Goðasteinn - 01.09.2023, Page 269
267
Goðasteinn 2023
Þuríður Antonsdóttir
f. 18.4. 1938 – d. 9.4. 2022
Þuríður var fædd 18. apríl 1938 í Vestri-Tungu í Vestur-
Landeyjum. Foreldrar hennar voru hjónin Anton Krist-
inn Einarsson frá Vestri-Tungu og Vigdís Sigurðardóttir
frá Háarima í Þykkvabæ. Þuríður, eða Þura eins og hún
var jafnan kölluð, bjó fyrstu ár ævinnar hjá föðurafa og
-ömmu sinni en þegar hún var þriggja ára gömul hófu
foreldrar hennar búskap á Skeggjastöðum. Systkini
Þuríðar: Elín Anna, Guðjón (látinn), andvana fæddur drengur og Guðfinna
Sigríður.
Á Skeggjastöðum ólst hún upp og var samband þeirra Þuru og Vigdísar
móður hennar einlægt og gott og einkenndist alla tíð af gagnkvæmri virðingu
og elskusemi. Þegar hún var 10 ára gömul fór hún í farskóla í Þykkvabænum og
fengu þær systur, Elín og Þura, inni hjá frænku sinni í Unhól. Voru þessi ár
Þuru afar minnisstæð.
Á sumrin tók hún til hendi heima við, vann við sveitastörfin og þá vakti
sauðburðurinn alltaf með henni tilhlökkun. Á veturna var hún við ýmis störf er
hún hafði aldur til. 17 ára gömul vann hún í matsölu á Hvolsveginum á Hvols-
velli við uppvask og ýmiss konar aðstoð í eldhúsi og sal. Þá lagði hún leið sína
til Reykjavíkur þar sem hún dvaldi hjá frændfólki á Seltjarnarnesi og starfaði
næstu vetur við ýmis störf, í kjörbúð á Nesinu, í sælgætisgerð og í ullarvinnslu
í Mosfellsbæ.
Árið 1960 lágu leiðir þeirra Þuru og Guðjóns Sigurjónssonar saman. Hann
var bóndasonur, hafði nýverið tekið við búi með móður sinni Ingileif eftir lát
föður síns. Þau Þura og Gaui giftust heima í stofu á Grímsstöðum 17. júní 1961.
Þau tóku við búinu og rúmlega ári síðar fæddist þeim fyrsta dóttirin.
Alls urðu dæturnar 6: Vigdís, Sigrún, Birna, Ingileif, Svanhildur og Anna
Kristín. Þegar Guðjón var að því spurður hvað honum fyndist um það að eiga
bara stelpur þá svaraði hann að bragði að það væri mikið lífslán að eiga dætur
sem gengu bæði í úti- og inniverkin.
Mikil uppbygging átti sér stað á Grímsstöðum á búskaparárum þeirra hjóna,
öll útihús voru byggð upp og búið stækkaði. Þá upplifði Þura hraða framþróun
í tækni sem hafði umbreytandi áhrif á störfin í sveitinni. Sjálf tók hún virkan
þátt í útistörfunum þó að hún hafi alfarið séð um innistörfin, eins og þá tíðk-
aðist. Hún var góður bóndi, mikill dýravinur og hlúði vel að. Snyrtimennskan