Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 40

Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 40
Völl þennan hafa móðir Náttúra * og forseti GSI skapað — stiklað á stóru um Landsmót 1944 sem fram fór á Völlum í Skagafirði „Kylfingur", hið eina og sanna golftímarit hér á landi til þessa er hreinasta gullnáma fyrir þá sem hafa áhuga á að kíkja á „golfsöguna“. Við ætlum að líta hér í þetta merka rit frá því herrans ári 1944. Þar segir af landsmóti í Skagafirði það ár. Á Golþingi sem haldið var í Varmahlíð í Skagafirði í tengsl- um við mótið kom fram að á milli klúbbstjórnanna og GSÍ höfðu farið fram bréfaviðskipti þar sem álits klúbbanna á því hvort heyja skyldi golfmót utan Reykjavíkur var æskst. Klúbb- stjórnirnar voru einróma á þeirri skoðun og var einkum bent á Skagafjörð í því sambandi. Stjórn Golfklúbs íslands (forveri Golfklúbbs Reykjavíkur) mælti eindregið með Þingvöllum sem stað fyrir Landsmót. Rætt var við Þingvallanefnd og málið skoðað frekar, en niðurstaðan var þó sú að halda mótið í Skagafirði. Leikhæfur á tæpri viku. Grípum nú niður í frásögn ,,Kylfings“ af mótinu: „Völl þennan sem hér hefur verið lýst, hafa þau móðir Náttúra og forseti G.S.Í. skapað i sameiningu. Með sínum al- kunna dugnaði tókst honum að gera völlinn leikhæfan á tæplega viku tíma. Varð hann þó að mestu leiti að vinna að honum einn, með eigin höndum...“ — Vegna þessa þrekvirkis for- mannsins er rétt að líta á lýsingu á landinu, í „Kylfingi“ frá árinu áður: „Bakkar Héraðsvatnanna í landareign Valla. Landið er grasi grónir sandbakkar, harðvelli með snöggu grasi, nægilegt í mjög stóran 9 holu völl. Það er að mestu leiti flatt, en talsverðar hindranir af melaskörðum og náttúrulegum sandgryfjum hér og þar, og auk þessu Héraðs- vötnin meðfram sumum hol- unum, en venjulega þó svo grunn að hægt er að vaða út í þau eftir boltum. Landið liggur við þjóðveginn og er hægt að aka inn á það og ágætt bílastæði milli þjóðvegarins og 1. teigs. Það er 5-10 mínútna leið frá gistihúsinu „Varmahlíð“. Vel vopnaðir og vígdjarfir Lítum áfram á frásögn „Kylf- ings“ af mótinu sem er kjarnyrt og skorinorð eins og þeirra tíma var siður: „Eins og áður er getið hófst mótið hinn 22. júlí. Þátttak- endur voru 29 að tölu, frá öllum hinum þremur sambandsklúbb- um. Gisting og beini hafði þeim verið fenginn á Sauðárkróki, Holtsmúla, Varmahlíð og Völl- um. Voru þeir flestir mættir til leika föstudaginn hinn 21. en þann dag var þeim heimilað að leika tvær umferðir á vellinum, hverjum og einum til reynslu. Laugardagurinn rann upp, heiður og fagur, og drifu leik- endur að vellinum á afliðnu há- degi. Gat þar að líta margan vaskan dreng, vel vopnaðan og vígdjarfan. Fagurt var um að litast af vellinum, um hið glæsta og sögufræga hérað, hvert sem augum var litið — „Suður til heiða frá sæbotni skáhöllum, sólheimur ljómandi, varðaður bláfjöllum“. ,,... Og enn er fylkt liði í Skagafirði. Þórhallur Eyja-jarl reiðir til höggs og Orustan er hafin. Var varist af miklum móði fram til miðaftans. Harð- ast gengu þeir fram Eyfirðingar og var fyrir liði þeirra Helgi enn ómargi, berserkur mikill af ætt Oddverja“. Eftir 18 holu höggleik var Gunnar Hallgrímsson Akureyri bestur á 84 höggum, Gísli Ólafs- son Reykjavík á 86 og Þórður Sveinsson Akureyri þriðji á 91 höggi. Keppendum var nú skipt í meistaraflokk og 1. flokk og síðan leikin holukeppni. „Daginn eftir hófust bardagar að nýju og er það fróðra manna mál að þá hafi hafist mesta hólmgönguöld sem sögur fara af í Skagafirði. Fór svo fram næstu daga uns til þrautar var barist. Hneig þá margur góður drengur í valinn. Lauk þeim skiptum eins og hér segir og svo sem skráð hafa hinir fróðustu menn“. í úrslitakeppninni í meistara- flokki var leikin holukeppni, í fyrstu þremur umferðunum 36 holur, en 54 holur í úrslitaviður- eigninni sem var á milli Gisla Ólafssonar og Jóhannesar G. Helgasonar úr Reykjavík. Eftir 27 holur voru þeir jafnir, en svo fór þegar 51 hola hafði verið leikin og aðeins 3 eftir að Gísli „átti“ 4 holur og vann þar með. í 1. flokki sigraði Lárus Ársæls- son frá Vestmannaeyjum Jörgen Kirkegaard frá Akureyri í úrslit- um 6-4. Gengu til salar... Um félagslíf og skemmtanir kylfinganna á þessu móti fér höfundur nokkrum orðum í „Kylfingi“. Þar segir m.a. að Vestmanna- eyingarnir hafi haft með sér konur sínar til heilla i bardög- um, þótt misjafnlega hafi gefist. Þær hafi þó verið til prýði og gleðiauka. Sumir settu niður tjöld sín á bakka sundlaugar- innar í Varmahlíð, einkum hinir værukærari sem mun hafa þótt hæg heimatökin að velta sér úr tjöldunum á morgnana, beint í morgunsundið! „Keppendur dvöldust flestir á staðnum til loka keppninnar, hvort sem þeir hnigu í valinn í fyrsta degi eða síðar. Höfðu þeir sið Einherja hina fornu og gengu til orustu hvern morgun og börðust uns enginn stóð uppi, en að aftni risu þeir upp aftur, gengu til salar og tóku upp veislur..." 40 GOLF Á ÍSLANDI

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.