Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 49
49SkoðunBændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024
Samk v æ m t
gögnum frá
Eurostat má
sjá að útgjöld
íslenskra heimila
til matarinnkaupa,
sem hlutfall af
heildarútgjöldum,
eru svipuð og
þekkist á hinum
Norðurlöndunum
og nokkuð lægri en meðaltal ESB-
ríkja. Árið 2022 stóð hlutfallið í 11,9%
hérlendis á meðan ESB-meðaltalið var
13,6%. Írland mælist nú sem áður með
lægst hlutfall, eða 8,6%, og Rúmenía
áfram með hæsta hlutfallið, eða 25%.
Hinn gullni meðalvegur
Framleiðslukostnaður hérlendis er
nokkuð hærri en í löndunum í kringum
okkur. Framleiðslueiningar eru smáar,
markaðurinn lítill og dreifður, launa-
og vaxtastig hátt og landfræðilegar
áskoranir þónokkrar hér á eyju í
Norður-Atlantshafi. Því má segja að
það sé nokkur árangur að halda hlutfalli
matarútgjalda af heildarútgjöldum á
sama reiki og á löndum á meginlandi
Evrópu, en það skýrist einnig af háu
launastigi hérlendis. Það þýðir þó ekki
að ekki sé hægt að gera betur. Hins
vegar krefst ákveðinnar jafnvægislistar
að ná fram verðlækkunum og bættum
hag framleiðenda á sama tíma. Þar
hafa Samtök fyrirtækja í landbúnaði
beint spjótum sínum að lækkun
framleiðslukostnaðar og frekari
stuðningi við greinina til hagsbóta
fyrir bændur og neytendur.
Stórt skref var tekið fyrr á þessu
ári þegar afurðastöðvar í kjöti fengu
undanþágur frá samkeppnisreglum,
áratugum á eftir nágrannalöndum
okkar. Þannig er loks komið tækifæri
til að ná fram töluverðu hagræði í
slátrun og vinnslu og fagna ég því,
þó fyrr hefði mátt vera. Hins vegar
leið ekki á löngu þar til ný gjaldskrá
Matvælastofnunar var kynnt til leiks
sem felur í sér grundvallarbreytingar
á innheimtu eftirlitsgjalda. Mótmæltu
samtökin þessum áformum harðlega
þegar gjaldskráin var kynnt enda
þýða breytingarnar gríðarmikinn
kostnaðarauka fyrir greinina. Lítið
var hlustað á þá gagnrýni og nú
hefur eftirlitskostnaður sláturhúsa
margfaldast, þó svo að kröfur um eðli
eftirlitsins hafi ekki tekið breytingum.
Þannig tekur ríkið sjálft dágóðan hluta
af mögulegu hagræðingunni strax aftur
til sín og minna skilar sér til bænda
og neytenda.
Samkeppnishæfni
Evrópu versnar
Samkvæmt nýrri skýrslu OECD og
FAO um landbúnaðarhorfur næsta
áratuginn mun neysla landbúnaðar-
afurða aukast um 13% á tímabilinu.
Gert er ráð fyrir að milliríkjaviðskipti
með landbúnaðarvörur aukist en
hlutfall Evrópu af heildarmatvæla-
framleiðslu heimsins minnki. Þar er
talið fram að aukin áhersla ESB á
sjálfbærni, með tilheyrandi auknum
kröfum tengdum umhverfis-
og loftslagsmálum, geti aukið
framleiðslukostnað og hugsanlega
rýrt samkeppnishæfni framleiðenda
á svæðinu. Ein helsta áskorun
Evrópu á næstu árum verði því að
finna leiðir til að ná fram sjálfbærri
framleiðniaukningu til að vega
upp á móti aukakostnaði sem af
þessum kröfum hlýst, til að styrkja
landbúnaðinn á svæðinu gegn
utanaðkomandi samkeppni og
áföllum sem muni líklega aukast á
tímabilinu.
Í ljósi þessa – og í vegferð til
að lækka framleiðslukostnað –
er mikilvægt að vel sé haldið á
spilunum hérlendis við innleiðingu
nýrra laga og reglugerða frá
ESB. Ísland er um margt ólíkt
löndum innan ESB, bæði vegna
landfræðilegra ástæðna sem og
smæðar markaðarins, og því
eðlilegt að regluverkið taki mið af
þeim veruleika. Góð byrjun væri að
hætta með öllu blýhúðun, þ.e. þegar
regluverk er innleitt en íslensk
stjórnvöld ákveða að setja auknar
kröfur á innlenda starfsemi. Annað
mikilvægt verkfæri er að sækja um
undanþágur þegar það á við og er
í boði en þar tel ég að við höfum
hreinlega sofið á verðinum.
Framtíðarhorfur í orkumálum
Við þurfum einnig að vera vakandi á
öðrum sviðum. Það er flestum ljóst
að orkumálin þarf að taka föstum
tökum. Þar er bæði framleiðsla og
dreifikerfið undir, sem og áherslur
í gjaldskrám. Við höfum séð meira
af orkuskerðingum til stórnotenda
undanfarin ár sem kalla á notkun
varaafls, með tilheyrandi auknum
kostnaði og mengun. Orkuþörfin
eykst en engin samstaða er um hvaða
skref skuli taka til að svara henni. Ef
stjórnvöld ætla að fylgja stefnu sinni
um græna atvinnuuppbyggingu
þarf að styrkja kerfið á öllum
stigum. Sé matvælaframleiðslan
sérstaklega tekin út fyrir sviga þá
er stefna stjórnvalda að stórauka
grænmetisframleiðslu á landinu
en þar er raforkan stærsti einstaki
kostnaðarliðurinn. Þar er hægt
að gera mun betur til að ná niður
framleiðslukostnaði, t.d. taka
tvískipta gjaldskrá dreifiveitna
til gagngerrar skoðunar sem
brenglar samkeppnishæfni
sveitarfélaga og dregur úr hvata til
atvinnuuppbyggingar á svæðum
sem flokkast sem „dreifbýli“.
Það er að mörgu að hyggja en
tækifærin eru víða. Séu stjórnvöld
vakandi fyrir þeim væri hér hægt
að bæta samkeppnishæfni íslensks
landbúnaðar, sem og annarra
atvinnugreina, til muna.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Skráning tjóna vegna kuldatíðar í júní
Bændur eiga nú möguleika á að skrá afföll á búfé
og tjón á ræktunarlöndum sem rekja má til
óveðurs og kuldatíðar í júní sl.
Hvatt er til þess að skrá sem fyrst allt það tjón
sem rekja má til kuldakastsins. Fyrir liggur að í
sumum tilvikum verður tjónið ekki ljóst fyrr en
lengra líður á haustið. Gert er ráð fyrir að
skráning verði opin a.m.k. til 1. nóvember nk.
Vinnuhópur fulltrúa matvælaráðuneytisins,
Bændasamtaka Íslands og Ráðgjafamiðstöðvar
Stjórnarráð Íslands
Matvælaráðuneytið
landbúnaðarins mun fara yfir þær skráningar sem
berast og gera tillögur um framhaldið.
Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð
með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá
önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið
er að skráningar geri eins skýra grein fyrir umfangi
tjónsins og mögulegt er.
→ Skráning fer fram á torg.bondi.is
Bændur geta leitað til RML eftir aðstoð við
skráningu.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum
13. júní 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna
breytinga á deiliskipulagi Ölduhverfis
skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í deiliskipulagsbreytingunni felst að lega gatna breytist;
ný gata (Austuralda) bætist við á norðausturhluta
svæðisins og Hringöldu er skipt í tvær götur. Lóðir,
byggingarreitir og húsnúmer færast til í kjölfarið og
götuheiti breytast að hluta. Húsagerðir haldast þær sömu
en hlutfall einbýla hækkar á móti hlutfalli fjölbýla og
fækkar íbúðum á svæðinu um eina. Þá bætist leiksvæði
við Austuröldu, lóð og byggingarreitur veitustöðvar færist
neðan við aðkomuveg og kvöð um aðgengi að skógrækt
bætist við enda Norður- og Austuröldu.
Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu
Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi,
milli 26. júlí og 6. september 2024, á heimasíðu
sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar,
www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 948/2024.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með
gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri
til 6. september 2024. Hægt er að koma athugasemdum
á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með
innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar má
nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar,
Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið
sbe@sbe.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Ölduhverfi, Eyjafjarðarsveit –
breyting á deiliskipulagi
Klettagörðum 11 - 104 Reykjavík - meiraprof.is - meiraprof@meiraprof.is
Réttindin gilda
í Evrópu
Auknir atvinnumöguleikar
Íslensk og ensk námskeið
C-CE-D-C1-C1E-B/Far
Skráning á námskeið er
inni á síðunni meiraprof.is
Fyrirspurnir sendist á
meiraprof@meiraprof.is
Íslensk námskeið mánaðarlega
Ensk námskeið 4 - 6 sinnum á ári
Margrét Gísla-
dóttir.
Áhrifaþættir matvæla-
verðs á Íslandi
Í umræðum um matvælaverð hérlendis má oft sjá borið saman verð
matarkörfu hérlendis og erlendis í krónum talið. Þó vissulega geti verið
um áhugaverðan samkvæmisleik að ræða þá er slíkur samanburður
marklaus, enda launastig viðkomandi samanburðarríkis ekki tekið inn
í myndina. Í slíkum samanburði stendur Ísland nefnilega ágætlega enda
kaupmáttur hér á landi hár í alþjóðlegum samanburði.
Matarútgjöld í nokkrum löndum Evrópu 2022
Sem hlutfall af heildarútgjöldum heimila (%)*