Goðasteinn - 01.09.2023, Page 259
257
Goðasteinn 2023
Hún hafði mikla gleði af blómum, nostraði við þau og hlúði að svo þau
blómstruðu og þroskuðust í kringum hana.
Líf hennar allt endurspeglaðist í mildi hennar gagnvart öðrum, hún tók þarf-
ir annarra alltaf fram fyrir sínar, og það var ekki til hégómi í hennar fari. Hún
lifði einföldu lífi og var ekki fyrir breytingar, vildi hafa allt í föstum skorðum.
Hún var góð í gegn, kunni gjörsamlega að skilja hismið frá kjarnanum og var
algjörlega ósnortin af tísku og tíðaranda. Hún helgaði líf sitt fólkinu sínu, for-
eldrum sínum og eftir að faðir hennar lést, móður sinni, syni sínum og síðar
eiginmanni.
Um árabil hafði Sólveig átt við heilsubrest að stríða og síðan 2010 dvaldi hún
á hjúkrunarheimilinu Lundi. Þar andaðist hún þann 3. des. 2022.
Útför hennar fór fram frá Árbæjarkirkju og jarðsett í Árbæjarkirkjugarði
22. des. 2022.
Halldóra J. Þorvarðardóttir
Steinunn Guðný Sveinsdóttir
frá Kastalabrekku
f. 17.6. 1931 – d. 1.7. 2022
Steinunn Guðný Sveinsdóttir fæddist í Þykkvabæj-
arklaustri í Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu 17. maí
1931. Foreldrar hennar voru hjónin Hildur Jónsdóttir
ljósmóðir í Álftaveri og Sveinn Jónsson bóndi. Stein-
unn var yngst sjö systkina, og lifði þau öll. Þau voru, auk hennar, í aldursröð
talin: Sigríður Sóley, Signý, Jörundur, Sigurður, Jón, og Einar Sverrir Magnús.
Sveinn, faðir Steinunnar, lést á 80. aldursári á Þorláksmessu 1959, en Hildur
móðir hennar varð níræð og dó 13. júlí 1981.
Steinunn ólst upp hjá foreldrum sínum að Þykkvabæjarklaustri og flutti með
þeim 14 ára gömul að Skeggjastöðum í Mosfellssveit þar sem þau höfðu ráðið
sig í ráðsmennsku. Hún lauk barnaskólanámi frá Brúarlandsskóla þar í sveit
og vann eftir það á saumastofu í Reykjavík þar til hún festi ráð sitt og stofnaði
fjölskyldu.
Steinunn giftist 3. desember 1949 Sigurði Jónssyni frá Norðurhjáleigu í