Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 24
24 Viðtal Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Þau Karen Helga R. Steinsdóttir og Jón Helgi Sigurgeirsson voru ekkert að hika þegar til kom að jörðin Víkur á Skaga væri föl og festu sér hana við fyrsta hanagal, ef svo má að orði komast. Jörðina sátu fjögur systkini sem komin voru á aldur og sagan segir að þau hafi fyrir löngu sagt að ef hún Karen litla frá Hrauni næði sér í duglegan bónda fengi hún Víkur á sanngjarnan prís. Og það gekk eftir. Karen er fædd og uppalin á næsta bæ við Víkur, á Hrauni, sem hefur verið í hennar ætt frá því 1914 en foreldrar hennar, Merete Ruböla frá Fjóni í Danaveldi og Steinn Rögnvaldsson, tóku þar við búi af foreldrum hans, Rögnvaldi og Guðlaugu, en þau tóku við Hrauni á sínum tíma af foreldrum Rögnvaldar. Jón Helgi segist hins vegar vera hreinræktaður Fljótamaður en flutti þriggja ára með foreldrum sínum, þeim Sigurgeiri Þorsteinssyni og Birnu Sigurbjörnsdóttur, að Varmalandi í Sæmundarhlíð, þar sem lengst af var kúabú en þar er nú stunduð hrossarækt. Karen og Jón eru bæði fædd 1995 og voru því aðeins 21 árs þegar þau tóku við á Víkum árið 2016. Karen hafði þá lokið námi á Hvanneyri og Jón Helgi vélvirkjanámi en draumurinn hafði alltaf verið búskapur og engin ástæða til að hika þegar tækifærið gafst. Það dró fljótt til tíðinda hjá þeim skötuhjúum því frumburðurinn Sigursteinn Finnur kom í heiminn ári seinna og blaðakona getur staðfest að þar er á ferðinni spjallsamur og gestrisinn piltur sem ætlar sér í skóla í haust og segist vera orðinn læs. Aðspurður taldi hann ekki ástæðu til að ákveða hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór því það væri svo langt þangað til. Þegar skemman brann Þessi nýorðnu hjón voru ekkert að tvínóna við hlutina og blekið var ekki einu sinni komið á pappírana þegar þau hófu stand og skiptu um þak á fjárhúsunum, þá reyndar í samstarfi við fyrrverandi eigendur. „Þau hafa hjálpað okkur mikið og Finnur var meira eða minna með okkur í öllu fyrstu árin og ég held að þetta sé í fyrsta sinn í fyrra sem hann er ekki með okkur í sauðburði,“ segir Jón Helgi og þau eru sammála um það bæði tvö að aðstoð fyrri eigenda hafi verið ómetanleg. „Við lendum svo í því árið 2018 að skemman brann,“ segir Karen og þá finnst Sigursteini Finni ástæða til að leggja orð í belg. „Ég vakti mömmu og mamma vakti pabba,“ segir hann og man þetta svo greinilega, þrátt fyrir að vera ekki orðinn ársgamall þegar þetta áfall dynur yfir. Sem betur fer var logn þessa nótt svo aðrar byggingar voru aldrei í hættu en skemman brann til kaldra kola, upptök eldsins að öllum líkindum í dráttarvél. Nú er komin ný skemma og búið að skipta um svo til öll þök á útihúsunum enda flest komið á tíma. „Við klæddum svo framhliðina á íbúðarhúsinu sem var eftir að klæða og skiptum um hurðir og glugga,“ segir Karen. Þess má geta að rafmagn var fyrst lagt að Víkum þegar þau tóku við, fram að því var notast við ljósavél. Börn, sauðfé og hross Í Víkum eru nú um það bil 480 skjátur og hrossin telja tvo til þrjá tugi. Jörðin er stór, eða um 2.000 hektarar, og þolir stærri búsmala en húsakost þarf að bæta ef búið á að stækka. Þau hjónin hafa líka haft í ýmsu að snúast, öðru en að snuddast í fjárhúsum því börnunum hefur fjölgað. Þorsteinn Helgi fæddist 2019 og í fyrra, árið 2023, kom Jóhann Liljar í heiminn. „Það er svolítið erfitt að vera bundin yfir börnum og komast minna í úti- verkin,“ segir Karen en hún hefur þó undanfarin ár unnið á leikskólanum á Skagaströnd og þannig drýgt tekjur heimilisins. „Við stefnum á að vinna alfarið bæði við búið,“ segja þau bæði í kór. „Ég lenti óvart í sveitarstjórn árið 2018,“ segir Karen en persónukjör var viðhaft í kosningum í Skagabyggð. „Ég reyndi nú svo sem að gera það sem ég gat, en var örugglega ekki best í þessu,“ bætir hún við. Nú hafa Skagabyggð og Húnabyggð sameinast svo það eru litlar líkur á persónukjöri aftur en þau hjón eru sammála um að þeirra tíma næstu árin sé betur varið í að hlúa að börnum og búskap en pólitík. „En auðvitað vitum við að það þarf að sinna hagsmunagæslu bænda og við munum njóta afraksturs af þeirri vinnu sem aðrir eru að sinna núna og þó við ætlum ekki að taka þátt strax kemur kannski að því seinna,“segir Jón Helgi Undanfarin ár hafa þau fengið til sín starfsmenn á vegum samtakanna Work away, um er að ræða ungt fólk sem kemur alls staðar að í heiminum, búa á heimilinu og fá laun, fæði og húsnæði. „Við höfum verið mjög heppin með fólk og mörg þeirra koma aftur og aftur í heimsókn,“ segir Jón. Á réttri hillu Þessi ungu hjón eru sammála um að þau séu á réttri hillu og að gera nákvæmlega það sem þau vilja. „Þetta er kannski ekki alltaf mjög fjölskylduvænt líf og oft er þetta mikil vinna. Við höfum skroppið til Danmerkur en annars förum við ekki mikið í frí, ég er svo sérvitur og vil hafa yfirsýn yfir það sem þarf að gera og hvernig það er gert,“ segir Jón en Karen skreppur stundum í stutt frí með börnin. Á Skaga: Unga fólkið í Víkum Þorsteinn Helgi og Sigursteinn Finnur sitja fyrir á rúlluvélinni, brosmildir og í fallegum heimaprjónuðum peysum. Hér getur að líta fjölskylduna í Víkum, Jón Helgi Sigurgeirsson situr með eldri drengina, Þorstein Helga (t.v.) og Sigurstein Finn, en Karen Helga R. Steinsdóttir með litla Jóhann Liljar. Myndir / bs Það er glæsilegt heim að líta í Víkum, íbúðarhúsið er afar reisulegt og fallegt. Bryndís Sigurðardóttir bryndis@yfirlit.is Jóhann Liljar nýtur þess að ferðast um útihúsin í fangi móður sinnar en hann mun fljótlega skottast um grundir á eigin fótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.