Goðasteinn - 01.09.2023, Qupperneq 266
264
Goðasteinn 2023
að sækja verklagni sína og útsjónarsemi við öll verk. Hann hóf skólagöngu sína
í barnaskólanum á Grenivík, og í Langadalnum gekk hann í farskóla sveitarinn-
ar. Einn vetur var hann vetrarmaður hjá foreldrum sínum áður en hann hélt
suður og lærði ketil- og plötusmíði í Landsmiðjunni í Reykjavík. Vann hann í
kjölfarið í nokkur ár við að setja upp katla í síldarbræðslum og fiskimjölsverk-
smiðjum víða um land. Ekki var þetta þó óskastarf Þorsteins, því hugur hans
beindist meira að hinum lifandi, mannlegu þáttum tilverunnar heldur en stein-
dauðu stálinu í kötlunum. Því söðlaði hann um og fór í Lögregluskóla ríkisins
snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Að loknu námi þar hóf hann störf hjá
lögreglunni í Reykjavík þar sem hann vann í 17 ár, þar af í fimm ár sem aðstoð-
arvarðstjóri. Meðfram starfi lögregluþjóns vann Þorsteinn ýmis störf í frístund-
um sínum, var kranastjóri hjá Bjarna bróður sínum, ók steypubíl hjá BM Vallá
og rak efnalaug uppi í Árbæ. Hann tók við starfi forstöðumanns Vistheimilis-
ins í Gunnarsholti 1982, sem rekið var á vegum geðdeildar Landspítalans, og
gegndi því starfi í tvo áratugi, til 2002.
Þorsteinn átti miklu barnaláni að fagna og eignaðist fríðan hóp afkomenda,
auk stjúptengdra barna og barnabarna. Elsti sonur hans og fyrrum sambýlis-
konu hans, Huldu Erlingsdóttur, er Erlingur Davíðsson, fæddur 1958. Hann er
kvæntur Billie Janine Davíðsson. Börn Erlings eru Elín Margrét og Hafþór
Brynjar, og barnabörnin eru tvö. Næstelstur barna Þorsteins er Valgeir Matt-
hías Valgeirsson, fæddur 1962. Móðir hans er Hrafnhildur Valgeirsdóttir. Val-
geir er kvæntur Birnu Sigfúsdóttur. Börn þeirra eru Hrafnkatla, Anna Sigríður
og Böðvar, og barnabörnin eru fimm.
Þorsteinn kvæntist Huldu Sóleyju Petersen 1967. Foreldrar hennar voru
hjónin Lauritz Petersen og Guðný Guðjónsdóttir. Börn Þorsteins og Huldu eru
fjögur. Elst þeirra er Linda, fædd 1961. Hún er gift Ómari Sigurðssyni. Son-
ur Lindu og Sigurðar Þórs Kristjánssonar er Steinar Freyr, kvæntur Irmu Rán
Heiðarsdóttur. Saman eiga þau Ómar þrjú börn; tvíburana Huldu Sóleyju og
Daníel Jón, og Dagnýju Sif. Sambýliskona Daníels Jóns er Una Brá Jónsdóttir.
Barnabörnin eru fjögur. Rafn er næstelstur barna Þorsteins og Huldu, fæddur
1963. Hann er kvæntur Elísabetu Katrínu Jósefsdóttur, og börn þeirra eru Rafn
Þór, unnusta hans er Jenny Eriksson, og Stefanía. Maður hennar var Brynjar
Gunnarsson, sem lést 2021. Barnabörnin eru tvö. Næstyngstur er Þór, fæddur
1969. Eiginkona hans er Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, og dóttir þeirra er Saga.
Yngst er Guðný, fædd 1973. Sambýlismaður hennar er Páll Liljar Guðmunds-
son. Guðný var áður gift Svani Pálssyni, sem lést 2016. Sonur þeirra er Þor-
steinn, og fyrir átti Guðný tvö börn, Rúnar Stein Gunnarsson, sem er kvæntur