Golf á Íslandi - 01.11.2001, Blaðsíða 38
GOLF
Að margra áliti hefur
Thaíland einna mest
upp á að bjóða fyrir
áhugasama kylfinga
um þessar mundir. Á
síðustu árum hefur
hróður þessarar „Golf-
perlu Austurlanda"
borist víða og er nú
svo komið að golf er
stór hluti af ferða-
mannaiðnaði landsins.
Kjartan L. Pálsson hef-
ur leitt marga íslenska
kylfinga á vit ævintýr-
anna í Thaílandi og í
sumar var honum boð-
ið á sérstaka ráðstefnu
um golfferðaiðnaðinn í
landinu.
Á síðasta ári komu um 350 þús-
und ferðamenn til Thailands
gagngert til að leika golf. Gjald-
eyristekjur þjóðarinnar af þessum
mikla íjölda eru gífurlegar og því
er allt kapp lagt á að halda þess-
um hluta ferðamannaiðnaðarins
við og gera enn betur á komandi
árum. Spáin er að yfir 400 þús-
und ferðamenn komi til landsins
í ár - 2001 - til þess að leika golf.
Stefnir í að sú tala standist eins
og fram kom á Golfferðamála-
ráðstefnu Thailands „The Thai-
land Golf Travel Mart” sem
haldin var í júni sl. Einn íslend-
ingur tók þátt í þessari golffnessu
Thailendinganna, Kjartan L.
Pálsson, fararstjóri hjá Sam-
vinnuferðum-Landsýn, en hann
hefur verið fararstjóri íslenskra
kylfinga á Thailandi sl. fimm ár
og þekkir því vel til mála þar.
„Thailenska ferðamálaráðið bauð
mér á þessa messu og var ég þar í
hópi með breska genginu en ekki
því skandinavíska Var það hið
beta mál því bretamir vom fjall-
hressir eins og alltaf. Þetta er
ekki nein smá messa og hefur
sjálfsagt kostað nokkrar milljón-
irnar enda ekkert tilsparað til að
hafa þetta sem flottast fyrir okk-
ur. Við vorum um 190 talsins
sem var boðið og kom það fólk
allstaðar að úr heiminuin. Það
var allt frítt; flugferðir, gisting,
matur, golf og ferðir. Það var
nánast bannað að taka upp budd-
una allan túrinn, sem stóð yfir í
eina viku.
Það sýndi sig þarna að Thailend-
ingar leggja mikið upp úr því að
fá erlenda kylfinga í heimsókn.
Þeir segja að í vetur og vor hafi
um 300 þúsund kylfingar heim-
sótt landið og þeir eiga haustið
38
Á í S L A N D I
GÖLFPERLA AUSTURLANDA
efdr og þá ná þeir því örugglega
að fara yfir 400 þúsund manns.
Þetta er ekki nein smá tala og
j maður talar nú ekki um þegar
manni dettur í hug að allir íbúar
j Islands era rétt um 280 þúsund,”
sagði Kjartan.
200 golfvellir í Thaílandi
„Þeir eru með um 200 velli og
margir eru í byggingu um allt
land. Fyrsti golfvöllurinn á
Thailandi var byggður í Bangkok
fyrir um 100 áram eða árið 1905
og var 9 holur. Fyrst 18 holu völl-
urinn The Royal Hua Hin í sam-
| nefndri borg var byggður af
skoskum verkfræðingum sem
unnu þar við járnbrautalagnir
j árið 1924. Sá völlur er enn til og
j gengur almennt undir nafninu
J “The Railway” eðajárnbrautin.
Upp úr 1990 verður svo sprengj-
j an í golfvallagerð í landinu. Þá
voru fengnir inerni eins og Pete
Dye, RobertTrentJonesJr., Jack
Nicklaus, Nick Faldo, Gary
Player og fleiri frægir til að
hanna velli. Þeir sprattu líka upp
eins og golfkúlur úr bönkum um
allt landið og allt era þetta “golf-
perlur” hver með sínu sniði.
Klúbbhúsin eru nánast hallir.
Það stærsta sem ég hef komið í
er á Jack Nicklausar-vellinum
Laem Chabang við Pattaya. Það
er 10 þúsund fermetrar. Svæðið
undir pissuskálarnar á karlakló-
settinu þar er stærra en flestir ef
ekki allir golfskálar á Islandi.
Þetta er allt of stórt - en flott er
það.”
Kjartan segir einnig að fyrsta
verk Tigers Woods í golfvalla-
hönnun gæti orðið í Thailandi.
„Tiger kemur til Thailands á
hverju ári og hefur gert síðan að
hann var barn. Hann er jú Thaí-
lendingur í aðra ættina og er
mjög stoltur af því. Nú er talað
um að hann hanni sinn fyrsta
golfvöll og hann segir að sá völl-
ur verði á Thailandi - það sé sitt
annað heimaland. Og hann segir
að sá völlur muni bera af öllum
öðram völlum.
Mesta golfsvæðið á Thailandi er
við Pattaya. Þar eru 18 golfþerlur,
hver annari fallegri. Sú nýjasta
var opnuð núna í ár og heitir “St
Andrews 2000”. Sá völlur er um
átta þúsund metra langur og er
með tvær par 6 holur svo eitt-
hvað sé nefnt. Við spiluðum
þennan völl í ferðinni og hann er
einn sá undarlegasti sem ég hef
komið á. Hann er mest fyrir aug-
að en það er meira svona “hitt
and hope” að spila á honum,”
segir Kjartan.
Gist á fínasta hóteli Pattaya
Sem fararstjóri hefur hartn verið
einna mest á Pattaya-svæðinu,
þar sem hópar sem ferðast á
vegum Samvinnuferða-
Landsýnar gista á The Dusit
Resort, einu fínasta hótelinu á
svæðinu. „Pattaya er ódýrasta
golf svæðið af öllum á Thailandi.
Það kom fram á messunni og
aeir sem ráða ríkjum í golfinu
3ar ætla að halda því áfra að
ajóða upp á bestu veíðin á golf-
inu. Phuket er dýrasta svæðið
svo og vellirnir í kringum Bang-
kok. En þetta eru ekki stórar
upphæðir miðað við annarstaðar
í heiminum. Það kostar á milli
1000 og 2000 íslenskar krónur að
spila vellina við Pattaya. Þá er
innifalið vallargjöld, golfkerra og
greiðsla fyrir kaddý, en maður
fær ekki að spila á Thailandi
öðravísi en að hafa kaddý með í
hringinn. Maður gefur svo
kaddýinum þjórfé í lokin. Það er
Pete Dye er á meðal heimsþekktra golfvallahön-
nuða, sem unnið hafa í Thaílandi. Hann var
frumkvöðull að svokölluðum eyjuflötum, eins og
þeirri sem sést hér að ofan.
SJ0VAU1PALMENNAR