Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 9

Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 9
, ,ÞAÐ FYLGJAST ALLIR VEL MEÐ ÚLFARI“ — segir Hannes Þorsteinsson „Úlfar Jónsson er einn albesti áhugamaður í Evrópu í dag og allir sem fylgjast með golfi áhugamanna í Evrópu vita hver hann er og fylgjast mjög vel með honum“ segir Hannes Þorsteinsson sem sér um unglingastarf Golfsambands- ins. Hannes hefur farið víða á golfmót í Evrópu á síðustu árum, og segir að það sé nánast sama hvar hann hefur komið, allstaðar sé hann spurður um Úlfar og hvað hann sé að gera. Eins og sumir vita eflaust, fannst mörgum gengið illa á hlut Úlfars við val á Evrópuúrvali og það var ekki fyrr en á þessu ári að hann fann náð fyrir augum þeirra sem sjá um val á því liði. ,,Ég hef hitt menn, t.d. í Englandi og Skotlandi sem hafa hneykslast á þessu, t.d. því að Úlfar var ekki valinn í liðið eftir að hafa náð 2. sæti í Doug Sanders mótinu er hann var 18 ára“ segir Hannes. Það er fróðlegt að heyra hvað Hannes segir vera aðal ástæðuna fyrir velgengni Úlfars. „Munur- inn á honum og flestum okkar spilurum er sá hvað hann er góður við flatirnar, og ekki síður því að hann hugsar öðruvísi. Það er einmitt það sem ég er að reyna að innprenta unglingunum sem eru undir minni handleiðslu, að spila hverju sinni eftir fyrirfram ákveðnu leikkerfi. Ég veit að það er regla hjá Úlfari að „kortleggja“ hvern einasta völl sem hann kemur á, stika allar vegalengdir sem skipta máli og hvað má gera á hverri holu og hvað ekki. Hann býr sér einfaldlega til ,,leikplan“ til I hefur mér fundist vanta veru- I inga“ segir Hannes Þorsteins- að leika eftir en einmitt þetta I lega hjá meginþorra okkar kylf- I son. Úlfar Jónsson. — ,,Það er fylgst vel með honum erlendis", segir Hannes Þorsteinsson. GOLF Á ÍSLANDI 9

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.