Goðasteinn - 01.09.2023, Page 265
263
Goðasteinn 2023
Þorsteinn Sigfússon
f. 13.2. 1938 – d. 17.6. 2022
Þorsteinn Sigfússon fæddist 13. febrúar 1938 á Grýtu-
bakka í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. For-
eldrar hans voru hjónin Sigfús Hermann Bjarnason
bóndi frá Svalbarði á Svalbarðsströnd, og Jóhanna
Erlendsdóttir húsfreyja sem fædd var í Blöndudalshól-
um en alin upp á Hnausum í Vatnsdal í Austur-Húna-
vatnssýslu. Elstur barna þeirra hjóna var uppeldissonur þeirra, Jóhann Haukur
Jóhannsson, og að auki fæddust þeim sex börn, og var Þorsteinn næstyngst-
ur þeirra. Þau voru, auk hans, í aldursröð talin: Sigurbjörg, Bjarni, Kristján,
Helga og Kolbrún, og af þeim eru eftirlifandi systurnar Sigurbjörg og Kolbrún.
Sigfús, faðir Þorsteins, féll frá 82ja ára gamall í júlímánuði 1979, og Jóhanna,
móðir hans lést mánuði síðar, 74ra ára.
Á Grýtubakka var umsvifamikið stórbýli þegar Þorsteinn fæddist, en þar
bjó faðir hans ásamt tveimur bræðrum sínum, svo þríbýlt var á bænum. Sigfús,
faðir hans, hafði á sínum tíma sótt nám í smíðaskólanum á Hólmi í Landbroti í
Vestur-Skaftafellssýslu, og farið þangað fótgangandi sunnan úr Reykjavík. Þar
hafði hann m.a. lært að beisla fallorku bæjarlækjarins, en verkkunnátta á því
sviði var nokkuð almenn austur í Skaftafellssýslu í þá daga. Bæjarlækurinn á
Grýtubakka hafði því verið virkjaður og rafmagn komið á bæinn löngu áður
en Þorsteinn fæddist, svo nútíminn gekk þar að nokkru leyti í garð talsvert fyrr
en almennt tíðkaðist. Þorsteinn vandist því við ýmsar nýjungar á tæknisviðinu
frá blautu barnsbeini, og var alla ævi nýjungagjarn og áhugasamur um marg-
vísleg tæki og tól. Nokkuð þröngt var um þrjá bændur á Grýtubakka, og því
var það, að foreldrar Þorsteins fluttust með fjölskyldu sína þaðan að Breiðavaði
í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu vorið 1949, þegar Þorsteinn var 11 ára, og
ólst hann þar upp síðan. Leið ekki á löngu þar til bæjarlækurinn á Breiðavaði
hafði verið virkjaður líka, svo það varð ekki lengi rafmagnslaust í kringum
Þorstein. Þess er minnst að hann hafi skipt um ljósaperu á bæ einum, þar sem
rafmagnið var nýkomið og heimilisfólk ekki búið að tileinka sér umgengnina
við hina nýju tækni. Gömul kona á bænum hreifst svo af tilburðum hans að upp
frá því kallaði hún hann Edison!
Þorsteinn vandist ungur við bústörfin í sveitinni, og lærði ýmis verk og hand-
tök af föður sínum sem var afar handlaginn maður, svo Þorsteinn átti ekki langt