Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins lykilstöðu varðandi líflambasölu. Reglur um flutning lamba grundvallast nú þegar að mestu leyti á því að lömbin standist ákveðnar kröfur um arfgerðir. Benda má á heimasíðu MAST varðandi reglur um flutning líflamba og samantekt um þessar reglur sem birt var á heimsíðu RML 22. júlí síðastliðinn. Megináherslan á verndandi arfgerðir Genasamsæturnar sem stjórna næmi kinda fyrir riðu eru flokkaðar sem verndandi (V), mögulega verndandi (MV) eða næmar (N). Eðlilegt hlýtur að teljast að megináherslan sé á það sem flokkast sem verndandi, sérstaklega á áhættusvæðum. Hins vegar er mikið svigrúm til hagnýtingar á MV arfgerðum í áætluninni enda vilji til að viðhalda þessum breytileikum í stofninum. Þessi nýting MV arfgerða skapar í raun sérstöðu og gerir ræktunarstefnu Íslands gegn riðu frábrugðna ræktunarstefnu Evrópusambandsins. Flokkun arfgerðanna getur síðan tekið breytingum þegar fram líða stundir þegar aukin þekking gefur tilefni til. Í dag er það ARR genasamsætan sem flokkast sem verndandi og er auðkennd í Fjárvís með dökkgrænu flaggi. Mögulega verndandi teljast breytileikarnir H154 (AHQ samsætan), C151 og T137 og bera þeir ljósgrænt flagg í Fjárvís. All gott úrval af lömbum með V og MV arfgerðir Heilt yfir er staðan nokkuð góð. Í öllum hólfum er að finna sauðfjárbú sem eru komin vel af stað í innleiðingunni. Þátttaka í sæðingum sl. vetur var mjög góð og frábær þátttaka var í arfgerðargreiningum í vor. Þegar þessi orð eru sett á blað er búið að greina hjá Íslenskri erfðagreiningu um 47.000 sýni frá 1. apríl samkvæmt skráningum í Fjárvís. Tæplega 10.000 sýni eru í greiningarferlinu enn þá. Hugsanlega er eitthvað af sýnum enn sem eiga eftir að koma inn frá vorinu. Ef skoðuð eru hrútlömb frá í vor, þá eru í Fjárvís skráð 5.242 hrútlömb sem bera ARR genasamsætuna og þar af 42 arfhreinir hrútar (ARR/ARR). Hrútlömb sem bera MV arfgerð (en eru hvorki með ARR né VRQ) eru 4.267. Ef sérstaklega er horft á hvern breytileika fyrir sig, þá hafa verið greind 429 hrútlömb með T137, 396 með C151 og 4.010 með AHQ (H154). Því ætti að vera talsvert svigrúm til að miðla gripum milli búa þannig að sem flestir geti náð sér í þetta erfðaefni. Atriði sem gott er að bændur hafi í huga í haust • Samkvæmt landsáætluninni þurfa allir bændur í áhættuhólfum að tryggja sér að lágmarki ákveðið hlutfall kynbótahrúta fyrir næstu fengitíð sem bera ARR/x. Sé ætlunin að kaupa hrúta þarf að muna að sækja um leyfi til MAST fyrir 20. ágúst. • Mikilvægt er að bændur utan áhættuhólfa hefji strax innleiðingu á V og MV arfgerðum – að allir taki þátt þó mishratt sé farið. Bæði til þess að raunhæft verði að ná markmiðum um innleiðingu arfgerðanna fyrir stofninn í heild og einnig til að framleiða kynbótafé/ sölulömb. • Mikilvægt er að allir bændur taki þátt í arfgerðargreiningum. Markmiðið er að allir ásettir hrútar landsins séu arfgerðargreindir. • Til að sporna gegn óæskilegri skyld- leikaræktaraukningu í stofninum samhliða hraðri innleiðingu verndandi arfgerða er mikilvægt að endurnýjun hrúta sé ör. Þannig ætti að skipta sem mest af veturgömlu ARR hrútunum út í haust til að komast einni kynslóð lengra frá upphafshrútunum sem komu frá Þernunesi. Aðeins að horfa til þess að halda áfram í yfirburða gripi. Riðulaust Ísland Landsáætlun um útrýmingu riðuveiki skapar mikilvægan ramma utan um þetta risastóra verkefni sem þegar er komið á allgott skrið og óskandi að ný reglugerð á grunni hennar muni fljótlega líta dagsins ljós í samráðsgátt stjórnvalda. Sú samstaða sem einkennt hefur þetta verkefni frá upphafi er mikilvæg og vonandi ber okkur gæfa til að halda í hana áfram – að bændur og stjórnvöld vinni saman að því að ná aðalmarkmiðinu, sem er riðulaust Ísland. Afurðin ætti að vera að sauðfjárræktin eflist, hömlur minnki og umtalsverðir fjármunir sparast. Höfundur er ráðunautur á búfjárræktarsviði. Veitulausnir ENDURVINNSLA Í 80 ÁR Þessar áherslur ættu að gefa ákveðið svigrúm til þess að lágmarka aukningu skyldleikaræktar fyrir stofninn í heild ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.