Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 41
NORÐURLANDAMOT 1989
í SVÍÞJÓÐ
Norðurlandamótið 1989 fór
fram 22.—23. júlí i Hudiksvall
í Svíþjóð, en það er 300 km fyrir
norðan Stokkhólm. Keppt var í
sveitakeppni karla og kvenna og
jafnframt var keppt um titilinn
Norðurlandameistari karla og
kvenna.
I kvennaflokki eru 4 kepp-
endur í hverri sveit en 6 kepp-
endur í hverri sveit í karlaflokki.
Liðsstjórar íslensku sveitanna,
þau Kristín Pálsdóttir og Jóhann
Benediktsson, völdu eftirtalda
I kvennaflokki: Ásgerður
Sverrisdóttir, Karen Sævarsdótt-
ir, Ragnhildur Sigurðardóttir,
Þórdís Geirsdóttir
I karlaflokki: Hanns Eyvinds-
son, Sigurður Sigurðsson, Sigur-
jón Arnarsson, Sveinn Sigur-
bergsson, Tryggvi Traustason,
Úlfar Jónsson
Fararstjóri var Frímann
Gunnlaugsson.
Keppnin fór fram á golfvelli
Golfklúbbs Hudiksvall, sem átti
25 ára afmæli og vígði jafnframt
brautir voru nokkuð hráar, en
það sem kom mest á óvart var
það að allir teigar voru trépallar
og gekk okkar fólki misjafnlega
að aðlagast þeim. Óskiljanlegt
er að bjóða uppá trépalla í al-
þjóðlegu móti. Veður var frá-
bært, logn og 25 stiga hiti alla
dagana.
Völlurinn er skógarvöllur og
er par 72 og SSS er 72. Flatirnar
eru mjög góðar.
íslensku liðunum gekk illa
og lentu bæði í neðstu sæt-
Dönsku stúlkurnar urðu
Norðurlandameistarar og léku á
903 höggum en Svíar urðu meist-
arar í karlaflokki á 1429 högg-
um.
Norðurlandameistari kvenna
varð Danska stúlkan Karin
Örum á 294 höggum en Norður-
landameistari karla Svíinn
Per Ulrik Johansson á 279
höggum.
Bestum árangri íslendinganna
náði Ásgerður Sverrisdóttir, 324
högg i 16. sæti og Úlfar Jóns-
keppendur til mótsins. 6 nýjar brautir. Þessar 6 nýju unum. son, 288 högg í 5. sæti af 30.
Karlar: Konur:
1. Per-Ulrik Johansson S .. . 67 78 68 66 279 1. Karina Örum D 75 75 71 73 294
2. Öyvind Rojahn N 72 71 70 73 286 2. Katarina Michols S 71 75 75 73 294
3. Pierre Fulke S 69 69 74 75 287 3. Annika Östberg D 72 75 72 76 295
4. Peter Olsson S 70 71 74 72 287 4. Jennifer Allmark S 78 76 75 76 305
5. Úlfar Jónsson í 72 74 70 72 288 5. Marika Soravuo F 76 76 77 78 307
6. Jan Andersen D 75 74 70 70 289 6. Pernille Carlsson D 76 76 76 79 307
7. Erkki Válimaa F 73 69 70 77 289 7. Duti Eriksson F 79 79 73 79 310
8. Sören Björn D 72 73 72 74 291 8. Lise Eliasen D 78 77 79 76 310
9. Mikael Peterson S 71 72 72 76 291 9. Margaretha Bjurö S 75 78 76 81 310
10. Jouni Vilmunen F 75 69 74 75 293 10. Cathrine Höyer N 81 76 73 81 311
22. Sveinn Sigurbergsson í .. . 74 73 81 78 306 16. Ásgerður Sverrisdóttir í .... 80 78 79 87 324
25. Sigurjón Arnarsson í ... . 74 84 76 76 309 17. Þórdís Geirsdóttir I 85 86 83 76 330
26. Sigurður Sigurðsson í.... 71 79 80 79 309 18. Ragnhildur Sigurðardóttir í. 80 87 78 85 330
29. Hannes Eyvindsson í . . . . 80 78 73 84 315 20. Karen Sævarsdóttir í 86 81 83 82 332
30. Tryggvi Traustason í . .. . 83 80 81 75 319
Svíþjóð ... 345 365 364 355 1429 Danmörk .. 229 228 218 228 903
Danmörk ... 368 365 371 362 1466 Svíþjóð . . 224 229 226 224 903
Noregur ... 371 363 368 365 1467 Finnland . . 233 235 228 236 932
Finnland ... 375 361 360 380 1476 Noregur .. 242 236 227 245 950
ísland ... 371 375 379 380 1505 ísland . . 245 245 240 243 973
UMGENGNl Á GOLFVÖLLUM
Stundum er sagt að um-
gengni sýni innri mann, og það
hlýtur að eiga við um kyifinga
jafnt sem aðra. Umgengni á
golfvöllum hefur batnað und-
anfarin ár, um það munu vist
flestir vera sammála, en því
miður vantar enn talsvert upp
á að allt sé eins í þeim efnum
og ætti að vera.
Hefur þú lesandi góður ekki
orðið vitni að því að maður
sem gengur upp á teig slær þar
„fulla æfingasveiflu“ og spæn-
ir upp teiginn áður en hann
snýr sér að erindinu upp á teig-
inn, þ.e. að slá kúluna sína af
„tí-inu“? Þetta gera menn án
þess að hika, jafnvel þótt skilti
við teiginn harðbanni slíka
æfingasveifl'.
Því miður verðum við líka
vitni að því að menn senda á
loft stærðar torfusnepil þegar
þeir slá á braut, og ganga síðan
sperrtir í burtu án þess að hirða
um að setja torfusnepilinn í
farið sitt aftur og þrýsta hon-
um niður. Þessir sömu menn
hoppa síðan niður í næsta
„bönker“, slá kúluna sína upp
úr, en hirða ekki um að raka
sandinn eftir sig.
Þessir menn eru oft háværast-
ir allra ef þeir koma að illa rök-
uðum eða órökuðum „bönker“,
og þeir láta vallarstarfsmenn
heyra það ef teigar eru upp-
spændir eða brautir illa farnar
vegna þess að torfusneplar hafa
ekki verið settir á sinn stað.
Þessa hluti, og aðra sem
snerta umgengni okkar á golf-
völlum á skilyrðislaust að inn-
prenta öllum nýliðum í golfi
og ganga hart eftir því að þeir
fari eftir þeim reglum sem fara
á eftir. Sé þetta gert, ætti það
að gerast af sjálfu sér að um-
gengni hinna reyndari spilara
batni. Það eru nefnilega ekki
einungis nýliðarnir sem ganga
illa um golfvellina. Þeir hafa
hinsvegar oft þá afsökun að
þeim hafi ekki verið kynnt
hvernig þeir eigi að ganga um,
en það eiga hinir þó að vita.
Kylfingar góðir. Gangið vel
um golfvellina, og munið að
umgengni sýnir innri mann.
GOLF Á ÍSLANDI
41