Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 32

Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 32
32 Viðtal Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Vestur-Húnavatnssýsla: Fóru í framkvæmdir strax eftir kaup – Tvöfölduðu framleiðslugetuna og settu upp mjaltaþjón Karen og Ásgeir eru bæði úr Húnabyggð. Hún frá Blönduósi og Ásgeir frá Auðkúlu við Svínavatn. Þegar þau tóku við Litlu-Ásgeirsá var þar fjós sem rúmaði 32 kýr á básum með 175 þúsund lítra framleiðslurétti. Nokkrum vikum eftir flutningana réðst unga parið í miklar breytingar á fjósinu með það að markmiði að fjölga kúnum og auka framleiðslugetuna. Núna eru þau komin með yfir 400 þúsund lítra greiðslumark og segir Ásgeir þau heppin með að mjólkurkvótinn hafi lækkað í verði. Þau hafa bætt við sig framleiðslurétti á öllum tilboðsmörkuðum með greiðslumark frá því þau tóku við, en eru hætt í bili þar sem þau eru komin með kvóta nálægt framleiðslu- getu búsins. Alltaf viljað framleiða mjólk „Jörðin var auglýst til sölu og við keyptum hana á opnum markaði,“ segir Ásgeir, en þrátt fyrir að unga parið hafi ekki þekkt fyrri ábúendur hafi kaupin ekki verið óvinnandi vegur. „Það sem hjálpaði okkur var að við vorum búin að koma þokkalega undir okkur fótunum í búskap áður,“ segir hann. Þau voru með 120 holdakýr sem voru farnar að skila tekjum og hafa þau haldið ræktun þeirra áfram á nýjum stað. „Mig hefur alltaf langað að fara að mjólka,“ segir Ásgeir, en ungu bændurnir segjast vera mjög áhugasöm um kýr. „Mjólkurframleiðslan er nógu mikil vinna til að maður geti verið heima og reynt að lifa af því,“ segir hann, en þau þurftu bæði að vinna utan bús þegar þau voru áður eingöngu í holdanautarækt. „Við ákváðum að fara strax í að breyta í lausagöngufjós og setja upp róbót,“ segir Ásgeir. Það hafi meðal annars verið þar sem þau vildu auka framleiðsluna og hafa færi á að fjölga kúnum. Þá hafi þau ekki viljað vera bundin í mjöltum kvölds og morgna. Framkvæmdir mikið föndur Þeim tókst að fjármagna framkvæmdirnar að stórum hluta með því að selja eitt íbúðarhúsið á Litlu- Ásgeirsá. Kaupandinn var Dani sem hafði verið vinnumaður á Auðkúlu í nokkur ár og hafði áhuga á að setjast að á landinu. Þeim var mikið í mun að velja sér góðan nágranna þar sem húsið er á bæjarhlaðinu. Mikið föndur hafi fylgt breytingunum þar sem þau gátu ekki hætt að mjólka á meðan. Þau hafi þurft að reka kýrnar yfir alls konar krókaleiðir til að koma þeim í mjaltabásinn þegar búið var að brjóta upp öll gólfin í fjósinu. Í nokkur skipti hafi þurft að reka kýrnar í kringum bygginguna til að koma þeim á sinn stað eftir mjaltir. Álagið hafi verið mikið fyrstu mánuðina; „en núna gerum við ekki neitt,“ segir Ásgeir kíminn. Raunin sé hins vegar sú að nauðsynlegt er að vera stöðugt á tánum í fjósinu og nefnir Karen að mikilvægt sé að sjá vandamálin fyrir áður en þau koma upp. Fyrstu vikurnar og mánuðina hafi þau þurft að reka sig á ýmsa hluti þar sem mjólkurkýrnar eru mun viðkvæmari en holdakýrnar. Þau hafi verið óhrædd við að spyrja dýralækna og reyndari bændur ráða ásamt því að fletta upp upplýsingum á netinu. Heildarfjöldi gripa á bænum er á bilinu þrjú til fjögur hundruð ef talin eru með mjólkurkýr, holdakýr og gripir sem eru í uppeldi eða geldstöðu, þó þessi tala sé breytileg eftir árstíma. Þar af séu 60 til 80 kvígur í eldi á Auðkúlu. Þegar þau tóku við Litlu-Ásgeirsá fylgdi nokkur fjárstofn, en þau ákváðu eftir rúmt ár að einbeita sér alfarið að nautgripum og losuðu sig því við allt sauðféð. Þau hafa keypt fjögur hreinræktuð Angus naut í sameign með öðrum bændum og eru holdakýrnar að miklu leyti undan þeim. Selja ung naut á fæti „Það eru í rauninni bara kýr og kvígur á búinu,“ segir Ásgeir, en að auki við að selja nautkálfana frá mjólkurkúnum unga, ala þau holdanautin ekki til slátrunar, heldur selja þau fimm mánaða gömul til annarra bænda sem klára eldið. Holdakýrnar bera á vorin og eru kálfarnir afhentir nýjum eigendum í október eða nóvember. „Úti í hinum stóra heimi er þetta meira og minna alltaf gert svona,“ segir Ásgeir, en hann veit hins vegar ekki af nema Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Kúabændurnir Ásgeir Ósmann Valdemarsson og Karen Ósk Guðmunds- dóttir keyptu Litlu-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu í apríl 2022. Þau höfðu áður byggt upp holdanautarækt á æskuslóðum Ásgeirs í Austur-Húnavatnssýslu en gerðust að auki mjólkurframleiðendur við þessa flutninga. Ásgeir Ósmann Valdemarsson, 33 ára, og Karen Ósk Guðmundsdóttir, 31 árs. Þau hafa verið saman síðan 2018 og eiga tvö börn. Ásgeir er frá Auðkúlu við Svínavatn og Karen frá Blönduósi. Nýju bændurnir á Litlu-Ásgeirsá höfðu mikinn áhuga á að verða kúabændur með mjólkurframleiðslu. Þau keyptu jörðina árið 2022 og breyttu 32 kúa básafjósi í lausagöngufjós með mjaltaþjóni. Áður höfðu þau komið undir sig fótunum í holdanautarækt á Auðkúlu í Austur-Húnavatnssýslu, en þau fluttu holdakýrnar með sér. Myndir / ál Breytingarnar á fjósinu voru mikið föndur, en það var ekki hægt að hætta að mjólka á meðan framkvæmdirnar stóðu yfir. Nú er vinnuaðstaðan öll betri og framleiðslugetan helmingi meiri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.