Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 15
Hannes í sínu ,,rétta umhverfi", hér að spjalla við unglinga í stigamótinu á Akureyri í sumar.
í mörgum klúbbum sem ég vona
að megi rekja að einhverju leiti
til þess sem við höfum verið að
gera og við eigum í dag margfalt
breiðari hóp frambærilegra
unglinga en var 1986.
Efniviðurinn er fyrir hendi og
sá hópur hefur farið mjög
stækkandi sem tekur golfið há-
alvarlega sem iþrótt. Menn gera
sér í auknum mæli grein fyrir því
að golf er heilsárs íþrótt en ekki
íþrótt sem hægt er að æfa þrjá
mánuði á ári til að ná árangri,
og menn þurfa að vera í góðu
líkamlegu ástandi.
Markmiðið hjá okkur hefur
verið og er að Island eignist betri
landslið og þá ekki síst betra
karlalandslið. Við skulum gera
okkur grein fyrir því að hér
erum við ekki að tala um nema
6 manna lið sem er úrval okkar
bestu kylfinga. Við þurfum að
,,framleiða“ 6-10 menn með 0-2
í forgjöf og takist okkur það þá
eigum við eitt sterkasta áhuga-
mannalið í Evrópu.
Við erum ekki mjög langt frá
því að ná þessu markmiði. í
dag eigum við dágóðan hóp
unglinga undir tvítugt sem
eru með 3-4 i forgjöf og þessir
menn eiga að spila sitt besta
golf þegar þeir verða í kringum
þrítugt. Það er ekkert sem mælir
gegn því að fyrst þeir hafa náð
3-4 í forgjöf undir tvítugu geti
þeir ekki náð 0 forgjöf ef
þeir æfa rétt og fá til þess
aðstæður sem þarf. Vanda-
málið er stutta spilið, og það
þarf að laga.“
— Vilt þú nefna einhverja af
þeim unglingum sem eru í
hópnum hjá þér í dag og sérð
hugsanlega fyrir þér sem
landsliðsmenn eftir nokkur
ár?
„Þetta er erfitt. Ég sé fyrir
mér nokkra unglinga sem
hafa allt til þess að geta orðið
afburðagóðir og það er erfitt að
fara að týna nokkra þeirra sér-
staklega út úr.
Ég skal þó gera það og nefni
fyrst Selfyssinginn Kjartan
Gunnarsson sem er mikill
keppnismaður og mikill íþrótta-
maður. Ástráður Sigurðsson úr
GR er einstaklega skemmtilegur
og hefur þetta í sér og einnig
Hjalti Nilsen GL sem ég veit að
hefur allt til að komast í fremstu
röð.
Enn yngri eru t.d. Þórleifur
Karlsson GA og félagi hans Örn
Arnarson, en þetta eru óhemju
efnilegir strákar sem geta náð
mjög langt. Þótt ég nefni ekki
fleiri nöfn eru margir sem lofa
mjög góðu“.
Gullkúla
Efbolti fellur í tað eða mykju á vellinum má taka hann upp
og láta hann falla skv. St. Andrews golfreglum. (sérregla á
Landsmóti 1944 í Skagafirði).
GOLF Á ÍSLANDI
15