Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Side 8
fátækt. Til að skrifa góða íslenzku þarf að kunna mikla ís-
lenzku, annars geta menn lítið sagt af því, sem þeim býr í
brjósti. En íslenzkan á mikla nægtabrunna. Það eru fyrst og
fremst íslenzkar bókmenntir, en það er einnig mælt mál nútím-
ans. Oft hef ég dáðst að því, að sumt gamalt fólk á í sínu mælta
máli svo mikinn forða af orðum og orðasamböndum, að það
virðist geta sagt allt sem því er þörf á, og það á nýjan og nýjan
hátt. I báðar þessar áttir, til bókmenntanna og í mælt mál
þeirra, sem kunna mikið af íslenzku, verða leikritaþýðendur að
leita, ef þeir vilja komast hjá kynblendingsbrag hins vanalega
þýðingarmáls.
Ég skal ekki fjölyrða um þetta, en kem að öðru, sem mér
virðist enn meir skorta á, að gaumur sé gefinn. Það sem ég
kallaði vanalegt þýðingarmál er ekki aðeins óhreint, heldur og
alla jafna trénað, pappírsmál. Sama er að segja um það sem
kalla má vanalegt blaðamál (sem fjarri fer að allir blaðamenn
skrifi, en orðið er réttmætt fyrir því). Vanalegt blaðamál er í
senn óhreint, fátækt, líflaust, með pappírsbragði. Það er síður
en svo, að pappírsmál sé óþekkt á leiksviðinu. En þar er um
tvo kosti að velja. Annaðhvort verður leikhúsíslenzkan að vera
lifandi eða tungu vorri er engin stoð að Þjóðleikhúsinu. Hér
verður mælt mál að vera fyrirmyndin, eins og það er bezt og
sannast og auðugast. Þótt maður kynni orðfæri Njálu eða Egils-
sögu (sem enginn kann), og hefðu orð hans ekki líf mælts máls,
þá væru þau hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Um orð-
færi útlendra bóka skal ég ekki tala.
Manni, sem skrifar fyrir leiksvið, er alveg óhætt að strika út
hvert orð og hverja setningu, sem ekki verður mælt fram harm-
kvælalaust. Setningin, orðfærið, getur svo sem verið gott fyrir
því, í blaðagrein, í ritgerð, í skáldsögu jafnvel, en hún á þá
ekki heima á Ieiksviði.
Nú á tímum er ólíklegt, að nokkrum manni detti í hug, að
einn stíll aðeins eigi að drottna í leikhúsinu. Islenzk tunga er
gamalt mál, og frá því hún kom hingað til lands, hefur orðlistin
verið í hávegum höfð. Margar tegundir bókmennta, og hver
tegund með sínum stíl. Þannig getur íslenzkan verið næsta
fjölbreytileg. Takmörk orðlistar hennar eru víð, svo að hana
má temja við ný og ný viðfangsefni. A þetta þanþol málsins
reynir leiklistin; hvert yrkisefni heimtar sinn búning og sinn