Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 15

Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 15
Mun halda mig við Active JOINTS í framtíðinni Ég vil bara vera sprækur Guðrún Sigríður JakobsdóttirEinar Bárðarson Active JOINTS frá Eylíf fæst í öllum apótekum, Hagkaup, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Krónunni, Nettó. Allar nánari upplýsingar eru á eylif.is og bjóðum við upp á fría sendingu með Dropp ef keypt er fyrir 7.000 kr. eða meira. Fæðubótarefni kemur ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki ætlað börnum eða barnshafandi konum. Ekki er ráðlagt að taka meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Geymist þar sem börn ná ekki til. Úr hreinum íslenskum hráefnum Vörulínan Eylíf býður upp á fimm vörur, Active JOINTS, Stronger BONES, Smoother SKIN & HAIR, Happier GUTS og Stronger LIVER, allt vörur sem hafa reynst fólki vel. Vörurnar eru unnar úr hreinum, íslenskum hráefnum, engum aukefnum er bætt við. Framleiðslan er á Grenivík með GMP gæðastaðli. „Vinsælasta varan er Active JOINTS sem inniheldur fjögur íslensk næringarefni og margra ára rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif þeirra,“ segir Ólöf Rún Tryggvadóttir, stofnandi Eylíf. Hrein íslensk gæðahráefni, framleitt á Grenivík www.eylif.is Active JOINTS frá Eylíf hefur reynst mér vel bæði fyrir liðina og sjónina Guðrún Sigríður Jakobsdóttir kynntist Active JOINTS frá Eylíf fyrir fjórum árum og mælir sérstaklega með því fyrir þá sem finna fyrir óþægindum í liðum. Sjálf var hún með stöðuga verki í hnjám sem komu í veg fyrir daglega hreyfingu. Eftir að Guðrún byrjaði að taka Active JOINTS fór líðan hennar að breytast til betri vegar og hún segist ekki finna lengur fyrir óþægindum í liðum. „Mér leið ekki bara betur í hnjánum heldur hafði Active JOINTS, svo ótrúlegt sem það hljómar, einnig áhrif á sjónina. Ég var að bíða eftir augasteinaskiptum þar sem að ský hafði myn- dast á augasteinana. Svo merkilegt sem það er þá hvarf skýið og sjónin batnaði til muna eftir að ég byrjaði að taka Active JOINTS. Ég á enga aðra skýringu en að það sé fæðubótarefninu að þakka,“ segir Guðrún og bætir því við að hún hafi ekki lengur þörf fyrir augasteinaskipti og fari því ekki í aðgerðina. Góð áhrif á margan hátt „Það má segja að ég finni fyrir alls konar líkamlegum áhrifum eftir að ég byrjaði að taka Active JOINTS og mun því halda því áfram. Til dæmis hefur það mjög góð áhrif á húðina, mér finnst ég ekki eins viðkvæm fyrir sólinni og fæ fallegan lit. Active JOINTS fylgir mér þess vegna í sólarferðir,“ segir hún og bætir við að hún hafi líka prófað Stronger BONES með góðum árangri. Mér var upphaflega bent á að prófa Active JOINTS til að minnka þessi óþægindi sem ég var með í hnjánum. Það var full ástæða fyrir mig til að prófa og varð undran- di hversu fljótt ég fann mun á mér til hins betra. Ef ég hætti að taka Active JOINTS í smá tíma finn ég strax áhrif til verri vegar,“ útskýrir Guðrún. Hún segist stundum hafa farið í fjallgöngur en eftir að hún fór að finna fyrir verkjum í hnjánum hætti hún þeim. „Ég myndi treysta mér til að fara núna. Hef farið í góða göngutúra um Elliðaárdalinn án þess að finna til.“ Mælir með Active JOINTS frá Eylíf Guðrún segir að það sé góður kostur að Active JOINTS sé unnið úr hreinum íslen- skum náttúruefnum. „Ég hef verið dugleg að benda vinum mínum og ættingjum á Active JOINTS og margir hafa prófað með góðum árangri. Bróðir minn sem er afar gagnrýninn er til dæmis mjög jákvæður í garð Active JOINTS.“ Guðrún er komin á eftirlaunaaldur en hún starfaði sem bókari hjá hva- laskoðunarfyrirtækinu Special Tours. Eiginmaðurinn er í golfi en Guðrún er í félagss- kap sem nefnist Business Professional Women, hún var gjaldkeri Evrópusam- takanna og hafa ferðalög fylgt því starfi. Guðrún nýtur þess að vera þátttakandi í samtökunum og hefur meiri tíma en áður til að vera virkur félagi. Guðrún segist mæla með Active JOINTS frá Eylíf af heilum hug fyrir alla þá sem finna fyrir einhvers konar liðóþægindum. „Ég get ekki annað en mælt með þessari vöru þar sem hún hefur gert mér gott,“ segir hún. Eftir að ég byrjaði aftur að taka inn Active JOINTS þá tók það aðeins rúmlega viku þar til ég fór að finna aftur stóran mun á mér. Ég mun alveg pottþétt halda mér við Active JOINTS í framtíðinni. Einar Bárðarson var farinn að finna fyrir verkjum í hnjám við áreynslu, til dæmis þegar hann gekk upp tröppur. Hann segir að Active JOINTS hafi hjálpað sér frá fyrsta degi og hann hafi því mikla trú á virkni þess. „Fyrir um einu og hálfu ári las ég grein þar sem Hartmann reiðhjólamaður mælti með Active JOINTS frá Eylíf sem bætiefni fyrir liðina. Ég ákvað að prófa og fann mjög fljótt mikinn mun þannig að ég gæti að því að taka það inn daglega. Ef ég var kærulaus og gleymdi að taka Active JOINTS í nokkra daga fann ég mun á mér til verri vegar og passa því að sleppa ekki degi úr,“ útskýrir Einar. „Ég fann fyrir sting undir hnéskelinni í tröppum og þegar ég reyndi á mig. Þetta er ekkert alvarlegt en ef maður finnur til veigrar maður sér við að gera ýmislegt sem annars er auðvelt. Ég vil vera sprækur eins og ég á að mér að vera,“ segir hann en Einar er þekktur fyrir að koma ýmsu í verk og er athafnasamur. Skiptir máli að varan sé íslensk Einar segir að vissulega skipti það miklu máli að varan sé að öllu leyti íslensk. „Ég treysti íslenskum náttúruvörum vel og finnst óþarfi að flækja hlutina ef það er hægt að fá góða vöru sem er framleidd hér heima,“ segir hann. Eftir þá góðu reynslu sem hann hafði af Active JOINTS ákvað hann að prófa líka Happier GUTS frá Eylíf sem er sérhönnuð íslensk vara gerð til að styrkja meltingar- kerfið. „Það var sama með Happier GUTS, ég fann fljótt bætta líðan. Betri melting sem skilar sér í allar áttir í kroppnum. Þannig að ég hef tekið Happier GUTS nánast óslitið síðan ég kynntist vörunni. Ég get mælt með Active JOINTS og Happier GUTS frá Eylíf þar sem þær vörur hafa reynst mér vel,“ segir hann. Einar er önnum kafinn maður með ýmislegt á prjónunum. Til dæmis heldur hann úti vinsælum hlaðvarpsþáttum, Einmitt, sem hafa verið í loftinu frá árinu 2022. „Ég nýt þess að eiga samtöl við fólk sem ég hef mætur á og vil jafnvel kynnast betur, ekki er verra að geta síðan deilt því áfram og framleitt þætti sem fólk hefur gaman af að hlusta á. Það er bara frábært,“ segir hann. „Viðtökurnar hafa farið fram úr öllum væntingum og mér hefur þótt rosalega vænt um það.“ Hengill Ultra Trail hlaupakeppnin Fram undan er landsmót utanvegahlaupara sem nefnist Hengill Ultra Trail en Eylíf er einmitt styrktaraðili hlaupsins. „Ég kom inn í þetta verkefni árið 2017 en á stuttum tíma hefur það sprungið út þrátt fyrir Covid og alls kyns uppákomur. Keppendur í ár verða um það bil 1.500, bæði innlendir og erlendir, þar á meðal eru um 150 erlendir hlauparar frá þrjátíu löndum. Hveragerði mun því breytast í alþjóðlega hlaupaborg yfir helgina 7.–8. júní. Eylíf mun færa keppendum í öllum greinum sem komast á pall verðlaunagjafir,“ greinir hann frá. Einar segist vel geta mælt með Active JOINTS fyrir alla hlaupara „Ég hef heyrt ánægju með vöruna frá mörgum hlaupurum,“ segir hann. Þegar Einar er spurður hvort hann sé sjálfur duglegur að hreyfa sig, svarar hann: „Það fer nú eftir því hvern þú spyrð en líklegast er alltaf tækifæri til að gera betur.“ Hlaupum bara af stað! Og þá gerir maður einmitt það, segir Einar kátur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.