Goðasteinn - 01.09.2023, Page 270
268
Goðasteinn 2023
var höfð í fyrirrúmi og hlutu þau hjónin verðlaun fyrir snyrtilegt býli. Allt
bakkelsi var heimabakað í þá daga, í vikulok var gjarnan bakstursdagur og þá
voru fötin heimasaumuð, handtökin óteljandi fyrir jólin þegar jólafötin á dæt-
urnar voru saumuð og nostrað var við smákökurnar.
Þegar litið er um öxl er erfitt fyrir nútímakonuna að skilja hvernig Þura
komst yfir það allt sem á herðum hennar hvíldi enda voru vinnudagarnir oft
langir hjá henni. En hún hafði þetta til að bera: Hún var vinnusöm, sérlega
vandvirk og ósérhlífin. Töluðu dæturnar oft um það á seinni árum hvernig þær
höfðu vart við henni í verkefnunum – aldrei var slegið slöku við. Hún vandaði
til verksins, var mjög myndarleg í höndunum. Hún elskaði að handleika prjón-
ana og voru þær ófáar peysurnar, sokkarnir og vettlingarnir sem allir í fjöl-
skyldunni nutu góðs af. Ekki var mikið um frítöku hjá þeim hjónum en þó
minnast dæturnar þess er þau tóku sér vikufrí árið 1978 og fóru þá hringferð
um landið.
Þura og Gaui voru bændur á Grímsstöðum allt til ársins 1999 er þau fluttu á
Hvolsvöll en Guðjón lést árið 2001. Þura var sátt að hætta búskap er dóttir henn-
ar tók við búinu en vildi gjarnan leysa af og vera til staðar. Í sauðburði tók hún
næturvaktir og hafði ánægju af.
Hún tók bílprófið seint en það kom sér vel og þá naut hún þess að fara út á
vinnumarkaðinn og vera innan um skemmtilega vinnufélaga. Þá lét hún ekki
sitt eftir liggja þegar kom að starfi í þágu samfélagsins og var virkur félagi í
kvenfélaginu Bergþóru.
Eftir að Guðjón lést fór Þura að ferðast erlendis, hennar fyrsta ferð var til
Færeyja en þá var stefnan gjarnan tekin á suðrænar slóðir.
Þura var dugleg að drífa sig í göngutúr, fara í sund og leikfimi og hitta fólk.
Hún fór langt á þrjóskunni og var að upplagi hraust kona. Hún var létt í lund og
elskaði góða tónlist, þó helst til of sparsöm og nísk á sjálfa sig að mati dætra
sinna og lét hún fólkið sitt ætíð ganga fyrir í einu og öllu.
Árið 2019 fluttu þær mæðgur, Þura og Sigrún, saman í lítið hús gegnt
Kirkjuhvoli. Þura lagði upp úr því að vera til staðar fyrir fólkið sitt og sýndi
þeim ríkulega umhyggju í verki. Þegar barnabörnin voru að því spurð hvað
kæmi upp í hugann þegar þau hugsuðu til ömmu sinnar nefndu þau sokka,
peysur, kleinur, flatkökur og það hvernig hún passaði upp á þau öll. Hún kenndi
þeim að prjóna og var samgangur mikill og samtalið við ömmu dýrætt og gott.
Hún var órjúfanlegur hluti af lífi þeirra og tilveru, bakaði fyrir afmælin þeirra
og prjónaði á þau peysur. Þau eru þakklát fyrir að hafa átt svo góða ömmu og
bið ég góðan Guð að blessa það allt sem á huga ástvina leitar og í hjarta býr.
Séra Sigríður Kristín Helgadóttir