Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Side 7

Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Side 7
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ OG ÍSLENZKAN Það hefur verið sagt bæði af einum og öðrum, að Þjóðleik- húsið ætti að verða ein meginstoð íslenzkrar tungu. Menn vitna til erlendra dæma, að í leikhúsum, sérstaklega þjóðleikhúsum, séu málin fegruð og fáguð. A Þýzkalandi var talað um „Búhnensprache,“ leikhúsmál, sem þótti fyrirmynd. Það er líklegt, að einhverjum hér heima lciki hugur á að lögtaka einhvern ákveðinn framburð við leik- húsið, og það er ekki ólíklegt, að það nái fram að ganga. Eg hef aldrei skilið, að þetta væri sáluhjálparatriði. I þjóðleikhúsi Aþenuborgar viðhöfðu menn fleiri en eina mállýzku, og þurfa Aþeningar hvorki að bera kinnroða fyrir leikhús sitt né leikrit sín, til hvers sem menn vilja jafna þeim. Mér hefur þótt það löngum styrkleikamerki á íslenzkunni, að menn hafa viður- kennt jafnréttháan góðan og gamlan framburð ýmissa lands- hluta, en fordæmt með öllu hljóðvillu, sem brýtur í bága við eðli íslenzkunnar. En þó að Þjóðleikhúsið kunni að leggja kapp á að koma einum framburði til vegs og hafna þannig fjöl- breytninni, þá er hitt þó enn meira um vert að missa ekki sjónar á því, hvar eru takmörk réttrár og sannrar íslenzku; því sem þar er fyrir utan á enga vægð að sýna. Annað sem hlýtur að mæða mjög á leikkennendum og leikstjórum er tafsfrumburður sá, sem stundum hevrist hjá ungu fólki og ungum leikendum; bezt gæti ég trúað, að hann ætti rætur að rekja til hraðlestrar barnaskólanna, en hvaðan sem þetta þvoglumæli er komið, er það í eðli sínu óíslenzkt. Það er eðli íslenzkunnar, að hvert atkvæði sé skýrt, og í munni góðs leikara veitir það orðunum fjaðurmagn. Leikhúsmál er meira en framburðurinn einber, það er orðfæri og stíll, og þá vandast málið. Ég vænti, að engin tvímæli geti verið á því, að tungan, sem Þjóðleikhús íslands á að efla, sé íslenzkan. Góð íslenzka, og ekkert hrognamál. Þetta er erfið krafa. Sumir menn, líka þeir sem fást við að skrifa, búa við furðumikla orðafæð og orða-

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.