Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. Eystri-Sámsstaðir – breyting á deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir nýrri lóð sem gerir ráð fyrir sex gestahúsum fyrir ferðamenn. Hvert hús um sig verður að hámarki 60 m² að stærð. Hólmalækur – nýtt deiliskipulag, samhliða aðalskipulagsbreytingu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 10 lóðum fyrir gestahús fyrir ferðamenn. Heimilt verður að byggja allt að 250 m² gestahús fyrir ferðamenn með möguleika á fastri búsetu á lóð 2-8. Einnig verður heimilt að byggja allt að 300 m² skemmur á lóðunum undir rekstartengdan búnað og 150 m² undir þjónustuhús fyrir rekstur svæðisins. Á lóð 1 er möguleiki að byggja 4-6 hús í 6 klösum innan byggingareitar, heildarbyggingamagn er 2.000 m² og hámarkshæð 8 m. Mannvirki skulu falla inn í umhverfið en að öðru leyti eru húsform frjáls. Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 6. ágúst 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdafrestur veittur til og með 27. september 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst breytinga á aðalskipulagi Rangárþings eystra. Hólmalækur – aðalskipulagsbreyting, samhliða nýju deiliskipulagi. Aðalskipulagslýsingin gerir ráð fyrir að 37 ha landbúnaðarlandi (L1) verði breytt í íbúðarbyggð (ÍB). Hægt er að nálgast skipulagstillöguna á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 6. ágúst 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdafrestur veittur til og með 27. september 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Rangárþings eystra. Fornhagi – breyting á aðalskipulagi. Aðalskipulagslýsingin gerir ráð fyrir að 37 ha landbúnaðarlandi (L1) verði breytt í íbúðarbyggð (ÍB) fyrir allt að18 lóðum. Hægt er að nálgast skipulagstillöguna á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 6. ágúst 2024 með athugasemdafrest til og með 6. september 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli F.h. Rangárþings eystra Þóra Björg Ragnarsdóttir Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs Rangárþings eystra en eldri kúm. Höfundar sögðu að mælingar á ystingareiginleikum væru tímafrekar og dýrar, leiðin til þess að bæta ostagerðareiginleika mjólkur væri með kynbótum með vali á nautum með B arfgerðir. Hins vegar væri þeim ekki kunnugt um að neins staðar í heiminum greiddi mjólkuriðnaðurinn aukalega fyrir slíka mjólk og því spurning hvað gera ætti. Sem áhugamanni um nautgriparækt almennt og tækninýjungar lék mér hugur á að vita hverjar niðurstöður Bandaríkjamanna á erfðafræðilegu mati á magnbundnum mjaltahraða og tímalengd mjalta væru. Asha Miles greindi frá niðurstöðum rannsóknar varðandi mælingar á mjólkurflæði og tímalengd mjalta í BNA. Helstu niðurstöður voru þær að arfgengi mjólkurflæðis reyndist vera 0,37 ef allar mælingar voru teknar með en 0,28 ef einungis voru notaðar flæðitölur á mælingardegi. Fylgni milli allra mælinga og mælidagsmælinga var 0,99 sem þýðir að um sama eiginleikann er að ræða. Mjólkurflæði hefur jákvæða fylgni við nythæð og frumutölu, þ.e. kýr sem mjólkast hraðar mjólka meira og hafa hærri frumutölu. Þessar niðurstöður komu ekki á óvart og eru í takti við það sem hefur t.d. komið í ljós á Norðurlöndunum. Síðasti dagurinn var helgaður heimsóknum á bú. Sem sannur áhugamaður um nautgriparækt fór ég í ferð á tvö kúabú. Bæði þessi bú eru þátttakendur í „Digi4Live“, Evrópusambandsverkefni með það að markmiði að hjálpa evrópska búfjárgeiranum að nýta stafræna tækni og gögn til hagsbóta fyrir bændur og matvæla- og tæknifyrirtæki og auðvelda opinbera stjórnsýslu. Eitt af því sem verkefnið miðar að er að auka dýravelferð, draga úr tapi næringarefna og notkun sýklalyfja fyrir árið 2030, í samræmi við græna sáttmála Evrópusambandsins (e. European Green deal). Búin sem voru heimsótt voru annars vegar bú Nada og Martin Jamšek í Komenda og hins vegar bú Tomaž Černivec í Radomilje. Hjá Nada og Martin eru 49 Holstein- kýr í básafjósi með rörmjaltakerfi. Ársframleiðslan er rúmlega 720 þús. lítrar með 4,14% fitu og 3,60% próteini, 85% eru seld mjólkurbúinu, 10% á svæðinu í mjólkursjálfsölum og 5% beint til skóla. Um 35 ha. eru nýttir til heyskapar og beitar, 8 ha. skóglendi og 61 ha. í annarri ræktun (maís, sojabaunir, bygg). Á móti okkur tók sonur þeirra Nada og Martin sem er að ljúka háskólanámi í búvísndum og ætlar að taka við búinu. Hann sagði framtíðarstefnuna vera að byggja nýtt fjós á nýjum stað (hærra í landinu) því að í vetur hefði flætt inn í fjósið og kýrnar staðið í 1,5 metra af vatni. Auk þess væri mikilvægt að bæta dýravelferð. Athyglisvert var að heyra viðhorfin á þessu búi þar sem aðallega var horft inn á við, hverjir væru styrkleikar og veikleikar búsins. Á búi Tomaž var annað upp á teningnum. Það bú er mun stærra, 180 kýr í nýju 200 bása legubásafjósi með þremur GEA-mjaltaþjónum, 60 ha. til heyskapar og beitar, 18 ha. skóglendi og 110 ha. í öðru (maís, hveiti, bygg, smárablanda). Í fjósinu er sjálfvirk fóðrun og eldri byggingar nýttar fyrir kvígueldi. Ársframleiðslan er um 1.650 þús. lítrar með 3,93% fitu og 3,36% próteini, 97% seld mjólkurbúinu og 3% í sjálfsölum og í skóla. Á þessu búi var aðallega litið út á við og viðhorf bændanna þau að afkoman réðist aðallega af ytri framleiðsluaðstæðum. Mér fannst sem menn teldu búið standa sterkt og lítið hægt að bæta heima fyrir, það sem aflaga færi væri öðrum að kenna. Það var skemmtilegt að sjá þessi bú, svo ólík sem þau eru, og móttökurnar voru bæði góðar og höfðinglegar. Maður fékk á tilfinninguna að aðstæður til mjólkurframleiðslu í Slóveníu væru góðar þó vissulega sé landverð hátt en bæði þessi bú eru nokkuð nærri höfuðborginni, Lubljana. Það sem vekur athygli er hið mikla nábýli búanna við þéttbýli og hversu algengt það virðist vera að hluti mjólkurinnar sé seldur milliliðalaust í nánasta umhverfi búanna. Þá virðast viðhorf til landbúnaðar og mjólkurframleiðslu á margan hátt vera jákvæðari en maður upplifir norðar í Evrópu, landbúnaður nýtur ríkari viðurkenningar sem atvinnugrein og almenningur geri sér almennt betur grein fyrir mikilvægi þess að nýta landið, framleiðslu matvæla heima fyrir og þeim afleiddu störfum sem landbúnaðurinn skapar. Þessi viðhorf verður maður því miður ekki mikið var við hérlendis og því án efa margt sem við getum lært af nágrönnum okkar í Evrópu. Ráðstefnan var, heilt yfir, mjög vel heppnuð, skemmtileg og fróðleg. Auðvitað er kynbótastarfið fyrirferðarmikið og þar beinast sjónir einkum að erfðamengisúrvali og þeim miklu möguleikum sem arfgerðargreiningar skapa. Rannsóknir á því sviði munu taka stakkaskiptum á komandi árum og færa kynbætur enn meira í átt til þess að rækta endingargóðar og hraustar kýr til þess að bæta afkomu nautgriparæktarinnar frá því sem nú er. Mér er nokkuð ljóst, eftir að hafa hlýtt á nokkur erindi um notkun kyngreinds sæðis, að skipulagslaus notkun þess getur leitt okkur til ófarnaðar. Það hefur löngum verið sagt að í upphafi skyldi endinn skoða og það á við hér. Innleiðing kyngreinds sæðis, svo dæmi sé tekið, er eitt af því þar sem mikilvægt er að skoða og læra af reynslu annarra og undirstrikar mikilvægi þess að fylgjast með, sækja og endurnýja þekkingu erlendis frá. Ráðstefnur sem þessar eru kjörinn vettvangur til þess. Höfundur er ábyrgðarmaður í nautgriparækt. Í fjósi Nada og Martin Jamšek. Kýrnar eru hreinar og fallegar þótt fjósið sé komið til ára sinna. ALLT FRÁ FYRSTU HUGMYND AÐ FULLBÚNU HÚSI ▶ Hönnun og ráðgjöf ▶ Framleiðsla ▶ Uppsetning ▶ Verkefna- / byggingastjórn Súlur stálgrindarhús fyrir atvinnu-, iðnaðar- og íbúðarverkefni kristjan@sulurehf.is www.sulurehf.is 669 0803
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.