Goðasteinn - 01.09.2023, Page 256
254
Goðasteinn 2023
Sigurður Óskarsson
f. 13.6. 1938 – d. 4.7. 2022
Útför frá Þykkvabæjarkirkju 13.07.2022
Sigurður var fæddur hinn 13. júní árið 1938 og var nýorð-
inn 84 ára þegar hann lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi
hinn 4. júlí 2022, en þar hafði hann dvalið undanfarin
ár eftir að heilsu hann fór hratt hrakandi. Þar hlaut hann
ljúfa og góða umönnun, rétt eins og hann var sjálfur, svo ljúfur og góður, og vill
fjölskyldan hans koma á framfæri þakklæti fyrir umhyggju allra á Lundi.
Sigurður var einn af 12 börnum hjónanna Lovísu Ingvarsdóttur og Óskars
Sigurþórs Ólafssonar sem bjuggu að Hellishólum í Fljótshlíð. Tíu af börnum
þeirra komust til fullorðinsára.
Diddi óx upp í þessum stóra systkinahópi og tókst á við lífið og tilveruna, þá
sem alltaf, af æðruleysi og ró.
Diddi ólst upp við hin hefðbundnu sveitastörf þess tíma og eins og algengt
var, fór hann á vertíð, m.a. til Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, þegar hann
hafði aldur til.
Um tvítugsaldurinn fór hann að vinna hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Hann
vann hin ýmsu störf hjá Kaupfélaginu en þó lengst af sem bílstjóri. Hann var
mikill bílaáhugamaður og smíðaði hann m.a. fjölda yfirbygginga eða hús á bíla
en Diddi var hagleiksmaður á allt sem við kom smíðum. Hann lagfærði bíla,
bæði sína eigin og annarra, og hann var með eindæmum bóngóður ef fólk leit-
aði til hans. Síðar fór hann að vinna hjá Landgræðslunni og hann vann þar allt
þar til að hann lét af störfum sökum aldurs.
Það var hjá Kaupfélaginu Þór sem hann kynntist henni Sigrúnu sinni. Sig-
rún var dóttir þeirra Önnu Guðmundu Markúsdóttur, sem fæddist í Hákoti í
Þykkvabænum, og Ólafs Guðjónssonar og bjuggu þau í Vesturholtum.
Sigrún var samt ekki ein á ferð þegar hún hóf störf hjá Kaupfélaginu því hún
átti hana Önnu sína sem var innan við eins árs þegar þau Diddi fóru að draga
sig saman og hann gekk henni í föðurstað.
Diddi og Sigrún gengu í heilagt hjónaband hinn 23. september árið 1961 og
það sama ár fæddist Lovísa dóttir þeirra og 14 árum síðar fæddist hann Ólafur
Freyr.
Barnabörnin eru 11 talsins og langafa og langömmubörnin fimm.
Diddi og Sigrún hófu búskap sinn í kjallaranum á hinni svokölluðu Guðjóns-