Golf á Íslandi - 01.07.1990, Blaðsíða 39
OPNA BELGÍSKA
UNGLINGAMÓTIÐ 1989
Alþjóðlega opna belgíska
unglingamótið fór fram á
konunglega belgíska golfvell-
inum í Tervuren dagana 28.
ágúst — 1. september. Mótið er
opið öllum unglingu 21. árs eða
yngri. GSÍ sendi lið til þátttöku
nú sem nokkur undanfarin ár og
var lið íslands þannig skipað:
Karen Sævarsdóttir GS, Ragn-
hildur Sigurðardóttir GR, Jón
Karlsson GR og Kristinn G.
Bjarnason GL.
Hópurinn lagði af stað frá ís-
landi fimmtudaginn 24. ágúst.
Flogið var til Amsterdam en
þaðan farið með lest til Brussel.
Þar tók sendiherra íslands,
Einar Benediktsson, á móti
hópnum. í upphafi stóð til að
við strákarnir héldum til heima
hjá honum mótsdagana en stelp-
urnar hjá belgískri fjölskyldu en
raunin varð sú að við gistum öll
fjögur hjá sendiherranum.
Vegna þess hve snemma við
komum til Belgíu, höfðum við
nægan tíma til æfinga á vell-
inum og ekki skemmdi það fyrir
að hús sendiherrans er aðeins
spölkorn þaðan. Völlurinn í
Tervuren er skógarvöllur. Parið
á honum er 73 og SSS af karia-
teigum er 72 en 73 af kvenna-
teigum. Spilað var af öftustu
teigum hjá piltum og mældist
völlurinn þaðan 6082 metrar. Af
kvennateigum mældist hann
5361 metrar. Ef boltarnir héldu
sig á brautum eftir upphafs-
höggið var vandræðalaust að
skora vel, en ef boltarnir fóru í
eitthvert ferðalag út fyrir braut-
irnar voru aukahöggin fljót að
koma. Erfiðasta holan á vell-
inum er að mínu mati án efa 17.
holan. Hún er 383 metrar, par
4, og liggur í ,,hundslöpp“ frá
vinstri til hægri, mestöll uppá-
við. Eftir gott upphafshögg
þurfti yfirleitt 3-4 járn til að ná
flötinni og ef lánaðist að hitta
flötina var hægara sagt en gert
að komast niður í tveimur pútt-
um. M.a. sá undirritaður einn
dreng fjórpútta þessa flöt.
Keppnin sjálf hófst mánudag-
inn 28. ágúst. Svolítið rigndi
fyrsta daginn en annars voru
aðstæður hinar ágætustu. Jón
kom inn á 76 höggum og Krist-
inn á 79 höggum. Voru strák-
arnir hæstánægðir með þennan
árangur enda vorum við í 3.—5.
sæti í liðakeppninni eftir fyrri
dag höggleiksins. Stelpunum
gekk ekki eins vel. Karen kom
inn á 88 höggum og Ragnhildur
á 91 höggi.
2. keppnisdag gekk okkur
strákunum ekki eins vel og fyrsta
daginn; þá lék Jón á 79 höggum
en Kristinn á 81 höggi. Þessi
árangur nægði Jóni til að kom-
ast í úrslitakeppnina, 32ja
manna holukeppni, en Kristinn
tryggði sér sæti i úrslitunum eftir
6 manna bráðabana um 5 laus
sæti. Stelpunum gekk heldur
betur enn fyrri daginn og kom
Karen inn á 82 höggum en Ragn-
hildur á 86 höggum. Karen
komst því í úrslitin en Ragn-
hildur sat eftir. Við strákarnir
enduðum í 7.-8. sæti í liða-
keppninni ásamt svíum en stelp-
urnar enduðu í 9. sæti.
Á 3. keppnisdegi hófst úrslita-
keppnin. Jón og Kristinn voru
frekar óheppnir með mótherja
því Kristinn spilaði við frakka
sem var með 0 í forgjöf en Jón
við belga sem var með 1 í for-
gjöf. Mótherji Karenar var held-
ur ekki af lakari endanum. Sú
var frá Frakklandi og var með
5 í forgjöf. Karen átti litla mögu-
leika gegn henni enda lék sú
franska geysivel og vann 6/5.
Mótspilari okkar strákanna voru
geysiöruggir og gerðu engin
mistök. Það var því frekar leið-
inlegt að spila mjög vel og bíða
eftir mistökum andstæðingsins
sem aldrei komu. Við töpuðum
báðir 3/2. Þennan sama dag fór
fram keppni fyrir þá sem kom-
ust ekki í úrslit. Þar spiiaði
Ragnhildur frábært golf og kom
inn á 80 höggum sem gaf henni
1.-2. sæti án forgjafar og 2.-3.
sæti með forgjöf. Það voru því
ekki allir íslensku spilararnir sem
töpuðu þennan dag.
Fimmtudaginn 31. ágúst fór
fram keppni fyrir þá sem dottið
höfðu út úr holukeppninni. Þá
lékum við Jón báðir á 76 högg-
um sem tryggði okkur 5.-6. sæt-
ið án forgjafar og 2.-4. sætið
með forgjöf. Karen lék á 80
höggum og endaði í 6. sæti án
forgjafar en 4.-7. sæti með for-
gjöf og Ragnhildur lék á 81
höggi sem gaf henni 8.-9. sætið
án forgjafar og 4.-7. sætið með
forgjöf.
Þennan sama dag fór fram
keppni í að slá sem lengst upp-
hafshögg. Kristinn, Karen og
Ragnhildur tóku þátt í þessari
keppni sem fór þannig fram að
hver keppandi fékk að slá þrem-
ur boltum en til þess að högg-
lengdin teldist með í keppninni
varð boltinn að enda á braut-
inni. Ragnhildur sló 213,5 metra
og endaði í 8. sæti. Karen sló
einnig mjög langt en var svo
óheppin að hitta ekki brautina
og taldist lengd hennar ekki
með. Kvennakeppnin vannst
með 226,75 metra höggi. Krist-
inn átti eitt mjög gott högg sem
var um og yfir 260 metra, en
hann, eins og Karen, hitti ekki
brautina og taldist því ekki með.
Karlakeppnin vannst á 293 metr-
um.
Þennan dag lauk þátttöku
okkar í þessu móti. Það eina sem
spillti fyrir ann;» s vel heppnaðri
ferð voru sú mistök okkar að
mæta of seint í verðlaunaaf-
hendinguna og missa þannig af
verðlaunum okkar. Annars vil
ég þakka Nonna, Röggu og
Karen fyrir skemmtilega ferð og
góðan liðsanda. Ennig vil ég
þakka Einari Benediktssyni fyrir
gestrisni hans og hlýju í okkar
garð og er mér óhætt að fullyrða
fyrir hönd okkar allra að ferðin
hefði ekki orðið söm ef hans
hefði ekki notið við.
Kristinn G. Bjarnason.
Gullkúla
Þegar Ben Hogan var að berjast í 1951,, USA Open “ leitaði
hann ráða hjá kylfusveini sínum:
,,Myndir þú nota 5-járn hérna?“
,,Nei. “
„3-járn?“
,, Nei. “
,, Hvaða járn þá?“
,,8-járn. “
,,Hvers vegna 8-járn?“
,,Það er eina kylfan sem ég á. “
Styrktaraðilar
ÍSLENSKA ÚTFLUTNINGSMIÐSTÖÐIN HF.
FÉLAGSBÓKBANDIÐ
SKELJUNGUR
RÆSIR HF.
SMITH OG NORLAND HF.
SAMLAG SKREIÐARFRAMLEIÐENDA
GOLF Á ÍSLANDI
39