Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Landsáætlunin
var unnin undir
forystu matvæla-
ráðuneyt i s ins
(MAR) ásamt
fulltrúum frá
Matvælastofnun
(MAST), Bænda-
samtökum Íslands
(BÍ) og Ráð-
gjafarmiðstöð landbúnaðarins
(RML). Stefnuskjalið er yfirgrips-
mikið og tekur á flestum
þáttum tengdum riðunni, s.s.
vörnum gegn riðuveiki, vöktun,
rannsóknum, viðbrögðum ef upp
kemur riða og nýtingu fjármuna.
Þar er jafnframt tilgreint hver
skuli bera ábyrgð á hverju.
Hryggjarstykkið er innleiðing
verndandi (V) og mögulega
verndandi (MV) arfgerða og
verður fókusinn settur á þann þátt í
þessum pistli.
Næsta skref er síðan að
MAR leggi fram reglugerð
á grunni landsáætlunarinnar
og er sú vinna í gangi hjá
ráðuneytinu,en drög munu verða
kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.
Landsáætlunin er aðgengileg á
netinu, m.a. á heimasíðu RML,
undir „Kynbótastarf“ > „Ræktun
gegn riðu“.
Áhættuflokkun bæja
Í landsáætluninni eru sauðfjárbú
flokkuð í þrjá flokka m.t.t. áhættu
gagnvart riðusmiti. Í grunninn
byggir flokkunin á varnarhólfunum
og því hvenær riða greindist þar
síðast. Áhættuflokkarnir eru
eftirfarandi:
Áhættubær er bær sem hefur
faraldsfræðilega tengingu við
riðubæ undangengin sjö ár fyrir
staðfestingu riðunnar. Tengslin
geta verið vegna samgangs fólks
eða fjár eða samnýting á tækjum
eða tólum (nánari lýsingu er að
finna í landsáætluninni). Bær
er áhættubær í allt að sjö ár frá
uppkomu riðu.
MAST hefur ekki gefið út hvaða
bæir tilheyra þessum flokki enda
er reglugerðin, sem mun byggja
á landsáætluninni, ekki komin í
gagnið. Strax við útgáfu nýrrar
reglugerðar getur MAST hafist
handa við að flokka bæina, en
forsendur flokkunarinnar er að
finna í landsáætluninni og geta
því bændur í riðuhólfum sjálfir
skoðað núna hvernig þeirra bú
muni líklega flokkast.
Aðrir bæir í áhættuhólfi eru
þeir bæir í varnarhólfi þar sem
riða hefur verið staðfest síðastliðin
sjö ár, en eru hvorki riðubæir né
áhættubæir.
Landið allt utan áhættuhólfa.
Í þessum flokki eru öll bú á landinu
sem tilheyra varnarhólfum þar
sem lengra er en 7 ár frá síðasta
riðutilfelli eða varnarhólfum þar
sem riða hefur aldrei fundist.
Hraði innleiðingar
á V og MV arfgerðum
Eitt af grundvallaratriðum í
áætluninni er að ræktaður sé
upp þolinn sauðfjárstofn gegn
riðuveiki. Allir þurfa að spila
með í þessu en gert er þó ráð
fyrir að hraði innleiðingar geti
verið mismundi eftir svæðum
m.t.t. áhættu á riðusmiti. Mikil
áhersla verður lögð á hraða
ræktun á áhættubæjum. Eins er
lágmarkskrafa um innleiðingu
hinnar verndandi arfgerðar ARR
mismikil eftir svæðum.
Þessar áherslur ættu að gefa
ákveðið svigrúm til þess að lágmarka
aukningu skyldleikaræktar fyrir
stofninn í heild, að sem minnst
sé gefið eftir í erfðaframförum
í helstu kynbótaeiginleikum og
erfðafjölbreytileika í stofninum
sé viðhaldið. Þá er lagt upp með
að markmiðin séu það rúm að
þau séu bændum vel viðráðanleg.
Ef allt gengur að óskum, líkt
og útlit er fyrir, mun innleiðing
arfgerðanna ganga mun hraðar en
markmiðin gefa til kynna. Settar
eru upp nokkrar vörður á leiðinni
að lokamarkinu en hér verða
einungis tiltekin lokamarkmiðin
og markmið fyrir haustið 2024
og 2025.
Áhættubæir: Fyrir bæi sem
gætu tilheyrt þessum flokki, er
markmiðið að allar kindur beri
V eða MV arfgerðir eigi síðar
en haustið 2032. Nokkrar vörður
eru á leiðinni. Sú fyrsta er að í
haust (2024), að þá beri meira en
helmingur ásettra kynbótahrúta
V/x arfgerð. Haustið 2025 beri allir
kynbótahrútar á þessum búum V
eða MV genasamsætur og þar af
séu að lágmarki 25% kynbótahrúta
arfhreinir V/V eða arfblendnir V/
MV. Í landsáætluninni er gert ráð
fyrir sérstökum stuðningi við þessa
bæi til að hraða ræktun eins og
kostur er.
Áætlunin gerir ráð fyrir að þegar
>75% áa er með V/x eða MV/x
arfgerðir verði takmörkunum aflétt
af viðkomandi búi þó minna en 7
ár séu liðin frá uppkomu riðu á
tengdum riðubæ.
Aðrir bæir í áhættuhólfi:
Markmiðið fyrir bú í þessum
flokki er að haustið 2032 sé yfir
90% ásettra áa sem beri V eða
MV genasamsætu. Markmiðið
í haust (2024) er að á öllum
búum sé að lágmarki 25% ásettra
kynbótahrúta sem ber V/x. Haustið
2025 er markmiðið fyrir þessi
bú að yfir 50% hrúta beri V eða
MV genasamsætu og að lágmarki
helmingur þeirra beri V.
Áætlunin gerir ráð fyrir að
takmörkunum verði aflétt af þessum
flokki bæja, þó ekki séu liðin 7 ár
frá síðasta riðutilfelli í hólfinu ef
eftirfarandi árangri er náð: Að
>75% kynbótahrúta séu með V/V
eða V/MV arfgerðir og restin V/x
eða MV/x og >50% ásettra áa sé
með V/x eða MV/x arfgerðir.
Landið allt utan áhættuhólfa:
Í öðrum hólfum en áhættuhólfunum
er svigrúm til að fara aðeins hægar
í sakirnar. Lokamarkmiðið er að
yfir 90% fjár í hverri hjörð beri
V/x eða MV/x haustið 2044.
Fyrsta varðan í áætluninni er
að haustið 2025 sé yfir 50%
hrúta í 25% hjarða sem beri V/x
eða MV/x.
Þess ber að geta að þó sam-
setning hrútastofnsins sé hafður
til viðmiðunar í markmiðum um
innleiðingu að þá er það í raun
notkun hrútanna sem mun skipta
máli þegar upp er staðið. Notkun
sæðingahrúta telur því einnig inn
í slíkt mat.
Skilvirkast að nota hrúta
með tvö „græn flögg“
Markmiðin fela í sér að í áhættu-
hólfunum þurfa bændur að tryggja
sér kynbótahrúta með verndandi
arfgerðir til notkunar strax í haust.
Til að ná markmiðunum þurfa
áhættubúin helst að setja eingöngu
á gimbrar sem bera V eða MV
arfgerðir eigi síðar en haustið 2025
og aðrir bæir í áhættuhólfum fari
í þann takt ekki síðar en haustið
2026. Skilvirkasta leiðin er að
bændur komi sér sem fyrst upp
hrútum sem eru arfhreinir V/V
eða arfblendnir V/MV þannig að
allar gimbrar sem fæðast komi
til álita til ásetnings og þörf fyrir
arfgerðagreiningar minnki.
Þó bændur á öðrum svæðum
landsins hafi meira svigrúm eru
allir bændur hvattir til að hefja
innleiðingu að einhverju marki
strax og sama gildir hér að
skilvirkast er að koma sér upp
sem fyrst hrútum sem bera V/V,
V/MV eða MV/MV arfgerðir.
Sú ánægjulega staða er þó uppi
að mörg öflug ræktunarbú utan
áhættusvæða eru þegar kominn
í verkefnið af krafti og eru því í
ÞÚ KEMST HÆRRA MEÐ
BYKO LEIGU
www.byko.is/leiga | leiga@byko.is | 515-4020
Smalað í Breiðuvík. Búið var að greina hjá Íslenskri erfðagreiningu um 47.000 sýni frá 1. apríl samkvæmt skráningum
í Fjárvís. Ef skoðuð eru hrútlömb frá í vor, þá eru í Fjárvís skráð 5.242 hrútlömb sem bera ARR genasamsætuna
og þar af 42 arfhreinir hrútar (ARR/ARR). ). Hrútlömb sem bera MV arfgerð (en eru hvorki með ARR né VRQ) eru
4.267. Ef sérstaklega er horft á hvern breytileika fyrir sig, þá hafa verið greind 429 hrútlömb með T137, 396 með
C151 og 4.010 með AHQ (H154). Því ætti að vera talsvert svigrúm til að miðla gripum milli búa þannig að sem flestir
geti náð sér í þetta erfðaefni. Mynd / Úr safni Bbl
Riðulaust Ísland
– Nokkur orð um ræktun gegn riðu og nýja landsáætlun
Eyþór Einarsson.
Þann 8. júlí síðastliðinn var landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu
undirrituð. Skjal þetta er í raun stefnuyfirlýsing þar sem mótuð hefur
verið sameiginleg stefna stjórnvalda og bænda og þar með stigið stórt
skref í að blása til sóknar í baráttunni við riðuna með nýrri nálgun,
sem vonandi verður lokabardaginn. En hvað felur þessi áætlun í sér?
Hver eru næstu skref? Og hver er núverandi staða ræktunar gegn riðu?