Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Í þessum þriðja
og síðasta hluta
frásagnar minnar
af ráðstefnu ICAR
í Bled beini ég
sjónum að síðasta
degi hennar þar
sem einkum var
rætt um tæki til
stuðnings við
ákvarðanatöku,
sjálfbæra bústjórn, hnattrænar
áskoranir í erfðavali fyrir minni
metanlosun í jórturdýrum og
mælingar á mjólk með innrauðri
tækni og tengingu þeirra við sjálfbæra
búskaparhætti. Dagskráin var keyrð
með nokkrum samhliða málstofum
þannig að undirritaður varð að velja
og hafna, því miður, en allt er þetta
mjög áhugavert.
Ég sat fyrst erindi Birgit Gredler-
Grandl hjá Háskólanum í Wageningen
í Hollandi. Hennar erindi bar
yfirskriftina „Erfðaval fyrir minni
metanlosun mjólkurkúa – tilbúið
til innleiðingar?“ Hún byrjaði á að
fara yfir stöðuna og sagði að 2021
hefði metanlosun vegna iðragerjunar
hjá fimm stærstu búfjártegundunum
numið rúmlega 97 þús. kílótonnum.
Þar af ætti nautakjötsframleiðslan
rúman helming (55%) og mjólkurkýr
tæpan fimmtung (19%). Til þess að
geta notfært sér erfðaval þyrfti þó
ýmislegt til að koma. Í fyrsta lagi þyrfti
að skilgreina framleiðsluumhverfið
og ræktunarmarkmiðið, í öðru
lagi þyrfti upplýsingar (arfgerðir,
ættartengsl, svipgerðir), í þriðja lagi
yrði að ákveða hvernig staðið væri
að vali gripa til kynbóta, í fjórða lagi
miðla upplýsingum og nota þær og
í fimmta lagi huga að framförum
og erfðabreytileika. Hún sagði að í
dag væru til svipgerðarmælingar á
metanlosun hjá 27 þús. Holstein-kúm,
flestum í Hollandi, Danmörku og á
Spáni þar sem í gangi væri skipu- og
regluleg gagnasöfnun hvað þennan þátt
varðar. Auk þess væru verkefni með
mælingar með „GreenFeed“ komnar
í gang í Þýskalandi, Bandaríkjunum
og Kanada. Hjá öðrum kúakynjum
(rauðum og Jersey) væru til rúmlega
9 þús. mælingar og uppistaðan væru
danskar Jersey, rauðar danskar og
norskar NRF-kýr. Vandamálið við
mælingarnar væri hins vegar að þær
væru erfiðar og dýrar ef þær ættu að
vera mjög nákvæmar. Með hliðsjón
af gæðum, verði og aðgengi væri
„GreenFeed“-bás og/eða þefarar
(sniffers) raunhæfustu lausnirnar.
Rannsóknir hafa sýnt að arfgengi
metanlosunar er frá 0,16 upp í 0,32
sem þýðir að hægt er að velja fyrir
minni metanlosun. Sterk fylgni er
með metanlosun og lífþunga og
þurrefnisáts þannig að þær kýr sem
eru stórar og/eða éta mikið losa meira
metan. Aftur á móti hefur komið fram
veik neikvæð fylgni við afurðir í kg
mjólkur en veik jákvæð við afurðir
í kg verðefna. Arfgengi upp á 0,20
þýðir að til þess að ná ásættanlegu
öryggi þarf nálægt 20 þús. mælingar
þannig að þess vegna væri hægt að
innleiða erfðaval fyrir metanlosun,
a.m.k. í Holstein-kúastofninum.
Hins vegar væri enn ósvarað hvernig
skilgreina ætti eiginleikann og setja
ræktunarmarkmið. Á að horfa til
metanframleiðslu í g/dag, metan á
hverja fóðureiningu, metan á hverja
framleidda einingu eða framleitt
metan á t.d. hvert kg lífþunga. Hvað
verður fyrir valinu skiptir miklu máli
og þarf að ákvarðast með hliðsjón
og fylgni metanlosunar við aðra
framleiðslueiginleika.
Að loknu erindi Birgit skipti ég
um málstofu og hlýddi á nokkur
erindi um tól og tæki til stuðnings við
ákvarðanatöku sem stuðlað gætu að
sjálfbærri bústjórn. Fyrsta erindið sem
ég hlýddi á flutti Robert Fourdraine,
aðstoðarframkvæmdastjóri skýrslu-
haldsdeildar Háskólans í Norður-
Karólínu, en það fjallaði um tæki
fyrir bændur til þess að áætla fjölda
kvígna til endurnýjunar. Robert
sagði að áður hefði þetta ekki verið
neitt mál fyrir bændur, ef þá vantaði
kvígur voru þær einfaldlega keyptar
af öðrum. Nú væri hins vegar öldin
önnur. Blendingskálfar væru mun
verðmætari en hreinræktaðir Holstein-
nautkálfar og því notuðu bændur eins
mikið kyngreint sæði og þeir gætu.
Kvígur umfram þarfir væru því
einfaldlega ekki til. Forritið aðstoðaði
bændur við að taka ákvarðanir út frá
lykiltölum eins og hvað þyrfti margar
kýr og hversu margar kvígur væru
tiltækar. Þetta væri reiknað út frá
tölum um ófyrirséða förgun, sölu á
kvígum, stækkun búsins, sæðingar/
mán., fanghlutfalli, fósturláti,
dauðfæddum kálfum, kálfadauða og
aldri við 1. burð. Þannig gætu bændur
nú tekið upplýstari og betri ákvarðanir
um notkun á kyngreindu sæði og
holdasæði án þess að eiga á hættu á
að það vantaði kvígur til endurnýjunar.
Erindi Valentinu Ferrari við
Háskólann í Padova á Ítalíu fjallaði
að segja má um það sama. Hún lýsti
forriti sem reiknar endurnýjunarþarfir
við ítalskar aðstæður þar sem tekið er
tillit til kostnaðar við kvíguuppeldi
og þess munar sem er á verðmæti
hreinræktaðra Holstein-nautkálfa
og holdablendinga. Markmiðið er
að ala ekki kvígur umfram þarfir
og selja eins marga nautkálfa og
hægt er til þess að hámarka hagnað.
Önnur erindi málstofunnar fjölluðu
um tæki til þess að aðstoða bændur
við ákvarðanatöku. Má þar nefna
app sem metur erfðaframvindu við
mismunandi notkun nauta, þ.e. hvaða
áhrif það hefur á reksturinn að velja
nautin í stað þess að nota þau sem í
boði eru án sérstakrar pörunar. Þar
kom fram athyglisverður munur þar
sem skipulegt val samkvæmt ákveðnu
markmiði gefur mun betri raun en
tilviljanakennd notkun sömu nauta.
Lokaerindi málstofunnar fjallaði
svo um viðhorf slóvenskra bænda
gagnvart ræktunarmarkmiðum. Það
var flutt af Mariu Klopčič, prófessor
við Háskólann í Lubljana. Gerð
var könnun meðal bænda og voru
helstu niðurstöður þær að skipta
má þeim í þrjá hópa, þá sem meta
framleiðslueiginleika mest, þá sem
horfa mest til frjósemis-, heilsufars- og
endingareiginleika og þá sem einkum
líta til byggingar kúnna og vinnuþátta.
Sammerkt öllum var þó að vilja
minnka vægi á afurðir, bæði mjólk og
kjöt, en auka vægi heilsufars, frjósemi
og eiginleika sem auka endingu og
minnka vinnu. Maria sagði kannanir
sem þessar mikilvægan leiðarvísi
fyrir þá sem stýra ræktunarstarfinu
til þess að taka ákvarðanir um hver
ræktunarmarkmiðin ættu að vera.
Næsta málstofa sem ég sat fjallaði
um nákvæmni mjólkurmælinga úr
einstökum kúm. Þar voru m.a. tvö
erindi um leifar milli kýrsýna (e.
carryover) frá vinnuhópi ICAR um
mæli- og sýnatökubúnað. ICAR
hyggst gera viðmiðunarreglur sem
nota má til þess að draga úr líkum
á leifum en þær geta leitt til rangrar
lyfjameðhöndlunar eða ótímabærrar
förgunar á kúm. Matthew Thompson
hjá ICBF á Írlandi flutti erindi um
fitu- og próteinhlutfall kýrsýna í
samanburði við tanksýni. Fram kom
að fylgnin er 0,86 fyrir fituhlutfall
en 0,92 fyrir próteinhlutfall og
þarlendis er magn verðefna vanmetið
í skýrsluhaldinu gagnvart innlagðri
mjólk, öfugt við það sem við þekkjum
hér. Mesta misræmið er á fituhlutfalli.
Matthew sagði ekki auðvelt að finna
einhverja eina skýringu en þó væri
greinilegt að rafræn og sjálfvirk
sýnataka væri nákvæmari en handvirk.
Í málstofu sem fjallaði um áhrif
erfðatækni á sjálfbærni vakti athygli
mína erindi frá Háskólanum í Lubljana
þar sem greint var rannsóknum á
erfðaefni mjólkur til þess að meta
júgurhreysti. Fram kom að nærri
7 þús. erfðavísar finnast á öllum
stigum mjaltaskeiðsins, breytileiki
er mikill og flest bendir til þess að
nota megi arfgreiningu á mjólk til
þess að kynbæta fyrir júgurhreysti í
framtíðinni. Mark Waters hjá ICBF á
Írlandi sagði frá arfgerðargreiningum
þar í landi og þeirri ákvörðun Íra að
arfgreina allan kúastofninn. Hann sagði
það mat þeirra að arfgreiningar skiluðu
fjárfestingunni fjórfalt til baka í meiri
erfðaframförum og öðrum þáttum,
eins og rekjanleika. Á árinu 2023 hefði
60% holdakúa verið arfgreindar en
aðeins 6,5% mjólkurkúa. Í ársbyrjun
2024 var átaki ýtt úr vör þar sem
innleiddar voru sýnatökur með
einstaklingsmerkjum (eins og við
gerum hérlendis). Nú væru 65%
holdakúnna og 35% mjólkurkúnna
arfgreindar og stefnt væri að auka
þátttöku enn frekar. Kostnaður við
hverja greiningu er 18 evrur (um 2.700
krónur) og skiptist hann jafnt milli
mjólkur- og kjötiðnaðarins, ríkisins
og bænda. Ætternisvillur virðast
nokkuð algengar en Mark sagði þær
vera um 15% í mjólkurkúnum og 11%
í holdakúnum. Hér á landi hefur þetta
hlutfall verið 5–6%.
Með það í huga að fyrir um
aldarfjórðung voru kappa-kasein
arfgerðir íslenskrar kúamjólkur
skoðaðir og íslenska kúamjólkin sögð
hafa töluverða sérstöðu vakti erindi
frá Ísrael forvitni mína. Þar var sagt
frá rannsókn á áhrifum kappa-kasein
arfgerða á hleypi- og ystingareiginleika
mjólkur úr ísraelskum Holstein-
kúm. Í Ísrael fer ríflega fjórðungur
mjólkurinnar til framleiðslu harðra
osta og um 30% til framleiðslu
mjúkra osta. Það eru því verulegir
hagsmunir í húfi varðandi nýtingu og
eiginleika mjólkurinnar sem hráefni
til ostagerðar. Þekktar eru þrjár kappa-
kasein samsætur, þ.e. arfgerðir A, B og
E, þar sem B hefur jákvæðust áhrif en
E neikvæðust. Í Ísrael er tíðni arfgerða
þannig að 33% bera AA, 16% BB,
46% AB, AE 3%, BE 2% og EE finnst
nánast ekki. Samsætutíðnin er 57%
A, 40% B og 3% E samanborið við
að snemma á tíunda áratug síðustu
aldar var tíðni B samsætunnar 17%
og sögðu höfundar aukna tíðni tengjast
vali fyrir hærra próteinhlutfalli í mjólk.
Það er í takti við þær niðurstöður
sem fram komu hér á landi um
aldamótin. Rannsóknin staðfesti að
ystingareiginleikar mjólkur eru mestir
úr kúm með BB arfgerð og minnstir
hjá kúm með AA arfgerð. Áhrif
mjólkurskeiðs voru einnig til staðar
þar sem ostagerðaeiginleikar mjólkur
voru betri hjá kúm á 1. mjólkurskeiði
Frá ráðstefnu ICAR í Bled í Slóveníu
– 3. hluti
Guðmundur
Jóhannesson.
Árleg ráðstefna og aðalfundur ICAR (International Committee for Animal
Recording) voru haldin í Bled í Slóveníu dagana 19.-24. maí sl. Þessi
samtök eru á heimsvísu og láta sig varða allt sem viðkemur skýrsluhaldi
og skráningum búfjár og má þar nefna staðla fyrir skýrsluhald og rafræn
samskipti, arfgreiningar, efnamælingar á mjólk, sæðisgæði og svo mætti
áfram telja. Alls eru fyrirtæki og samtök frá 55 löndum aðilar að ICAR
nú og fer stöðugt fjölgandi.
Í fjósi Tomaž Černivec. Fjósið er glæsilegt legubásafjós með nánast öllum þeim tæknibúnaði sem til boða stendur.
HVERNIG VÆRI AÐ
FARA FREKAR INN
UM GLUGGANN?
Liftroller er lausn sem auðveldar allan flutning á byggingarefni á færibandi
inn og út af verkstað. Þannig minnkar álagið á starfsfólki.
www.byko.is/leiga | leiga@byko.is | 515 4020
LEIGUVARA