Goðasteinn - 01.09.2023, Blaðsíða 250
248
Goðasteinn 2023
Sigríður Guðmunda Einarsdóttir
f. 2.12. 1933 – d. 6.2. 2022
Sigríður Guðmunda Einarsdóttir, eins og hún hét fullu
nafni, eða Silla, eins og hún var jafnan nefnd, fædd-
ist að Ytri-Sólheimum í Mýrdal, 2. desember 1933 og
var yngsta barn hjónanna Ólafar Einarsdóttur og Einars
Einarssonar, sem þar bjuggu. Hún er næstsíðust barna
þeirra til að kveðja, en áður eru látin systkini hennar sem í fæðingarröð voru
þessi: Kristjana Geirlaug, Maríus Guðni, Þorbergur Einar og Þorsteinn. Systur
sína lifir Sigurjón Einar, eða Nonni, eins og hann er nefndur, búsettur í Mos-
fellsbæ.
Silla ólst upp hjá foreldrum sínum á Ytri-Sólheimum og þurfti snemma að
taka til höndum við heimilishald og búrekstur eins og þá var alsiða. Hún lauk
barnaskólaprófi í Mýrdalnum og starfaði í uppvexti sínum við ýmislegt sem til
féll í sveitinni.
Hún hleypti heimdraganum þegar hún hafði aldur til og starfaði í mötuneyti
Skógaskóla um skeið. Þá vann hún um tíma á Múlakaffi í Reykjavík, var eina
vertíð í Vestmannaeyjum og starfaði svo hjá sælgætisgerðinni Nóa í Reykjavík,
einn vetur. Meðan verið var að reisa brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi starfaði
hún sem matráðskona hjá brúarvinnuflokknum sem þar var við störf. Á sjötta
áratug síðustu aldar gerðist hún svo aðstoðarkona hjá systur sinni og mági,
Kristjönu og Adolf í Önundarhorni undir Austur-Eyjafjöllum, og var þar meira
eða minna til heimilis í hátt á annan áratug.
Frá því um 1988 var hún ráðskona hjá Jóni Sigurjónssyni í Efri-Holtum undir
Vestur-Eyjafjöllum. Fór svo þaðan nokkurn tíma sem vinnukona að Varmahlíð
og hélt eftir það ævilangri tryggð við það heimili. Síðan fór hún svo aftur að
Efri-Holtum þar sem hún átti lögheimili til ársins 2018, en Jón lést í febrúar það
ár.
Silla var ógift og barnlaus, en tengdist börnum ættingja og vina órjúfandi
böndum. Ekki hvað síst systkinabörnum sínum, en raunar öllum börnum, því
hún var alla tíð barngóð. Þau héldu öll upp á hana, en auðvitað tengdist hún best
frændsystkinum sínum frá Önundarhorni, þar sem hún bjó svo lengi. Hún eign-
aðist trúnað barna og unglinga, lenti oft á eintali um innstu málin og hélt trúnað
um það sem henni var trúað fyrir. Alltaf bjó hún yfir ráðum, sem stundum var
raunar svolítið erfitt að ráða í hvernig hún hefði aflað sér, sem breytti ekki því
að tengslin við hana urðu sterk. Hún var minnug og fróð, fylgdist vel með ætt-