Goðasteinn - 01.09.2023, Page 263
261
Goðasteinn 2023
Sæmundur Jónsson,
Reiðholti
f. 25.10. 1948 – d.16.12. 2022
Sæmundur var fæddur 25. október 1948. Foreldrar hans
voru hjónin Jón Árnason og kona hans Svava Þuríður
Árnadóttir í Bala í Þykkvabæ. Hann var elstur sjö barna
þeirra hjóna en fyrir átti Jón eina dóttur, Guðrúnu Láru.
Alsystkin hans eru: Árni, Margrét, Ragnheiður, Elín, Andri og Pálmi.
Sæmundur ólst upp í Bala í öruggu vari foreldra og í systkinahópnum stóra
og samheldna. Alltaf var nóg að gera því foreldrar hans voru með hefðbundinn
sveitabúskap en hlutur kartöfluræktarinnar varð mestur með tímanum, eins og
gerðist í Þykkvabænum, og þörf fyrir allar hendur, bæði ungra sem aldinna.
Hann gekk í barnaskólann í Þykkvabæ. En fór ungur að heiman til að sjá sér
farboða því strax eftir ferminguna hleypti hann heimdraganum og fór suður
með sjó og var þar á vertíðum nokkur misseri. Þá hélt hann norður í land og
vann við að leggja raflínur. Hann kom síðan aftur austur 1967 og hóf nám í
bifvélavirkjun í Iðnskólanum á Selfossi og vann með námi á bílaverkstæðinu á
Rauðalæk.
Á þessum árum lágu leiðir þeirra saman Sæmundar og eiginkonu hans, Þór-
unnar Ragnarsdóttur, f. 17. júlí 1945, frá Meiri-Tungu. Þau gengu í hjónaband 8.
október 1967 og þaðan í frá gengu þau saman lífsbrautina hlið við hlið.
Dætur þeirra tvær eru: 1) Sigríður Þórdís f. 1968, maður hennar er Arnar
Fahning Lúðvíksson og börn þeirra þrjú eru Oddný Ragna Fahning, Sæmund-
ur Friðrik Fahning og Arndís Fjóla Fahning. Fyrir átti Arnar dótturina Birnu
Fahning. 2) Þórunn Svava f. 1970. Dóttir hennar er Þórunn Dís. Langafabörnin
eru tvö.
Sæmundur var hlýr og nærgætinn heimilisfaður, umhyggjusamur og lét sér
annt um dætur sínar sem nutu föðurkærleika hans í ríkum mæli. Og hann fylgd-
ist vel með öllu sem var að gerast í lífi þeirra, sem og afabarnanna allra, sem
eiga dýrmætar minningar um afa sinn og sakna hans sárt. Alltaf stóð Þórunn
við hlið hans.
Á þessum árum var hann með vörubílaútgerð og vegna þeirra starfa Sæ-
mundar bjó fjölskyldan víða, í Reykjavík, í Borgarnesi, á Selfossi og Lækja-
braut 14 á Rauðalæk. Eins átti hann og rak um tíma rútu með Árna bróður sín-
um. Meðan hann var með vörubílaútgerðina kom hann víða við. Hann starfaði