Bændablaðið - 15.08.2024, Side 55

Bændablaðið - 15.08.2024, Side 55
55Líf & starfBændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Setja skal inn tölur frá 1-9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Erfinginn: Hress og kátur Þessa dagana eru briddsarar á ferð og flugi landshorna á milli í Bikarkeppni Bridgesambands Íslands. Sveit Norðurljósa mætti Borgfirðingum á heimavelli hinna síðarnefndu á dögunum og var ekkert lát á skiptingarspilum. Hlynur Angantýsson í sveit Norðurljósanna fékk mikið skrímsli á hendina. Ekki bara 6-6-skiptingu í rauðu litunum heldur eru spilin svo sterk að segja má að aðeins sé einn tapslagur á hendinni. Og þá er það milljón dollara spurningin: Hvernig meldar maður svona? Eftir tvö pöss var opnað á spaða Hlyni á hægri hönd. Eftir umhugsun stökk hann í fimm grönd sem lýsti tveggja lita hendi. Makker hans, Karl Grétar Karlsson, meldaði þá leitandi 6 lauf, Hlynur leiðrétti með 6 tíglum, Karl meldaði 6 hjörtu og málið dautt. Sigurbjörn Haraldsson, landsliðsmaður Íslendinga í bridds, skoðaði spilin hans Hlyns í umræðu um spilið. Sigurbjörn minnir á sagnvenju sem ekki er víst að allir lesendur Bændablaðsins séu kunnugir. Opnun á 4 gröndum spyr um ása eftir sortum. Margir þekkja RKCB eða Roman Keycard Blackwood lykilspilaspurninguna en ef opnað er á fjórum gröndum er oftast svarað þannig að ef enginn ás er á hendinni meldar svarhönd 5 lauf. Ef einn ás er á hendi þá er svarað í viðkomandi lit. Með laufás þarf þó að melda sex lauf af því að 5 lauf eru frátekin fyrir engan ás. Ef ásarnir eru tveir meldar svarhöndin 5 grönd. En aftur að spilinu. Borgfirðingarnir sem öttu kappi við Hlyn og félaga melduðu líka 6 hjörtu með því að nýta Michaels sagnvenjuna til að byrja með og spilið féll. Umsjón: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com Rauða skrímslið í Borgarfirðinum Björn Þorláksson. Orðið skákblinda er stundum notað þegar maður sér ekki góða leiki hjá andstæðingum sem setur mann í klemmu. Það getur verið verulega svekkjandi þegar maður fær á sig mjög sterkan leik frá sínum andstæðingi sem maður sá ekki fyrir. Stundum er leikurinn það góður að maður getur gefið skákina strax. Allir skákmenn hafa fengið svona leiki á sig á ferlinu og er það alltaf jafn svekkjandi þegar maður áttar sig á að oftast var hægt að redda sér út úr þessu hefði maður leikið öðrum leik næst á undan. Undirritaður tefldi við Rúnar Ísleifsson, skógarvörð á Vöglum í Fnjóskadal árið 2020 í meistaramóti Goðans það ár. Þetta var úrslitaskák um titilinn og því mikið undir. Skákin var í jafnvægi þar til í 24. leik. Þá lék Rúnar góðum leik sem hann hafði undirbúið í leiknum þar á undan, sem undirritaður sá ekki og gerði út um skákina. Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is Hermann Aðalsteinsson hvítt. Rúnar Ísleifs- son svart. Svartur á leik. 24……De2 !!. Báðir hrókar hvíts í uppnámi og ekki hægt að bjarga nema öðrum. Að lenda hrók undir var vonlaust til árangurs og því gaf undirritaður skákina tveim leikjum síðar. Skákblinda Hermann Aðalsteinsson. Hann Ari Kolbeinn býr í sveit nálægt Egils- stöðum og æfir með íþróttafélaginu Hetti. Honum finnst gaman að hjóla og vera með vinum sínum og fer reglulega til Reykjavíkur að hitta pabba sinn og eldri bræður. Nafn: Ari Kolbeinn Þorgrímsson. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Eiðaþinghá. Skemmtilegast í skólanum: Þegar það eru frímínútur! Áhugamál: Íþróttir og kvikmyndir. Tómstundaiðkun: Æfi fótbolta og fimleika. Fer stundum á hestbak. Uppáhaldsdýrið: Hundar. Uppáhaldsmatur: Rækjupasta. Uppáhaldslag: Líf mitt er bíómynd. Uppáhaldslitur: Rauður. Uppáhaldsmynd: Kung Fu Panda. Fyrsta minningin: Þegar ég var úti og var bitinn af hundi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Þegar ég var með Ámunda bróður mínum í sundi og við börðumst í rennibrautinni. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór: Hugmynda- og handritshöfundur. Létt Miðlungs Þung Þyngst Viltu taka þátt ? Hafðu samband. sigrunpeturs@bondi.is Rúnar Ísleifsson að tafli í Atlantic City árið 2016. SUDOKUÞRAUTIR HUGARÍÞRÓTTIR Norður QJ64 J108 54 9864 Vestur 732 643 32 J7532 Austur AK1098 9 1076 AKQ10 Suður 5 AKQ752 AKQJ98 Menntskælingar læra bridds Mikil uppsveifla varð í skólabridds í fyrravetur þegar iðkendum íþróttarinnar fjölgaði svo um munaði. Dæmi voru um að ungir nemendur og spilarar á elliheimilum tækjust á í spilinu. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridge- sambands Íslands, segir að öllum framhalds- skólum á landsbyggðinni verði boðið upp á online briddskennslu næsta vetur, ýmist þriggja eða fimm eininga nám. Matthías segir að fjöldi rannsókna sýni fram á fylgni milli briddskunnáttu og góðs námsárangurs. Einkum hvað varðar raungreinar. Myndin var tekin af nýjum framhalds- skólameisturum í tvímenningi ungmenna að loknu Íslandsmóti í vor. Karl Grétar Karlsson virðir fyrir sér skrímslið.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.