Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 29
Gullkúla
Kylfingur og stangveiðimaður háðu keppni árið 1913 í
Wellington í Shropshire. Kylfingurinn lék 18 holurnar á 87
höggum, en veiðimaðurinn þurfti 102 köst á 18 holurnar.
Lengsta kast veiðimannsins var 105 yards. Þegar veiðimaður-
inn var stangarlengd eða minna frá holunni lét hann línuna
renna út og í holuna. Fimm sinnum sleit hannn línuna og var
honum leyft að kasta aftur án vítis.
á landi auk tveggja einka-
klúbba“.
— Hvernig ganga samskiptin
við þessa aðildarklúbba sam-
bandsins?
„Þau ganga mjög vel, og eru
eitt það ánægjulegasta við starf-
ið. Þarfir klúbbanna eru hins-
vegar mjög mismunandi eins og
gefur að skilja. Hjá sumum eru
það vallarmálin sem helst brenna
á mönnum, og þeim málum
reyni ég að vísa frá mér til
manna sem hafa meiri þekkingu.
Öllu sem lítur að reglum, for-
gjöf, skipulagningu og þess
háttar reyni ég hinsvegar að
aðstoða við eins og ég get, og
það eru hin ýmsu mál sem
koma upp á borðið í því sam-
bandi“.
— Talsvert hefur verið rætt
um tölvumál innan golfhreyfing-
arinnar og hugsanlega samteng-
ingu klúbbanna og Sambandsins
á því sviði.
„Það er auðvitað framtíðin,
í fyrsta lagi að klúbbarnir tölvu-
væðist allir, og vinni með sama
forritið. Ég vildi líka sjá klúbb-
ana tengjast tölvukerfi Golfsam-
bandsins, en mér skilst að í því
sambandi sé einungis um lítið
tæknilegt atriði að ræða. Helstu
vandamál sem ég á við að stríða
t.d. gagnvart mótahaldi eru þau
hvað klúbbarnir eru langflestir
lengi að skila skýrslum af mót-
um, og það er auðvitað bagalegt
vegna útreiknings á forgjöf
meistaraflokksmanna sem er í
mínum höndunum. Þetta getur
að sjálfsögðu leitt til þess að
menn fari í mót með ranga for-
gjöf.
Sú hugmynd hefur því komið
upp að samtengja þetta tölvu-
kerfi þegar klúbbarnir hafa
tölvuvæðst og þá verði hægt að
senda úrslit mótanna og allar
upplýsingar inn á tölvukerfi
Sambandsins. Þannig losna
menn við ýmis óþægindi og allt
verður hraðvirkara og fljótlegra.
Klúbbarnir á Akureyri, Akranesi
og í Mosfellsbæ eru allir með
sama forritið, og þeir hafa
borið af hversu auðveldara og
betra hefur verið að fá upp-
lýsingar fljótt og vel frá þessum
klúbbum en frá öðrum. Menn
verða að gera sér ljóst að móti
er ekki lokið þótt búið sé að
afhenda verðlaun, því lýkur
ekki fyrr en skýrslugerð er lok-
ið og búið að senda viðkom-
andi gögn til GSÍ og annarra
klúbba.“
Frímann vildi að lokum sér-
staklega ítreka það að samstarf
sitt við klúbbanna væri ákaflega
gott og ánægjulegt. „Þegar
starfið í klúbbunum og hjá Golf-
sambandinu er orðið jafn viða-
mikið og raun ber vitni veitir
ekki af að menn vinni saman og
hlutirnir gangi hratt og vel fyrir
sig, og þetta samstarf hefur
batnað mjög á síðustu árum að
mínu mati.“
ÞAÐ ER ORUGGT -
Verslið í sérverslun golfarans.
GOLFVÖRUR SF.
Goóatúni 2, 210 Garöabæ - Sími 651044.
GOLF Á ÍSLANDl
29