Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 51

Bændablaðið - 15.08.2024, Qupperneq 51
51Líf & starfBændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. október á ýmsum stöðum innan Suðurlands. Frá Ölfusi í vestri og allt austur í V-Skaftafellssýslu, en aðalmiðstöð Ullarviku verður í félagsheimilinu Þingborg sem staðsett er skammt austan við Selfoss. Mikið verður um að vera enda vikan hugsuð til þess að gera íslensku ullinni hátt undir höfði. Er gestum meðal annars boðið á sauðfjárlitasýningu, hægt verður að kíkja í litunarpotta Hespuhússins á Selfossi, njóta fræðslu í formi fyrirlestra og heimsókna í ýmsar vinnustofur víðs vegar um svæðið, auk þess að líta við á markaðstorginu sem verður haldið ásamt kaffihúsi á Þingborg. Smáspunaverksmiðjan Uppspuni opnar dyr sínar gestum en þar fara fram bæði námskeið og viðburðir sem eru frekar auglýstir á vefsíðu UIlarvikunnar, www.ullarvikan.is. Á vefsíðunni er einnig að finna kort yfir vinnustofurnar, en allar almennar upplýsingar eru þar vandlega fram settar. Að Ullarvikunni standa Feldfjárbændur, Spunasystur, Uppspuni, Þingborgarkonur ásamt fleiri aðilum og því um að gera að taka sér tíma og kíkja í sveitina. /sp Ullarvika á Suðurlandi Hér til vinstri er Ullarvikan auglýst með víkingastemningu en til hægri er Guðný Sörenge Sigurðardóttir, ein Þingborgarkvenna, glöð í bragði. Myndir / Aðsendar Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler Dagana 23.-25. ágúst nk. mun Smalahundafélag Íslands í samstarfi við deild Snata í Húnavatnssýslu halda aðalafund og landskeppni í Vatnsdal. Aðalfundurinn byrjar kl. 19 föstudagskvöldið 23. ágúst í Fellsbúð við Undirfellsrétt í Vatnsdal. Landskeppnin fer fram að Ási í Vatnsdal laugardag og sunnudag og að venju verður keppt í A-flokk, B-flokk og Unghundaflokk. Keppni byrjar kl. 10 báða dagana. Nánari upplýsingar auglýstar síðar á heimasíðu félagsins; smalahundur.123.is og facebook síðunni: Smalahundafélag Íslands Stjórn SFÍ. Landskeppni Smalahundafélags Íslands Skoðaðu úrvalið! www.skralli.is/lilleseth Viltu verðtilboð? skralli@skralli.is Úrvalið af hífi- og festibúnaði stækkar! Hliðarlistar: Takið upp hverja lykkju á allri hliðinni hægra megin (bæði framstykki og afturstykki), líka þessar tvær sem voru geymdar (ekki sleppa lykkjum eins og stundum er gert á listum- takið upp lykkju fyrir hverja umferð). Teljið lykkjurnar og skráið hjá ykkur, því þið viljið hafa jafnmargar lykkjur báðum megin á vestinu. Prjónið 1sl og 1br þar til listinn mælist 5 - 7 cm. (Leyfið ykkar mati að ráða). Gerið nákvæmlega eins hinum megin. Passið að taka upp jafnmargar lykkjur á báðum hliðum. ATHUGIÐ að það eru ekki hnappagöt á vestinu, heldur eru tölurnar saumaðar fastar í gegnum bæði stykkin EFTIR AÐ VESTIÐ HEFUR VERIÐ ÞVEGIÐ – þær eru þá eingöngu skraut en ekki til að hneppa. Það er óþarfi, því vestið er vítt og auðvelt að fara í það og úr. Ef óskað er eftir hnappagötum,- þá skuluð þið fara í vestið áður en þið prjónið hliðarlistana, setja prjónamerki þar sem þið viljið hafa tölurnar og setja hnappagöt þar á móti. Fallegra er að hnappagötin séu á framstykkinu. Hnappagat er gert þannig: Prjónið hliðarlistann 2,5 cm fram og til baka. Sláið tvo hringi upp á prjóninn þar sem hnappagatið á að vera og prjónið næstu tvær lykkjur saman. Gott er að hafa í huga að þegar horft er á framhliðina á vestinu, þá sé slegið upp á prjóninn fyrir hnappagat við slétta lykkju og 2 lykkjur prjónaðar brugðið saman, því lykkjan er fallegri í sléttu línunni en þeirri brugðnu. Í næstu umferð er snúningurinn tekinn af en ekki prjónaður og í þriðju umferð er lykkjan prjónuð eins og venjulega. Síðan eru prjónaðar 3 umferðir slétt og brugðið og síðan fellt af. FELLIÐ MJÖG LAUST AF. Skolið úr vestinu og leggið til þerris. Gott er að leggja rúllukragann í brot en það er ekki nauðsynlegt. Festið tölurnar á eftir að vestið er orðið þurrt, þá lenda þær akkúrat þar sem þið viljið hafa þær. Best er að fara í vestið og setja merki þar sem þið viljið hafa tölurnar. Það væri gaman að sjá myndir af tilbúnu vesti á Instagram og Facebook með myllumerkjunum #uppspuni #Búðarhálsvest Skráið smáauglýsingar á www.bbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.