Goðasteinn - 01.09.2023, Side 267
265
Goðasteinn 2023
Jóhönnu Svanhvíti Hauksdóttur, og Kolbrúnu Maríu Einarsdóttur. Stjúpsonur
hennar, sonur Svans, er Frosti Páll. Börn Páls Liljars eru Sölvi, Lára og Laufey,
og barnabörnin eru þrjú. Þorsteinn og Hulda skildu.
Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Helga Garðarsdóttir frá Staðarhóli í Öng-
ulsstaðahreppi í Eyjafirði, dóttir hjónanna Garðars Sigurgeirssonar og Kristínar
Guðlaugar Sigurðardóttur. Þorsteinn og Helga giftust 1993 og voru búsett á
Kornbrekku á Rangárvöllum til 1999, en fluttust þá til Reykjavíkur. Settust þau
fyrst að í Glaðheimunum, en fluttust svo að Sléttuvegi 11.
Börn Helgu af fyrra hjónabandi eru Guðlaugur, Sigrún, Helga Vala og Alda
Þöll Viktorsbörn. Guðlaugur er kvæntur Elsu Maríu Guðmundsdóttur. Börn
hans og fyrri konu hans, Eddu Jónu Gylfadóttur, eru Viktor Örn, Gylfi Bragi og
Agnes Edda, og börn Elsu Maríu eru Hildur Þórbjörg, Kári og Róbert. Barna-
börnin eru þrjú. Sigrún er gift Njáli Eiðssyni. Börn þeirra eru Einar, Kristrún
og Vaka, og dóttir Njáls og H. Nönnu Jónasdóttur er Lísa. Barnabörnin eru sjö.
Helga Vala býr með Fredrik Bergström. Börn hennar eru Helga Rún og Harpa,
og barnabörnin eru þrjú. Alda Þöll er gift Halldóri Brynjólfi Daðasyni. Börn
þeirra eru Dagmar Þöll, Hildimar Daði og Elmar Ágúst.
Eftir að Þorsteinn og Helga fluttu suður starfaði hann í nokkur ár á bygg-
ingadeild Landspítalans í Reykjavík, uns hann lét lokið starfsævi sinni.
Þorsteinn var mikill fjölskyldumaður og unni heitt sínum stóra hópi. Hann
hafði einstaka lund, var hlýr maður í fasi, eins og öllum var kunnugt sem hon-
um kynntust, brosmildur og góðgjarn, og hafi hann einhvern tíma verið óþol-
inmóður eða snöggur upp á lagið við börnin sín, unglingana, mildaðist hann
mjög með árunum, svo engum duldist sú ást og hlýja sem hann bar til fjöl-
skyldu sinnar. Hann var húslegur mjög heima fyrir og mikill matmaður, snyrti-
legur og skipulagður og hafði alla hluti í röð og reglu. Hjálpsemin var Þorsteini
í blóð borin, og hann var jafnan fyrstur til ef einhver þurfti einhvers við, ávallt
boðinn og búinn að aðstoða og liðsinna, hvort sem í hlut áttu börnin hans eða
barnabörn, stjúpbörn hans eða systkini.
Frá unga aldri hafði Þorsteinn mikinn áhuga á ferðalögum, og sem ung-
ur maður átti hann Dodge Vípon (Weapon), sem svo voru kallaðir, amerískan
fjallatrukk sem fátt stóð í vegi fyrir, og fór hann víða á honum. Systkini hans
voru gædd sama ferðaáhuga, og þau ferðuðust mikið saman í tjaldútilegum á
sumrin fyrr á árum, og voru svo samtaka í þeim ferðum að þau áttu jafnvel öll
eins bíla, með einni undantekningu! Var vart sá staður á landinu sem Þorsteinn
hafði ekki komið á, og hann ferðaðist einnig mikið erlendis, bæði austan hafs
og vestan.