Goðasteinn - 01.09.2023, Qupperneq 252
250
Goðasteinn 2023
Sigríður Karólína Jónsdóttir
f. 25.2. 1925 – d. 20.9. 2022
Sigríður Karólína Jónsdóttir, eins og hún hét fullu nafni,
fæddist 25. febrúar 1925, á Mið-Grund undir Vestur-
Eyjafjöllum, dóttir hjónanna Þorgerðar Hróbjartsdóttur
og Jóns Eyjólfssonar sem þar bjuggu. Hún var sú yngsta
af fjórum börnum þeirra hjóna, en eldri voru hálfbróðir
hennar, Jón Guðmann Bjarnason, og alsystkinin Jóhanna Bjarnheiður og Hró-
bjartur. Sigríður er sú síðasta þeirra sem kveður.
Sigríður Karólína, eða Sigga eins og hún var gjarnan nefnd, ólst upp hér í
þessu dásamlega umhverfi undir Eyjafjöllunum, en þurfti eins og aðrir jafn-
aldrar hennar að hjálpa til á heimili sínu frá bernsku, jafnt innan sem utan dyra,
því búskapurinn var þrotlaus vinna. Hún sótti barnaskóla í þrjá vetur og sú
menntun var látin duga fyrir lífið.
Svo sem algengt var á þessum árum fór hún að vinna utan heimilisins þegar
hún kom á unglingsár. Átján ára fór hún til Reykjavíkur og vann þar m.a. við
þjónustu á veitingastað og fiskvinnu á Kirkjusandi.
Um tvítugt kynntist hún ungum manni sem var ári eldri en hún, Guðmundi
Jóni Árnasyni, sem fæddist í Ólafsvík og hafði síðar flutt með foreldrum sínum
til Ísafjarðar. Hann var þá að vinna við símvirkjun í Reykjavík og víðar. Góð
vinátta tókst með unga fólkinu og hófu þau sambúð 1945 í Kópavogi. Þau gengu
í hjónaband í Reykjavík, 8. júní 1952. Saman varð þeim sjö barna auðið og lifa
sex þeirra. Elst er Þorgerður Jóna, búsett á Ásólfsskála, gift Viðari Bjarnasyni
og eiga þau fjögur börn, 16 barnabörn og 12 barnabarnabörn. Næst var Kristín
Áslaug sem fæddist 1947, en lést ársgömul úr heilahimnubólgu. Þriðja er nafna
hennar, Kristín Áslaug, búsett í Tjarnarbyggð í Árborg, gift Diðriki Ísleifssyni
og eiga þau þrjú börn, 9 barnabörn og 5 barnabarnabörn. Fjórða er Bára, búsett
á Selfossi, gift Lárusi E. Hjaltested. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur á
lífi. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 3. Næstir eru tvíburarnir, Jóhann
Bergmann og Róbert Bragi. Jóhann er búsettur í Hveragerði, giftur Thongmat
Nonth-akhamajan og eiga þau tvö börn og 2 barnabörn. Róbert Bragi býr í
Tjarnarbyggð í Árborg og á fjögur börn, þar af þrjú á lífi. Hann á 7 afabörn og 2
langafabörn.Yngst er svo Guðbjörg, búsett í Kópavogi. Vinur hennar er Halldór
Valdemarsson. Hún á þrjú börn, 6 ömmubörn og 1 langömmubarn.
Að auki ólst upp á heimilinu systursonur Siggu, Hróbjartur Jón Guðlaugs-
son, sem býr í Reykjavík. Hann á eitt barn og 2 afabörn.