Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 5

Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 5
Aðdragandinn — stofnun Golfklúbbs Islands: „HJER VANTAÐI ALT TIL KYLFINGAR" „Sumarið 1934 dvöldu lækn- arnir Gunnlaugur Einarsson og Valtýr Albertsson utanlands um tíma, og kyntust þá golfi og byrjuðu að læra það. Ljeku þeir golf daglega í heilan mánuð áður en þeir hurfu heim aftur. Þegar hingað kom, gátu þeir ekki haldið þvi við sem þeir höfðu lært, og því síður tekið framförum, þareð hjer vantaði alt til kylfingar. Þeir ræddu því brátt um stofnun golfklúbbs hjér í Reykjavík, töluðu við nokkra Hklega þátttakendur og hjeldu fundi, ýmist tveir einir eða með Mr. Emile Walters listmála frá Ameríku, sem var þeim til ráða og aðstoðar. Undirbjuggu þeir tillögur sínar um lög fyrir golf- klúbb o. fl. Útveguðu tilboð um golfkennslu og stað fyrir hana, auk margs fl. Loks hjeldu þeir fund með nokkrum líklegustu stuðningsmönnum málsins. Sá fundur var haldinn að Hótel Borg hinn 30. nóv. 1934...“ Þannig segir „Kylfingur“ frá aðdraganda að stofnun Golf- klúbbs íslands, fyrsta golfklúbbs hér á landi, og undanfara Golf- klúbbs Reykjavíkur, en þetta tölublað „Kylfings“ var það fyrsta og kom út í júní 1935. Þar segir einnig að á umrædd- um fundi hafi verið samþykkt að vinna að stofnun golfklúbbs og kosin hafi verið þriggja manna undirbúningsnefnd sem þeir skipuðu Gunnlaugur, Valtýr og Gunnar Guðjónsson. Skyldi þessi nefnd undirbúa lög og regl- ur og boða til stofnfundar. Stofnfundurinn var síðan haldinn í Oddfellowhöllinni 14. desember 1934. Gunnlaugur Einarsson læknir var kosinn fyrsti formaður Golfklúbbs ís- lands og aðrir í stjórn Gunnar Guðjónsson skipamiðlari, Gott- fred Bernhöft sölustjóri, Valtýr Albertsson læknir, Eyjólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri, Guðmundur Hlíðdal landsíma- stjóri og Helgi Eiríksson skóla- stjóri. „Næst var að útvega leikvöll. Varð að ráði að leigja svonefnt Austurhlíðarland, 6 ha. tún, með sumarbústað, sem þar er, fyrir klúbbhús, til eins árs í senn, fyrir 2500 kr“ segir í ,,Kylfingi“. Þessi fyrsti golfvöllur hér á landi var síðan vígður 12. maí 1935 við mikla athöfn. Dagskrá þeirrar hátíðar var þannig að for- maður bauð gesti velkomna og lýsti vígslu með stuttri ræðu. Þá var orðið gefið frjálst, hóp- myndataka var við golfhúsið, golffélagar léku golf í smáhópum og loks voru frjálsar veitingar. Frá vígslu golfbrautarinnar 12. maí 1935 (mynd úr Kylfingi). GOLF Á ÍSLANDI 5

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.