Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 54
54 Líf & starf Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grilla lengur. Þá er gott að geta bara soðið smá pasta og haft það kósí. Þegar ég var ungur og að hefja búskap var aðal pastarétturinn að bræða piparost í rjóma eða mjólk og brytja út í hann brauðskinku. Bera svo fram í tagliatelle pastahreiðri, sem var nýlunda þá. Þessi réttur er tileinkaður honum. Til að gera kremkennda sósu þarf ekki alltaf rjóma. Að þessu sinni er það blanda af pastavatni og osti sem mun framkalla rjómalega sósu. Ég notaði grana padana, af því að það var þriðjudagur, en auðvitað má nota parmesan eða jafnvel pekkórínó ef hann finnst. Muna að það er mjög fonkí bragð af honum. Til að pastavatnið blandist saman við ostinn þarf að framkalla það sem á íslensku kallast fleyti. Það á við töfrana að blanda saman vatni og olíu. Olían flýtur um í vatninu í míkródropum. Alveg eins og majónes er fleyti og bernaise líka. Þar er eggið, vatnið og olía eða bráðið smjör feitin. Hér er það feitur ostur og sterkjuríkt pastavatn. Pastaval Það er hægt að nota hvaða pastatýpu sem er; spagettí, penne eða hvað sem er. En gott að hafa í huga að því betra pasta sem notað er því betri verður sósan. Því betra pasta gefur frá sér meiri sterkju. Ein leið til að sjá muninn á góðu og ekki alveg jafngóðu pasta er að því betra sem pastað er því mattara er það og yfirleitt ljósleitt að lit. Dökkgult og glansandi pasta er fínt í hakk og spagettí en yfirleitt ekki nógu gott í svona eldamennsku. Til að fá sem allra mesta sterkju í vatnið er um að gera að sjóða pastað í eins litlu vatni og hægt er. Þannig þykknar það og blandast auðveldlega með ostinum. 400 grömm af pasta er hægt að sjóða í hálfum lítra af vatni. Gott að nota víðan pott eða jafnvel pönnu með loki. Nota lokið og hræra reglulega í pottinum. Þegar upp er staðið ætti að vera um helmingurinn af vatninu eftir. Salta vatnið ekki of mikð. Tæp teskeið er nóg því það er salt úti um allt í hinu hráefninu. Skinkan Í staðinn fyrir skinku er tilvalið að nota grísasíðu. Líka hægt að nota beikon ef draumurinn er að fá smá reykbragð. Salta síðubitana á öllum hliðum með minnst klukkutíma fyrirvara, skera svo í litla bita og passa að ekkert af rifjunum endi í pönnunni. Getur verið smá maus að skera í litla bita þegar kjötið er hrátt og þá er bara fínt að skera í kubba steikja þá örlítið og taka svo upp úr pönnunni og saxa hálftilbúna bitana. Þeir fara svo aftur ofan í pönnuna til að klára að steikjast. Við viljum að bitarnir verði sæmilega stökkir og nær öll fitan sé bráðin. Tilvalið að pipra vel þegar steikingin er hálfnuð svo piparinn brenni ekki. Matskeið eða svo af nýmuldum og muna að setja ekkert salt því það var þegar komið á kjötið. Fleytið Það eru margar leiðir til að ná árangri með þennan rétt en auðveldasta leiðin er að nota eitthvert gott eldhústæki sem snýst hratt. Best að nota blandara eða töfraprota en jafnvel handþeytari virkar líka. Rífa parmesanost, 100 grömm eða svo, og blanda við 250 ml af volgu pastavatni. Til að fá extra góða sunnudagssósu er gott að skutla 50 ml af kotasælu út í blönduna. Blanda saman í nokkrar sekúndur þangað til úr verður silkimjúk og rjómakennd sósa. Rétturinn er kláraður með því að hræra sósunni og svínabitunum saman við pastað. Gott að hræra líka matskeið eða svo af olíunni sem safnaðist í steikarpönnunni. Bera fram með hressilegu magni af parmesan, ferskum pipar og mögulega hvítlauksbrauði. KROSSGÁTA Lausn á krossgátu í síðasta blaðiÓSKUÐU DIMMA EFNI VORKENNA SEGUL- BAND NAFN FÍNLEGUR ÞEKKJA LEIÐ AUÐN EFTIRSJÁ HÁLFAPI BOGNA HEIMTING TILNEFNA UNDIR- OKUN LEGU GREIP DUNDAR ÆTT GRIÐ- UNGUR ÁTT HERMA SJÓNGLERMETTA Í RÖÐ NEITUN TILREIÐA ÓREIÐA GÆLU- NAFN BÖÐLAST PEST HÆFILEIKI DRÁTTUR MÁTTUR RAUN BYLUR ERFIÐI GAFL ÁRÉTTA JURT SKRIFA UMDÆMIS HYGGST FYLGSNI AFKOMA FLEYGUR AÐ- KALLANDI LEIÐSLNA OFTAR ÞRJÓSKUR BRAKI LIÐ ÞÓTT ÁI KROPPI VENJA NASL EYÐA BIL STÖKUM TVEIR EINS FARVEGIR RINGUL- REIÐ HVOLF LAND H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S 224 STEIN- TEGUND SKISSA HYSKI TRAUST ÁHALD YNDIS VÖKNA SFLIKRÓTTUR K R Æ P Ó T T U R KSÖGULJÓÐ V I Ð A MEÐ- VITUND BEINN R Æ N A RFLAN A S K J Ú K A K R S A K A FAG ÞRÆLKUN I Ð N MÁNUÐUR AF- HENDING FÆDDI A F S A L HLJÓTA SPRIKL F Á ÁTT HUGSÝNN S A RÁSFUGL OVALDA TIGNA BEIN RÍKI Í AFRÍKU S J Ó Ð A SKILABOÐ GEÐ FLÍK S I N N I FISKUR TVEIRKRAUMA M Ú L L TIL- BÚNINGUR KJARR S M Í Ð SKRAMBI BÆLI A N S IBEISLI Á L VESÆLL PILLU A R M U R STAFLI JARÐEFNI B U N K IMÁLMUR H Í T ÞEI VISNA U S S VÍSA LEIÐ HELGI- TÁKN L Ó Ð S A EINKENNISTÓRT ÍLÁT E ARÐA SAMS- KONAR Ö G N AÐA S K E L TÆRA PÚSTRAR Æ T A S E F U N KK NAFN LÖGG A R I FLÝTIR SÓDI H R A ÐRÓUN T I L L I T GRENJA SLÁ O R G A GELT EKKI AAUGNA- RÁÐ U R N S U FRÁ- RENNSLI N A TÍMABILS F Á R R Á S S HLJÓÐ- FÆRI HALLI O S R K G Á E I LSÆLA Í RÖÐ H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S 223 www.bbl.is Matarkrókurinn: Piparosta-grísapasta Haraldur Jónasson haradlur@gmail.com Þeir sem eru ekkert í svíninu geta prófað sig áfram með að nota steikta sveppi í staðinn. Mynd / Hari Innihald Pasta, 400 grömm Svínasíða, 1 bakki Pastavatn, 250 millilítrar Parmesanostur, 100 grömm Kotasæla, 50 millilítrar Pipar, 1 matskeið Salt, 1 matskeið Svínafita, 1 matskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.