Bændablaðið - 15.08.2024, Page 38

Bændablaðið - 15.08.2024, Page 38
38 Á faglegum nótum Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Á vegum GENO, norska kynbóta- fyrirtækisins, er nú starfrækt öflug rannsóknarstofa sem er sérhæfð í fósturvísaframleiðslu. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að auka erfðaframfarir NRF kúakynsins en talið er að með því að framleiða fósturvísa megi auka kynbótaframfarir kúastofnsins um að lágmarki 20% umfram hefðbundnar aðferðir! Tvær aðferðir við framleiðsluna GENO framleiðir fósturvísa með tvenns konar aðferðum. Annars vegar með hefðbundinni skolun, svokallaðri MOET (Multiple Ovulation Embryo Transfer) aðferð og hins vegar OPU (Ovum Pick Up) aðferð. Við hefðbundna MOET framleiðslu er kvígan meðhöndluð þannig að hún fær mörg egglos í einu. Hún er svo sædd og fósturvísarnir skolaðir úr leginu viku síðar. Að meðaltali fást 5–7 fósturvísar með þessari aðferð. Sömu kvígu má svo nota á ný til fósturvísaframleiðslu eftir u.þ.b. tvo mánuði. Með OPU aðferðinni eru ófrjóvguð egg sótt beint úr eggjastokkum kvígunnar með sérstakri nál sem sogar eggin út um slöngukerfi. Þessa aðferð má endurtaka með 2–3 vikna millibili yfir lengri tíma og getur gefið mun fleiri fósturvísa en MOET tæknin. Eftir að eggin hafa verið soguð upp eru þau frjóvguð á rannsóknarstofu GENO með hefðbundinni glasa- frjóvgun. Þeir fósturvísar sem verða til með þessari aðferð eru svo meðhöndlaðir með sérstökum hætti í sjö daga. Hægt er að setja upp ferska fósturvísa en hjá GENO eru þeir frystir, svo hægt sé að dreifa þeim betur um landið. Semja við ákveðin kúabú Til að tryggja að GENO nái sem bestum árangri hefur félagið samið við fjölda kúabúa víða um Noreg og með því tryggt aðgengi að nægum fjölda kúa sem getur fóstrað nautgripi framtíðarinnar fyrir GENO. Þessar kýr, sem eru þá notaðar til að setja fósturvísa upp í, eru oftar en ekki kýr sem ekki eru heppilegar til að rækta undan en eru heilbrigðar og í góðu standi og því heppilegar fyrir fósturvísana. Búin, þar sem kýrnar eru, fá þessa þjónustu ókeypis frá GENO en á móti kemur að félagið á rétt á að kaupa kálfinn þegar þar að kemur og byggir sú ástæða á arfgerfðargreiningu á kálfinum. Ef greiningin bendir til þess að um áhugaverðan kynbótagrip sé að ræða fær bóndinn fasta greiðslu fyrir kálfinn og skiptir ekki máli hvort kynið er. Ef GENO vill ekki kálfinn, heldur bóndinn honum að sjálfsögðu. Kaupa líka kvígur Hér áður fyrr vildu kynbótafyrirtæki einungis efnilega nautkálfa á stöðvar sínar en nú er þetta orðið breytt og GENO kaupir því líka inn kvígukálfa, um 130 á ári. Kvígurnar eru keyptar inn þegar þær eru 3–5 mánaða gamlar og svo eru þær nýttar í fósturvísaframleiðslu frá að jafnaði 12 mánaða aldri og í 3–5 mánuði eftir því hve margir fósturvísar eru teknir. Eftir að fósturvísaframleiðslu er lokið er kvígan sædd og þegar hún er með staðfest fang er hún seld frá GENO. Þessar kvígur bera nokkuð seinna en aðrar kvígur eða við um 30 mánaða aldurinn og fær bóndinn sem seldi GENO kvíguna rétt á að kaupa hana til baka, en ef hann vill hana ekki er hún seld annað. Hafa náð góðum árangri Þróunin á framleiðslu fósturvísa hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og er árangurinn nú orðinn nánast undraverður. Þannig er t.d. hægt að ná fósturvísum úr ungum kvígum eins og áður segir og eru gæði fósturvísanna mjög góð. Samkvæmt tölum GENO eru líkurnar á því að fá lifandi fæddan kálf í dag frá fósturvísi 50%, þ.e. kálfur fæðist af öðrum hverjum uppsettum fósturvísi! Nota kyngreiningu á sæði Undanfarin ár hefur notkun kúabúa á kyngreindu sæði GENO aukist verulega og því hefur snarfækkað fæðingum á nautkálfum í Noregi. Um leið og þetta hefur auðvitað lækkað framleiðslukostnað norskra kúabúa og eflt ræktun norska kúastofnsins þá eru færri fædd naut verra fyrir GENO sem þarf á nautum að halda fyrir sæðisframleiðsluna. Framleiðsla á fósturvísum er því leið að því marki að fá inn í ræktunarstarfið gripi sem henta. Enn fremur notar vísindafólk GENO kyngreint sæði við fósturvísaframleiðsluna, en með því er enn betur hægt að stýra því hvaða gripir fæðast og því hægt að velja með um 90% öryggi hvert kyn kálfsins verður. Fyrir vikið er enn frekar en áður hægt að fá efnileg naut fyrir sæðisframleiðslu og efnilegar kvígur fyrir hefðbundna mjólkurframleiðslu. Hvetja bændur til að kaupa fósturvísa Fósturvísaframleiðsla GENO er í dag ekki einungis til að framleiða efnilega kynbótagripi heldur ekki síður til þess að snarauka erfðaframfarirnar á kúabúum landsmanna. Þannig hvetja samtökin bændur til þess að kaupa erfðavísa og láta setja upp í slakari kýrnar enda er þetta hraðvirkasta leiðin til þess að bæta bústofninn án þess að hreinlega kaupa gripi. Það kerfi sem GENO notar er einkar áhugavert en bóndinn borgar ákveðna lágmarks upphæð fyrir fósturvísinn og uppsetningu hans og eftir að kálfurinn fæðist fær bóndinn lokareikning frá GENO eftir kyni kálfsins. Ef um nautkálf er að ræða, borgar bóndinn ákveðið lágmarksgjald enda má ætla að stefnt hafi verið að því að fá kvígukálf. Ef hins vegar um kvígukálf er að ræða þarf að borga hærra gjald, enda má ætla að kvígan muni standa öðrum framar innan fjóssins þegar fram líða stundir. 200 fósturvísar að lágmarki Uppsetning fósturvísa krefst töluverðrar æfingar og er GENO í samstarfi við útvalda dýralækna og frjótækna, sem sjá um að setja upp fósturvísana. Rannsóknir GENO sýna að til þess að geta náð góðum árangri við að setja upp fósturvísa þarf dýralæknirinn eða frjótæknirinn að setja upp að lágmarki 200 fósturvísa á ári, svo hann haldi sér í góðri þjálfun og nái viðunandi árangri. Mikill áhugi er meðal bænda á sölu og kaupum líflamba með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir. Gerður er greinarmunur á sölu/kaupum á líflömbum af líflambasölu- svæðum og öðrum svæðum landsins. Umsóknar- frestur um sölu er til 1. maí ár hvert. Í ár var hann framlengdur til 1. júlí. Líflambasölusvæðin eru fjögur (4): Snæfellsneshólf, Vestfjarðahólf eystra, Norðausturhólf (frá Jökulsá á Fjöllum að Brekknaheiði) og Öræfasveit. Bú á þessum svæðum geta sótt um leyfi til sölu lamba af öllum arfgerðum nema þau sem bera genasamsætuna VRQ, sem er bannað að selja yfir varnarlínur. Umsóknareyðublað 2.11 í þjónustugátt á mast.is. Bú í Snæfellsneshólfi geta aðeins selt inn í þau varnarhólf þar sem bólusett er gegn garnaveiki. Bú í hinum þremur varnarhólfunum geta selt hvert á land sem er. Alltaf að því tilskildu að viðkomandi bú sé með söluleyfi. Önnur svæði en þau sem teljast til líflambasölusvæða Bú í öðrum varnarhólfum en þessum fjórum líflambasöluhólfum geta sótt um leyfi til þess að selja lömb með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir. Umsóknareyðublað 2.46 í þjónustugátt á mast.is. Þessar arfgerðir eru ARR/x, T137/x, AHQ/ AHQ, AHQ/C151 eða C151/C151 (x má vera hvaða genasamsæta sem er nema VRQ). Verklagsreglur um afgreiðslu slíkra umsókna er að finna á heimasíðunni mast.is undir Bændur – Sauðfé og geitur – Flutningar og sjúkdómavarnir. Kaup á líflömbum Umsóknarfrestur til kaupa á líflömbum er til 1. júlí ár hvert. Í ár er hann framlengdur til 20. ágúst. Við kaup úr líflambasölu- hólfum er fyllt út umsóknar- eyðublað 2.09 í þjónustugátt á mast. is og nægilegt er að taka fram fjölda hrúta og gimbra sem óskað er að kaupa úr hverju hólfi. Eins og fyrr segir er eina skilyrðið varðandi arfgerðir lambanna að þau mega ekki bera VRQ genasamsætuna. Við kaup á verndandi/mögu- lega verndandi arfgerðum úr öðrum varnarhólfum er fyllt út umsóknareyðublað 2.45 í þjónustugátt á mast.is og þar þarf að merkja við hvaða arfgerðir það eru sem óskað er eftir að kaupa, fjölda lamba af hvoru kyni og tiltaka þarf nafn þess bæjar/bæja sem óskað er eftir að kaupa af. Höfundur er sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Norðmenn veðja á fósturvísa til að flýta erfðaframförum Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Kaup og sala líflamba Sigurbjörg Bergsdóttir. GENO hefur stóreflt starfsemi sína við framleiðslu fósturvísa og sér í lagi með glasafrjóvgunartækni. Mynd / Aurora Hannisdal. MbryO er skrásett vörumerki GENO fyrir NRF-fósturvísa. Mynd / GENO HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Mynd / Jón Eiríksson

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.