Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 28

Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 28
„MJOG LIFANDI OG SKEMMTILEGT STARF“ * — Segir Frímann Gunnlaugsson framkvæmdastjóri GSI „Eins og gefur að skilja er erfitt fyrir mig að segja til um hver hefur orðið helsti ávinn- ingur Golfsambandsins af því að hafa mann í starfi framkvæmda- stjóra í þennan tíma, um það verða aðrir að dæma. Ég get hinsvegar sagt að starfið er orðið svo umfangsmikið að einn maður annar því ekki yfir há- annatímann, frá vori til hausts. Ástæðan fyrir því er ánægjuleg, geysileg fjölgun golfklúbba sem hefur átt sér stað og er reyndar fyrirsjáanleg í nánustu framtíð. Það er líka komið að því að þeir sem starfa fyrir golfklúbbana og Golfsambandið þurfa að fara að sérhæfa sig mun meira en verið hefur, t.d. í mótahaldi, forgjaf- armálum, vallarmálum og áfram mætti telja. Peningamálin taka sífellt meiri tíma og þau eru það sem allt veltur á hjá okkur kylf- ingum eins og öðrum ef við ætl- um að reka golfíþróttina á skyn- samlegan máta.“ Þetta segir Frímann Gunn- laugsson framkvæmdastjóri Golfsambands íslands, en hann hefur gegnt því starfi frá vorinu 1985. Það ár ákvað Golfþing að Golfsambandið færi að dæmi flestra stóru sérsambandanna og réði sér starfsmann til að annast daglegan rekstur og fannst víst mörgum kominn tími tii. Reynslan hefur líka sýnt svo ekki verður um villst að þörfin var orðin brýn. Upp fyrir haus „Þegar ég kom að þessu starfi í apríl 1985 hafði legið í loftinu að til GSÍ yrði ráðinn starfs- maður og það hefur e.t.v. ollið því að verkefnin voru ekki af skornum skammti. Það þurfti að setja alla skipulagningu sumarsins á fulla ferð, mótahald og annað og þar sem aldrei hafði verið starfsmaður hjá GSÍ áður var ekki óeðlilegt að mörgu hafi verið ýtt til hliðar sem þurfti að taka á strax. Það má segja að frá fyrsta degi hafi verkefnin verið „upp fyrir haus“ og alltaf fjölg- ar þeim. Það er ánægjuleg þró- un og góð, því annars væri eitt- hvað að. — Hvernig vilt þú lýsa þessu starfi í fáum orðum? „Þetta er vinna 7 daga vik- unnar, 24 klukkutíma á sólar- hring frá maí og fram í septem- ber, og oft stoppar síminn ekki heima heldur. En að öllu gamni slepptu, þá er starfið ákaflega margþætt og þar af leiðandi mjög lifandi og skemmtilegt. Ég þarf að vita mikið um nánast allt sem snýr að golfinu og öllum rekstri sem tengist því og þessi daglegi rekstur á ,,þatteríinu“ verður sífellt umfangsmeiri. Það hefur aukist mjög mikið að ég fari út í klúþbana með fyrirlestra um ýmis mál, hvort sem það eru golfreglur, siða- reglur eða bara að sitja þar fyrir svörum um allt mögulegt sem tengist rekstri þessara klúbba. Það á sér líka stað mikil fræðsla vegna forgjafarmálanna sem hafa verið að breytast. Stóra vandamálið er líka að þegar klúbbarnir fá nýja menn til að stjórna, þá skilja þeir sem eru að láta af störfum oft á tíðum lítið eftir. Þá þarf að byrja allt upp á nýtt og það er alltaf verið að finna upp hjólið. Einn liður í mínu starfi er að fá klúbbana til að vinna skipulega þannig að það sé alltaf verið að hlaða ofan á kökuna en ekki byggja hana upp á nýtt þegar nýir menn taka við. Geysileg fjölgun Klúbbunum hefur fjölgað gíf- urlega, og það er gaman og fróð- legt að líta á samantekt sem ég hef unnið í því sambandi. Fyrsti klúbburinn var stofnaður árið 1934 og til ársins 1950 voru aðeins stofnaðir þrír klúbbar. Á árunum 1950 til 1960 bættist við einn klúbbur sem hefur lifað. Á árunum 1960 til 1970 bættust 6 klúbbar við, á áratugnum 1970 til 1980 bættust 8 klúbb- ar við, en á síðasta áratug urðu þeir 15 talsins. Þetta sýnir glögglega þá ,,sprengingu“ sem hefur átt sér stað. Við erum í dag með 33 golfklúbba hér Frímann Gunnlaugsson á skrifstofu Golfsambandsins. 28 GOLF Á ÍSLANDI

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.