Bændablaðið - 15.08.2024, Side 46

Bændablaðið - 15.08.2024, Side 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024Af vettvangi Bændasamtakanna Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi. Hvorki fleiri né færri. Í hita umræðuátaka er reyndar stundum skautað fram hjá þessu ófrávíkjanlega lögmáli og sum okkar setja þá gjarnan kíkinn fyrir blinda augað og fyrirgefa yfirsjónina vegna þess að tilgangurinn helgi meðalið. Það er hins vegar útilokað að fyrirgefa sjálfu Viðskiptaráði Íslands, sem að eigin sögn á vef sínum [„...] vinnur að því að efla íslenskt atvinnulíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara.“ setur fram villukenningu sem jafnvel mætti kalla falsfrétt um sparnað í heimilisbuddu landsmanna með því að afleggja tolla á innflutt matvæli. Viðskiptaráð Íslands er frjáls félagasamtök sem segjast hafa unnið samkvæmt framangreindu leiðarljósi allar götur síðan 1917. Nokkuð augljóst virðist vera að á þeim bæ teljist íslenskur landbúnaður ekki lengur til atvinnulífsins og þrátt fyrir fagurgala um bætt lífskjör almennings virðast þröngir sérhagsmunir ráða alfarið för þegar slengt er fram staðhæfingum um búhnykk heimilanna með ótolluðum matvælainnflutningi. Hjá hagfræðingunum, sem í þessu tilfelli mætti kannski frekar kalla spunameistara, er hinni hliðinni á peningnum algjörlega sleppt og hlýtur hún þó að vera hverjum manni augljós. Okkur þótti öllum vænt um að heyra á sínum tíma þau fleygu orð falla frá fyrrverandi forsetafrú okkar í hrifningarvímu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 að „Ísland er ekki lítið land – það er stórasta land í heimi“. Það er hins vegar grafalvarlegt ef því er í alvörunni trúað innan veggja Viðskiptaráðs Íslands að samfélagið okkar sé af þeirri stærðargráðu að við getum ein allra þjóða heims sagt okkur úr lögum við heimsmarkaðinn hvað tollvernd varðar. Samningar allra þjóða um tollvernd eru nefnilega gagnkvæmir. Okkar matvæli bera mismunandi mikla tolla inn í viðkomandi lönd og samningsstaða okkar í þeim efnum myndi veikjast til mikilla muna ef hér væri einfaldlega „ókeypis aðgangur og allir velkomnir“. Tollvernd þjóða heims byggist á gríðarlega stóru og flóknu alþjóðakerfi marghliða samninga sem allir lúta að því að jafna aðstöðumun og tryggja rekstrargrundvöll landbúnaðar hverrar þjóðar. Það er auðvitað einfalt reikningsdæmi að finna út mögulega verðlækkun ef engir væru tollar eða aðflutningsgjöld á matvæli. Það væri eflaust líka hægt að lækka skatta á heimilin með því að leggja t.d. niður löggæslu í landinu og jafnvel dómstólana líka. En hverjar yrðu afleiðingarnar? Hvernig yrði hin hliðin á peningnum? Og hvað myndi það þýða þegar upp er staðið ef t.d. bæði íslenskum landbúnaði og væntanlega um leið langstærsta hluta ferðaþjónustunnar myndi blæða út? Ég er þá ekki eingöngu að hugsa um atvinnumissi bænda og landbúnaðartengdra starfa. Og ég er heldur ekki að hugsa eingöngu um tekjur þjóðarbúsins af hinum blómlega ferðamannaiðnaði. Ég hef líka í huga þann landbúnaðartengda menningararf sem íslenskri þjóð er í blóð borinn í gegnum árhundruðin frá landnámi Íslands. En ekkert af þessu kemst inn í reikningsformúlur sérfræðinga Viðskiptaráðs. Þeir hafa reiknað út umtalsverðar lækkanir á innfluttum matvælum ef tollar yrðu aflagðir. Væntanlega yrði matvaran um leið langt undir verði í viðmiðunarlöndum okkar. Kannski er það reyndar eitt og sér of gott til að geta verið satt. En hvernig skyldu þessir sömu reiknimeistarar íslenskra innflytjenda útskýra íslenskt útsöluverð á t.d. húsgögnum, fötum og skóm? Allt eru þetta vörur sem fluttar eru til landsins án nokkurra tolla eða aðflutningsgjalda. Samt er verðið langt fyrir ofan það sem býðst utan landsteinanna og Íslendingar flykkjast enn tugþúsundum saman í innkaupaferðir til útlanda eða kaupa varninginn af alþjóðlegum netverslunum. Þetta útspil Viðskiptaráðs Íslands er að mínu viti langt í frá málefnalegt innlegg í umræðu um heildarmyndina þegar efling íslensks atvinnulífs og hagur heimilanna er annars vegar. Og auðvitað veldur það vonbrigðum líka, enda þótt það komi e.t.v. ekki á óvart, að framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, eða ætti ég í þessu tilfelli að tala frekar um „félag innflytjenda“ stökkvi á vagninn og taki undir heilshugar. Það er hins vegar vonandi að fólkið í landinu gjaldi varhug við málflutningi af þessu tagi og hafi það í huga að á þessum peningi eru klárlega tvær hliðar – og önnur þeirra er vægast sagt ófrýnileg. Þess vegna var gott að sjá þau afdráttarlausu viðbrögð fjármálaráðherra fyrr í vikunni að honum þætti þetta fráleit hugmynd enda þótt hann orðaði það eilítið kurteislegar. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Pistill formanns Trausti Hjálmarsson. Í síðustu viku opnaði ég nýjan vef Líforku. Opnun vefsvæðisins er hluti samstarfsverkefnis matvælaráðu- neytisins, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) um almennt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu. M a r k m i ð verkefnisins er að koma á fót sam- ræmdu söfnunar- kerfi dýraleifa á landsvísu og koma þeim í við- eigandi úrvinnslu á Dysnesi í Eyja- firði. Í dag er ekkert slíkt kerfi til staðar og förgun dýraleyfa er ekki í föstum skorðum. Frá árinu 2013 hefur Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) rekið mál gegn Íslandi vegna ófullnægjandi innviða til förgunar á aukaafurðum dýra. Í júlí 2022 var Ísland dæmt brotlegt af EFTA dómstólnum. Verði ekkert að gert gæti þetta leitt til þess að ESA stöðvi matvælaútflutning frá Íslandi sem myndi hafa alvarleg áhrif á íslenska matvælaframleiðslu, þar með talinn útflutning á fiski. Með uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi erum við að tryggja að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að öruggri matvælaframleiðslu. Uppbygging líforkuversins og söfnunarkerfisins hefur þó meiri og ríkari tilgang en að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Í upp- færðri aðgerðaáætlun í loftslags- málum, sem kynnt var í sumar, var ákveðið að hefja uppbyggingu nauðsynlegra innviða fyrir líforkuver á Dysnesi. Samkvæmt áætluninni er markmiðið að árið 2027 verði verksmiðjan í stakk búin til að taka við 10.000 tonnum af lífrænum úrgangi árlega. Þetta verkefni er lykilatriði til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og minnka losun gróðurhúsalofttegunda sem kemur til vegna urðunar. Þá mun líforkuverið á Dysnesi nýta nýjustu tækni til að umbreyta lífrænum úrgangi í kjötmjöl og fitu sem má nýta í orkugjafa svo sem lífdísil. Nú er unnið að tillögu um hvernig söfnun dýraleifa verður háttað, með það að leiðarljósi að kerfið verði sem einfaldast og íþyngi ekki bændum. Markmiðið er að byggja upp kerfi sem tryggir að dýraafurðir verði meðhöndlaðar á öruggan og viðurkenndan hátt, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og umhverfisverndar- staðla. Líforkuverið á Dysnesi verður ekki aðeins hjartað í þessu nýja kerfi, heldur einnig tákn um hvernig við getum umbreytt úrgangi í verðmæti og skapað tækifæri til orkuvinnslu og endurnýtingar í anda hringrásarhagkerfisins. Líforkuverið á Dysnesi er lifandi dæmi um hvernig nýsköpun og framfarir geta farið hönd í hönd með umhverfisvernd og efnahagslegum ávinningi. Ég tel að við eigum að fara að fordæmi Finna þar sem er eitt líforkuver enda kostnaðarsamt að koma slíku á laggirnar. Ég hlakka til að fylgjast með framgangi þessa verkefnis og þeirri jákvæðu breytingu sem það mun hafa á íslenskt samfélag. Höfundur er matvælaráðherra. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Líforkuver á Dysnesi Sýk la ly f j a - ónæmi er ein stærsta heil- brigðisógn sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag og fer hún vaxandi með hverju ári. Neytendur geta því stigið skref í því að sporna gegn sýklalyfjaónæmi meðal annars með því að kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir og koma þannig í veg fyrir frekari útbreiðslu. Samkvæmt könnunum sem framkvæmdar hafa verið hér á landi vilja flestir íslenskir neytendur styðja innlenda matvælaframleiðslu, verslun og þjónustu. Flestir vilja vita hvaðan hráefnin koma, hvar og hvernig matvælin voru framleidd o.s.frv. og telja það mikilvægt. Framleiðendur íslenskra vara vilja margir hverjir svara kalli neytenda og markaðsetja vöru sína með óyggjandi hætti svo neytendur geti auðsjáanlega séð að vara eða framleiðslan sé íslensk í raun. Bændasamtök Íslands og Samtök iðnaðarins sendu Alþingi erindi árið 2015 og impruðu á mikilvægi þess að unnt verði að nota þjóðfána Íslendinga til að auðkenna íslenska framleiðslu og töldu það styrkja íslenska framleiðslu og þar með atvinnulífið. Frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið var ætlað að bæta úr annmörkum á þágildandi löggjöf og opna fyrir þann möguleika að nýta megi þjóðfánann til auðkenningar á vöru og þjónustu sem er íslensk að uppruna. Orðin „íslensk að uppruna“ voru nýmæli og til þess að vara gæti talist slík yrði hún að vera framleidd hér á landi úr innlendu hráefni að uppistöðu til. Frumvarpið varð að lögum en þó með þeim breytingum að vara úr aðfluttu hráefni að hluta eða öllu leyti telst íslensk að því skilyrði uppfylltu að hún hafi hlotið nægilega aðvinnslu hérlendis. Tilgangur þess er að tryggja að nægilegur hluti virðisaukningar vöru verði til í landinu. Undantekning á því er að ef aðflutta hráefnið telst vera einkennandi hluti vörunnar og er eðlislíkt búvöru eða vöru sem er framleidd hér á landi á garðyrkjubýli, gróðrarstöð eða garðyrkjustöð. Lögin fjalla ekki nánar um hvað sé nægileg aðvinnsla og lagði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að ráðherra verði falið að útfæra nánar í reglugerð hvað teljist nægileg aðvinnsla, hvað teljist einkennandi hluti vöru og eðlislíkt hráefni og skilgreiningu framleiðslulands. Ráðherra setti reglugerð nr. 618/2017 þar sem skilgreind er nægileg aðvinnsla á eftirfarandi hátt: „Framleiðsla eða vinnsla vöru sem skapar næga virðisaukningu til þess að unnt sé að meta vöruna íslenska.“ Erfiðlega reynist að sjá að um nánari útfærslu sé að ræða í reglugerðinni og verður að telja hugtakið „nægileg aðvinnsla“ enn matskennt og galopið til túlkunar. Neytendur ættu að geta treyst því að með kaupum á vöru, þjónustu eða framleiðslu sem ber íslenska þjóðfánann í markaðssetningu séu þeir að styðja við innlenda framleiðslu. Með þessum forsendum sem liggja fyrir í málinu er enn óljóst hvers konar aðvinnsla sé nægileg, sem tryggir að nægilegur hluti virðisaukningar vöru hafi verið til í landinu til þess að uppfylla skilyrði laganna að nota þjóðfána Íslendinga í markaðssetningu. Það er ekki „Íslenskt staðfest“. Þetta kallast á góðri íslensku að varalita svínið. Höfundur er lögfræðingur. Íslensk innflutt vara (með nægilegri aðvinnslu) Katrín Pétursdóttir. Ísland er á meðal fámennustu fullvalda ríkja í heiminum, í 172. sæti af 195. Samtímis getum við sagt stolt að íslenskir bændur framleiða heilnæmar landbúnaðarafurðir með velferð dýra að leiðarljósi og samkvæmt ríkum aðbúnaðarkröfum ásamt lágmarks notkun á sýklalyfjum og plöntuvarnarefnum. Það er óumdeilt og það er aðdáunarvert. Úr matvöruverslun. Katrín telur að hugtakið „nægileg aðvinnsla“ sé afar matskennt en undir þeirri túlkun má merkja vörur með íslenska þjóðfánanum, þótt þær innihaldi ekki íslensk hráefni. Mynd / ghp Af vettvangi Stjórnarráðsins Hin hliðin á peningnum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.