Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 33
33ViðtalBændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024
5hlutir sem
Ásgeir & Karen
geta ekki verið án
1. Burðartjakkur: Það er hjálpartæki
sem er gott bæði fyrir bónda og
menn þegar burður gengur illa.
2. Avant-inn minn: „Avant er fjölnota
tæki sem á að vera til á hverjum
einasta bæ.“ Mikill rígur er á milli
þeirra sem eiga Avant eða Schäffer í
sveitinni.
3. Case-inn: „Maður er náttúrlega
ekki án traktors.“
4. Róbótinn: „Það væri glatað að eiga
ekki róbót.“
5. Tökubás: Hann er nauðsynlegur í
holdanautaræktinni.
einum öðrum stórum bónda hérlendis
sem hagar sínu nautaeldi svona.
Parið segir þetta gott viðskipta-
módel, en þau eru með þrjá fasta
kaupendur af öllum kálfum og svo
séu fleiri sem hafi áhuga en komist
ekki að. Hver kálfur sé seldur á
í kringum 190 þúsund krónur að
hausti, en Ásgeir segir að þökk sé
hækkandi verði á kjöti megi bændur
gera ráð fyrir að fá greitt 450 til 550
þúsund krónur fyrir hvern grip við
slátrun ári síðar.
„Við fórum í þetta af því að
holdakýrnar voru orðnar svolítið
margar og við vorum ekki með
húspláss fyrir þetta allt,“ segir
hann. Þetta henti þeim vel þar sem
þau hafa nægt hey og landnæði og
geti látið kýrnar vera að mestu úti
allt árið.
Upphaf þessa fyrirkomulags
megi rekja til þess að stórt fyrirtæki
auglýsti eftir að kaupa ung holdanaut
sem stóð til að ala. Ásgeir og Karen
hafi selt þeim sína kálfa í tvö ár
en hætt því þar sem erfitt var að
eiga í viðskiptum við eiganda þess
fyrirtækis. „Það er miklu auðveldara
að selja bændunum hér í kringum sig
þó þeir eigi ekki endilega mikið af
peningum en hann á nóg af þeim,“
segir Ásgeir. „Hann dró mann á
asnaeyrunum lengi. Svo á seinustu
stundu þegar maður þurfti að losna
við kálfana gat hann nefnt einhverja
tölu sem maður varð eiginlega að
sætta sig við.“
Engar veiðitekjur kostur
Ásgeir vill hvetja eldri bændur til að
leyfa unga fólkinu að komast að og
aðstoða við kynslóðaskipti sem muni
stuðla að endurnýjun fólks í sveitum.
Honum finnist sem seljendur megi
oft vera liprari, þó hann taki fram
að það eigi ekki við í þeirra tilfelli,
og nóg sé af fólki sem vilji komast
í búskap.
Karen segir þau vera heppin
með að tekjurnar af veiðiréttindum
í Víðidalsánni séu ekki mjög miklar
með þessari jörð og það hafi haldið
kaupverðinu niðri. „Það er fullt
af frábærum jörðum hérna allan
dalinn sem er búið að leggja í eyði
út af þessari laxveiðiá hérna,“ bætir
Ásgeir við.
Ásgeir og Karen tóku saman árið
2018 og hafa eignast tvö börn; Emil
Jóhann, fimm ára, og Dagbjörtu Ósk,
fjögurra ára.
Karen Ósk ásamt Dagbjörtu Ósk, fjögurra ára. Þar að auki á unga parið
soninn Emil Jóhann, fimm ára.
Ásgeir heldur mikið upp á Avant fjósavélina.
www.veldix.is - veldix@veldix.is - 547 5577
Suðurhraun 10, 210 Garðabæ - Vöruafgreiðsla: Suðurhraun 12, 210 Garðabæ
Gasalega gaman!
Fyrsta sendingin er komin
Argon
20 og 50 lítra
Argon + 18% CO2
20 og 50 lítra