Bændablaðið - 15.08.2024, Síða 23

Bændablaðið - 15.08.2024, Síða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Nýr Fendt 500 V ario ! Gerðust áskrifandi að fréttabréfinu núna á www.fendt.com/500 – VERKIN TALA Gylfaf löt 32 ● 112 Reykjavík ● Sími 580 8200 ● www.velfang. is ● Óseyri 8 ● 603 Akureyri It‘s Fendt.   Beacause we understand Agriculture. fendt.com | Fendt is a worldwide brand of AGCO. Nýtt og byltingarkennt starfsumhverfi með FendtONE. Hornsteinninn bak við alla nýsköpun hjá Fendt er að taka eitthvað stórkostlegt og gera það betra. Nýja Fendt vinnuumhverfið býður fleiri skjái og aðgengilega stjórnrofa, með öllum þessum frábæru Fendt eiginleikum. Nýir Fendt eigendur munu samstundis upplifa sig á heimavelli. Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. september. Þetta er í annað sinn sem slík ráðstefna fer fram hér á landi. Þörungarækt er í hraðfara vexti í heiminum. Markmið Arctic Algae er að skapa aukna umræðu um þörungastarfsemi og tengja saman fólk úr geiranum til þess að kynnast og læra hvað af öðru. Á ráðstefnunni verður fjallað um hagræn- og umhverfisáhrif tengd smá- og stórþörungastarfsemi. Ræktun og fullvinnsla smáþörunga- afurða er í mikilli sókn og hér á landi hefur byggst upp þörungavinnsla á heimsvísu. Talið er að engin matvælaframleiðsla úr hafinu hafi vaxið jafnhratt á síðustu áratugum og ræktun og fullvinnsla þörunga. Arctic Algae fer fram í höfuðstöðvum Arion banka við Borgartún og er stýrt af Rækt nýsköpunarmiðstöð lagareldis með Samtökum þörungafélaga og unnin í samstarfi við evrópsku þörungasamtökin EABA. Auk ráðherra matvæla og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, innlendra aðila og framkvæmdastjóra World Wildlife Fund, taka þátt fulltrúar stærstu félaga í Færeyjum, Noregi og Bandaríkjunum í stórþörungaræktun og fullframleiðslu. /sá Þingað um þörunga Hófhirða hrossa er viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður í húsnæði Eldhesta í Ölfusi dagana 23. og 24. ágúst. Geert Cornelis er einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Mér finnst enn þá almenn þekking á járningum aðeins of lítil hér á landi samanborið við önnur lönd eins og í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er að lagast en það er mikið eftir. Sumir hlutir í kringum þetta, eins og kynbóta- og keppnisjárningar, þessi hófasöfnun sem fylgir þeim oft, er í raun ekki best fyrir dýrið eða hestvænt. Því er svo mikilvægt að segja frá og kynna fyrir fólki hvað sé gott og slæmt,“ segir Geert og bætir við að með góðri járningu sé hægt að auka endingu hjá hrossi um einhver ár. Margt liggur að baki Ráðstefnan er ekki eingöngu ætluð fagfólki eins og járningamönnum og dýralæknum heldur öllu hestafólki sem hefur áhuga á heilbrigði hrossa. „Flestir járningamenn vita hvað þeir eru að gera en tamningamenn og eigendur eru með kröfur um hvernig þeir vilja láta gera þetta og hafa oft áhrif á járningamanninn. Því er mikilvægt að auka þekkingu allra aðila. Það er svo margt á bak við þetta. Járning er ekki bara að setja fjórar skeifur undir hestinn og málið dautt, þótt sumir haldi að það sé bara nóg,“ segir Geert. Skrefalengd og röntgenmyndir Á meðal frummælenda verður Aksel Vibe, sem fjallar um notkun röntgenmynda þegar kemur að hófsnyrtingu og járningu. Jonathan Nunn og Josh Nunn munu fjalla um skrefalengd og hvernig hægt er að hafa áhrif á hana. Jeffrey Newnham mun ræða um fylliefni og Michael Weishaupt fjallar um áhrif keppnisjárninga á hreyfingu, stoðkerfi og heilbrigði hófa á íslenskum hrossum. Ráðstefnunni lýkur á verklegum hluta. /hf Vill auka þekkingu um járningar og hófhirðu Með góðri járningu er hægt að auka endingu hjá hrossi. Mynd / hf Smalahundar etja kappi Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næstkomandi. Landskeppnin verður haldin í samstarfi við deild Snata í Húnavatnssýslu. Fer keppnin fram að Ási í Vatnsdal og verður að vanda keppt í A-flokki, B-flokki og Unghundaflokki. Hefst keppni kl. 10 báða dagana. Félagið heldur jafnframt aðalfund sinn í aðdraganda helgarinnar, föstudaginn 23. ágúst, í Fellsbúð við Undirfellsrétt í Vatnsdal og hefst hann kl. 19. Smalahundafélag Íslands birtir upplýsingar um keppnina á vefnum smalahundur.123.is og á Facebook- síðu sinni. /sá Sigurvegarar landskeppni Smala- hundafélags Íslands í fyrra. Mynd / SFÍ Bændablaðið kemur næst út 29. ágúst

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.