði fengið hvaða gjöf frá hverjum, svo þar skeikaði
engu. Enda þótt ævistarf Signýjar fælist m.a. í því að vera stöðugt innan um
fólk, þá var hún í eðli sínu mikil prívatmanneskja, og félagslega nægjusöm,
og samfélag hennar við systur sínar og sína nánustu fjölskyldu var henni öðru
mikilvægara.
Þau Signý og Hrafn ferðuðust mikið með fjölskylduna meðan börnin voru
ung og smá, og oft í hópi stórfjölskyldunnar einnig. Þau leituðu gjarnan uppi
fáfarnar slóðir og slógu þar upp tjaldi sínu, og í þeim ferðum urðu til ótal
ógleymanlegar og dýrmætar fjölskylduminningar. Ekki vék kennarinn úr Sig-
nýju á þeim ferðum, því átthagafræði og örnefni hafði hún á reiðum höndum